Áramótaskaup í júlí

Ég kíkti á áramótaskaupið 2007 í morgun - sonur minn 15 ára fann það á youtube. Ég sá að sumt var ansi glúrið m.a.s. ádeila í sumum atriðunum - ég kann alltaf vel að meta þegar höfundar gamanefnis hafa einhvern boðskap fram að færa. Sonur minn hló nokkrum sinnum en kannaðist efnislega ekki við neitt sem verið var að fjalla um. Ekkert skrítið - hann hefur búið í Kaliforníu síðan í haust. Ég hló m.a.s. á stöku stað (ég hef aldrei gert þá kröfu að ég, prívat og persónulega, fái hláturskast við að horfa á gamanefni - hvort sem það er Spaugstofan, áramótaskaup eða fyndnar kvikmyndir - ef ég hlæ þá er það bara bónus)

Ég var að velta fyrir mér hvort að það ætti ekki að banna fjölmiðlum að fjalla um áramótaskaup - fyrr en í júlí! Þá eru allir búnir að jafna sig á vonbrigðunum og hægt er að meta afraksturinn án taugaáfalla. 

Ég fer ekki ofan af því að áramótaskaupin 1981 og 1984 eru bestu skaup allra tíma! Gömul klassík. Alveg hlutlaust mat :)

Eitt sem mig langar til að segja við kvikmyndagerðamennina sem valdir eru til að stjórna áramótaskaupum: ekki skoða gömul skaup - skoðið þið flotta útlenda þætti af svipuðum toga - og lærið að klippa atriðin á "réttum" tíma. Það detta flestir í þá gryfju að teygja atriðin löngu eftir að boðskapurinn hefur komist til skila. Cut the crap!


Öskutunnan Ísland!

Ég þakka guði fyrir að við skulum eiga stórkostlega listamenn sem þora að standa upp og mótmæla þeirri hörmung að þröngsýnir valdamenn skuli róa að því öllum árum að breyta þessari fallegustu eyju í heimi í öskuhauga! Takk Björk - takk SigurRós - takk þið öll!

Vinur minn, sem býr hér í Kaliforníu, elskar að ganga á fjöll og vera úti í náttúrunni. Hann er áskrifandi að einhverju virtasta ferðamálatímariti í Bandaríkjunum og hann sýndi mér grein um daginn þar sem fram kom að Ísland væri ein af 10 fallegustu eyjum í heimi (að mati blaðsins) en  Íslendingar væru um það bil að eyðileggja möguleika sína á að fá ferðamannastraum "sérvitringa" til landsins með áætlunum sínum um virkjanir og stóriðju, sem hefðu það í för með sér - ef þær næðu fram að ganga - að Ísland færi á lista yfir mest mengandi lönd í heimi!

Viljum við fá svona ádrepur frá umheiminum???

Við sem teljum okkur bera ábyrgð á því hvernig við skilum náttúruauðlindum til komandi kynslóða viljum ekki sjá viðbjóðslega mengandi stóriðju á þessu litla fallega landi, þó svo að hún skili tímabundið fjármagni í vasa örfárra aðila. Okkur ber skylda til að horfa lengra fram í tímann!! Hvar verða öll álversstörfin eftir 20 ár? 30 ÁR? 50 ÁR? Hvernig lítur náttúran okkar út þá?? Hvernig verður andrúmsloftið í heiminum?

HVAR FERÐAMÁLARÁÐ?? HVAR ERU ÞEIR OPINBERU AÐILAR SEM EIGA AÐ BERJAST FYRIR AUKNUM FERÐAMANNASTRAUMI TIL ÍSLANDS???!!!

Af hverju heyrist aldrei neitt um náttúruvernd frá þeim aðilum?

 Hvað ætlum við að loka augunum lengi fyrir þeirri staðreynd að með stóriðjustefnu þröngsýnna ráðamanna erum við að gjöreyðileggja þá auðlind sem heitir FERÐAMENN til Íslands. Hingað flykkjast efnaðir sérvitringar og trúið mér - þeir fylgjast vel með hvaða þróun á sér stað í náttúruverndarmálum þegar um er að ræða ómetanlegar perlur eins og Ísland.

Að lokum þakka ég Ómari Ragnarssyni fyrir kjarkinn að láta alltaf í sér heyra - og halda ótrauður áfram baráttunni - þrátt fyrir ómæld óþægindi sem svona menn verða fyrir þegar þeir sigla á móti straumnum.

Þið eruð öll hetjur og ég vildi óska þess að ég væri heima á Íslandi núna til að taka virkan þátt í baráttunni gegn eyðileggingu Íá náttúru slands!!


Hvernig er heilsan?

Ég bauð drengnum mínum á skyndibitastað um daginn - ekki MacDonalds eða Burger King - heldur "organic" skyndibitastað hér í San Diego. Þar var boðið upp á hamborgara og samlokur - salöt og allskonar djúpsteikt meðlæti - alveg eins og á öðrum skyndibitastöðum - en ekkert af þessu var úr dýraríkinu og allt hráefni var lífrænt. Feitin sem notuð var til steikingar var ekki bara hættulaus heldur beinlínis heilsusamleg!
Við vorum sammála um að þetta væri alveg jafn syndsamlega gott og okkur minnti að hamborgara máltíð væri hjá milljóna samsteypunum.
Enn ein  viðskiptahugmyndin: Hollur skyndibiti! Eruð þið til í að versla við mig ef ég opna einn slíkan?? 
Ef þið eigið leið um San Diego þá skuluð þið kíkja á Veg-N-Out og athuga hvernig ykkur líkar. Þetta er heimasíðan þeirra:
Ég læt fylgja með nokkrar netslóðir af heimasíðunni hennar Bennu vinkonu minnar. Farið þið vel með ykkur.
Dr. Hulda Clark
www.drclark.net
www.greenwillowtree.com
www.noharm.org
www.thedoctorwithin.com
www.westonaprice.org
www.arna.is

Auglýsingar - fegurð

Það er afskaplega fróðlegt að lesa blaðaauglýsingarnar í fríblöðunum hérna í Kaliforníu. Flestar þeirra benda á sérfræðinga sem sjá til þess að maður fái beinni, hvítari og fallegri tennur - eða nýtt þykkt og fallegt hár - og restin af auglýsingunum benda á töframenn sem  fremja skurðaðgerðir sem gera mann a.m.k. tuttugu árum yngri en maður raunverulega er ... þ.e.a.s. ef kennitalan er manni óhagstæð, eins og ein vinkona mín sagði.

Myndirnar sem fylgja með þessum auglýsingum er af svo ótrúlega fallegu fólki að manni er skapi næst að rífa síðurnar út - bruna til sérfræðinganna og garga: "Ég vil verða alveg eins og þessi!!!"

Þið sem eruð með óþægilegar kennitölur ættuð að drífa ykkur hingað út og splæsa á ykkur splúnkunýjum tönnum, þykku glansandi hári og hrukkulausri húð - "slá margar flugur í sama höfuðið" eins og einn kennarinn minn sagði einhverju sinni!

 Hér er fegurðin hræbilleg - þið eigið það skilið að "spæsa" ykkur svolítið upp!

 


Hvurslags druslugangur er þetta?

Ég er alveg úti að aka í bloggskrifum mínum. Þetta gengur auðvitað ekki.

Ég verð að byrja á því að þakka Akureyringum fyrir að taka svona vel á móti mér og fylla allar sýningarnar sem við buðum uppá af Alveg Brilljant Skilnaði. Það var hjartnæm kveðjustund þegar ég sagði skilið við aðalpersónu verksins, Ástríði Jónu Kjartansdóttur. Hún hefur fylgt mér síðan árið 2004 þegar ég last fyrst leikritið um þá konu og hennar skilnaðarvandamál - og féll gjörsamlega fyrir því. Takk fyrir samveruna Ásta!!

Þá er komið að sjálfsaganum. Hér sit ég í henni Kaliforníu - í glampandi sól auðvitað - og skipti tíma mínu - afar ójafnt - á milli ritgerðarskrifa og handritavinnu. Drengurinn kláraði skólann í gær og nú ætlum við að hjálpast að við að búa til lærdóms/vinnu stundatöflu fyrir okkur bæði. Við ætlum að vera svakalega dugleg þangað til við komum heim þann 10.júlí. Þá alkomin heim. Við þökkum fyrir frábæran tíma hérna úti - það hefur margt drifið á daga okkar frá því að við fluttum inn í yndislega húsið hérna í La Jolla í september á síðasta ári. Nú er komið að kveðjustundinni hér líka.

Ný verkefni bíða okkar beggja næsta vetur. Drengurinn mun glíma við 10.bekk í Reykjavík og móðir hans tekur til við leiklistarstörf, námskeiða- og fyrirlestrarhald og áframhaldandi ritgerðaskrif.

Það er 17.júni í dag - allir í hátíðaskapi og nóg um að vera á Íslandi - hér er ekkert að gerast - ekkert Íslendingafélag hér í San Diego (allavega ekki svo ég viti!) svo skrúðgangan okkar Róberts er bara að skokka einn hring í stóra almenningsgarðinum bak við húsið okkar. Gleðilega hátíð Íslendingar!


Alveg Brilljant Skilnaður á Akureyri

Ef þið eruð að ganga í gegn um skilnað mæli ég með að þið skellið ykkur til Akureyrar og njótið fegurðarinnar og elskulegheita íbúanna hér norðan heiða.

Oft hef ég nú komið til Akureyrar og alltaf verð ég hrifnari og hrifnari af þessum yndislega stað. Hér virðist allt gott vera í boði (menning, listir, fegurð, ást) og það besta er að streitan sem fylgir stórborginni Reykjavík fyrirfinnst ekki hérna. Í göngugötunni upplifir maður ró og stemmningu - þó fullt sé af fólki - og allir brosa og heilsa eins  - sem er einstakt og maður upplifir helst í útlöndum.

Þær tvær sýningar sem hér hafa verið á leikritinu: Alveg Brilljant Skilnaður - gengu glimrandi vel og Akureyringar hlæja ekki minna en Reykvíkingar (eða vestfirðingar ef að því er að skipta!). Gaman verður að fylgjast með áhorfendum á næstu tveimur sýningum.

Leikhúsið hér er einstakt. Það vita allir sem leikið hafa á leiksviðinu í gamla fallega leikhúsinu að andrúmsloftið er afar sérstakt og það eru forréttindi að fá að leika þarna.

Akureyringar hafa tekið höndum saman og standa þétt við bakið á leikhúsinu sínu - flykkjast á allar sýningar og sanna hið fornkveðna að Íslendingar eru á heimsmælikvarða þegar kemur að leikhúsáhuga og leikhússókn.

Hér var  leikhússtjóri við völd sem náði til allra Akureyringa og lyfti starfseminni hérna upp í hæðir og til allrar guðs lukku fyrir leikhúsið - og Akureyringa - hefur manneskja nú tekið við leikhúsinu sem hefur einmitt þessa eiginleika sem til þarf til að búa til aðlaðandi leikhús fyrir fólkið - og er þar að auki með hjarta úr gulli - hún á eftir að lyfta þessu leikhúsi upp í enn meiri hæðir!

Takk fyrir allt þið frábæra norðan-fólk!!


Skólamál

Ég er alveg miður mín yfir því úrræðaleysi sem ríkir í sumum skólastofnunum gagnvart þeim börnum sem þurfa sérstaka aðstoð. Börn sem greind hafa verið með Tourette, ADHD og fleiri sjúkdóma af sama meiði virðast í sumum skólum lenda í ruslakörfunni: "Pirrandi einstaklingar" og eina úrræðið kennara virðist vera að hringja í sífellu í foreldra og "klaga" börnin – eða reka þau heim!

Einn undurfagur og hjartagóður unglingur í fjölskyldunni minni er í nýjum skóla sem hefur eftirfarandi m.a. að leiðarljósi á heimasíðu sinni:

  • Að nemendum líði vel og að nám og starf sérhvers þeirra miðist við þarfir hans og getu sem og sterkar hliðar. Byggt verður á einstaklingsmiðuðum starfsháttum og samvinnu hvers konar.
     
  • Að skólinn sé fyrir alla nemendur skólahverfisins, án aðgreiningar, þar sem engum er ofaukið og allir velkomnir.
     
  • Að starf skólans grundvallist á því lífsviðhorfi að hverjum einstaklingi skuli búin námsskilyrði svo hann megi, á eigin forsendum, þroskast og dafna og útskrifast úr grunnskóla sem sjálfstæður, sterkur og ekki síst lífsglaður einstaklingur.

 Drengurinn í okkar fjölskyldu er sem sagt með greiningu – hann glímir við Tourette sjúkdóminn og einnig ADHD og við vitum öll hvað svoleiðis börn þurfa að ganga í gegn um. Þau upplifa mikinn innri óróleika, skort á einbeitingu og þjást yfirleitt af lélegri sjálfsmynd vegna þeirra skilaboða sem samfélagið sendir þeim í sífellu – þ.e. að þau séu ódæl og ósammvinnuþýð!

Móðir drengsins þarf að sitja undir því að kennararnir hans hringja – stundum á hverjum degi – til að „klaga“ barnið. Hann talaðu of hátt í einum tíma, krassaði á borð í öðrum tíma, kom of seint í einhverja kennslustundina o.s.frv. o.s.frv. Drengurinn er iðulega rekinn heim vegna þess að kennurunum finnst hann vera með truflandi hegðun!

Nýjustu skilaboðin frá skólastjóranum og aðstoðarskólastjóranum voru þau að drengurinn væri ekki velkominn í skólanum!!! (Aðstoðar skólastjórinn leyfði sér að öskra á foreldra barnsins á síðasta fundi þeirra! Hann á nefnilega við skapbresti að stríða .. það vita það allir og það bitnar á öllum börnunum í skólanum – en það fæst væntanlega enginn annar í þetta starf – eða hvað???). Skólayfirvöld í þessum skóla nenna ekki að glíma við börn með sjúkdóma .. eða GETA ekki(?).

 Drengnum er sem sagt ofaukið – hann er ekki velkominn og hann fær ekki tækifæri til að þroskast og dafna á eigin forsendum og það er svo sannarlega séð til þess í þessum skóla að hann er ekki lengur sjálfstæður, sterkur og lífsglaður einstaklingur – það er búið að drepa það niður í honum á síðustu tveimur árum!

Hvað á þetta að þýða?? Hafa þessir kennarar ekki kynnt sér hvernig bregðast skuli við – og umgangast þau hegðunarvandkvæði sem eru fylgifiskur slíkra sjúkdóma???

Flestir foreldrar barna sem líða fyrir fákunnáttu skólayfrivalda um þessi börn, eru búnir að viða að sér allskonar þekkingu varðandi hvernig best sé að höndla og byggja upp þessi vesalings fórnarlömb sjúkdómanna – og  skólakerfis sem er augljóslega meingallað.Til er nokkuð sem heitir PMT (Parent management training) þar sem farið er í gegn um það hvernig best sé að bregðast við börnum sem þjást af ofangreindum sjúkdómum. Afar merkileg lesning.                                                                                                                 Af hverju er ekki í öllum skólum eitthvað sem heitir TMT (teacher management training) sem allir kennarar eru skyldugir að kynna sér??

Ég tek það sérstaklega fram – því nú er kennarastéttin um það bil að móðgast heiftarlega út í mig – að í stétt kennara og skólastjóra er sem betur fer afar stór hópur hreinræktaðra englar, sem eru fullir af kærleika og hafa óvenju mikla færni í mannlegum samskiptum. Þetta er sannkallað hugsjónafólk sem bjargar sálarlífi fjölda barna, kynslóð eftir kynslóð! Ég er óendanlega þakklát fyrir þetta stórkostlega skólafólk. Það leggur á sig að vinna á skítalaunum, af tómri hugsjón vegna þess að þeim er raunverulega annt um börn – og mannkynið allt og vilja leggja sitt af mörkum til að bæta heiminn.

Vegna launastefnu yfirvalda er staðan nú þannig í stétt kennara að fjöldinn allur af óhæfum einstaklingum, sem ættu ekki undir nokkrum kringumstæðum að vera í námunda við viðkvæmar sálir, eru æviráðnir til kennslu og valda börnunum okkar  ómældum skaða, því  það fást hreinlega ekki nógu margir menntaðir kennarar með yfirburðahæfileika í að byggja upp fólk, til að starfa á þessum launum í skólum landsins.

Það á einungis að velja yfirburðarfólk til að starfa með  börnunum okkar í skólakerfinu og þeir aðilar eiga að vera á forsetalaunum!!!!!


Samkeppni?

Sumir þurfa alltaf að rífa allt niður sem aðrir gera. Er ekki ótrúlegt að það skuli ekki einu sinni vera hægt að standa saman um að hjálpa Íslendingum til að ná betri heilsu með bættu mataræði?

Ein vesalings kona, sem hefur verið að bjóða uppá heilsubótaferðir til útlanda rís upp á netinu og hundskammar þá aðila sem ætla að bjóða upp á svipað fyrirbæri hér á Íslandi!

Hvað heitir þetta? Öfund? Afbrýðissemi? Eða bara ótti við samkeppni?

Ég get ekki svarað því en hitt veit ég að þeir sem kasta steinum í aðra af tilefnislausu renna á endanum á rassgatið sjálfir. Það hefur sýnt sig.

Að lokum skora ég á þessa konu - og reyndar alla aðra - að kynna sér hvað um er að ræða áður en vaðið er inn á veraldarvefinn og bullað og ruglað í fólki!

Svo læt ég hér fylgja upplýsingar um dásamlegt námskeið, sem haldið verður á Íslandi, með yndislegu grænmetisfæði og frábærum fyrirlestrum. Það hefst á miðvikudaginn 30. apríl á Sólheimum í Grímsnes- og Grafningshreppi og er í fimm daga. Verið hjartanlega velkomin.

 

 

Viltu lifa heilbrigðu lífi en veist ekki hvernig þú átt að byrja??

Hver kannast ekki við það að setja sér háleit markmið á hverju ári um að hefja betra líf ... bráðum(!) og standa svo frammi fyrir því jafn oft að markmiðunum hefur ekki verið náð Hvað hefur þú oft tekið þá

ákvörðun að henda öllum óhollum matvælum úr eldhúsinu þínu og fylla skápana af hollustu?

Nú er tíminn til að bretta upp ermarnar og leggja af stað í ALVÖRU!

Við bjóðum þér að leiða þig áfram fyrstu skrefin á námskeiði hjá færustu sérfræðingum í betra lífi á fimm daga námskeiði í byrjun maí.

Námskeiðið er haldið á þeim óviðjafnanlega stað, Sólheimum í

Grímsnes- og Grafningshreppi dagana 30. apríl 4. maí. Fimm daga

andleg og líkamleg uppbygging er í boði fyrir þig á dásamlegum stað og með frábæru aðstoðarfólki.

Þeir sem halda utan um þig frá morgni til kvölds eru:

Edda Björgvinsdóttir leikkona og fyrirlesari sem býður upp á námskeið

fyrir þá sem langar til að lifa heilbrigðu lífi ... en nenna því ekki! Edda vinnur

einnig með Jákvæðni, húmor og færni í mannlegum samskiptum og bendir

þáttakendum á hvernig hægt er að nýta sér tækni leikarans til að losna við

ótta sem grípur fólk þegar það þarf að tjá fyrir framan hóp af fólki.

ENDORFÍN náttúrulega vímuefnið okkar við getum stjórnað því hversu mikið magn af endorfíni líkaminn framleiðir!

Birna Ásbjörnsdóttir stundaði nám við Emerson College í suður Englandi

í Mannspeki (Anthroposophy) sem sett var fram af heimspekingnum

Rudolf Steiner. Einnig nam hún listmeðferðarþjálfun við Tobias School

ofArt og lagði því næst stund á Svæðameðferð á Íslandi. Að auki lauk

Birna námi í hómópatíufrá The College of Practical Homeopathy í London í

Englandi, og þess utan lærði hún næringarþerapiu í The College of Natural

Nutrition og einstaklingsráðgjöf / Biographical Counselling frá The Social

and Developement Trust, svo og lithimnugreiningu / Iridology frá The

London Scool of Iridology og einnig ristilhreinsun / Colonic Irrigation frá

The National College of Holistic Medicine. Birna hefur starfað sem hómópati og næringarþerapisti í Reykjavík og á Sólheimum síðastliðin ár. Jafnframt því starfi stundar hún nám í Mannspekilækningum/Anthroposophical Medicine í Bretlandi.

Sólveig Eiríksdóttir matarhönnuður & hráfæði kokkur/kennari. Sollu

grænu þarf vart að kynna hún rekur fyrirtækið Himnesk hollusta sem

sérhæfir sig í innflutningi á hágæða matvöru og fæðubótaefnum frá

viðurkendum fyrirtækjum. Um árabil rak Solla einn vinsælasta

heilsuveitingastað landsins, Grænan Kost þar sem áhersla hefur alla tíð

verið lögð á lífrænan grænmetiskost í hæsta gæðaflokki. Solla mun bjóða

upp á námskeið í detox uppskriftum og vera með sýnikennslu og gefa

fólki góðar uppskriftir til að taka með sér heim.

Benedikta Jónsdóttir er heilsuráðgjafi hjá Maður Lifandi og hefur kynnt

sér allt milli himins og jarðar er varðar heilsusamlegt líferni og skaðsemi

ýmissa eiturefna í matvælum, snyrtivörum, hreinlætisvörum o.fl.

Benedikta - eða Benna eins og við köllum hana, bjó í Ástralíu og Svíþjóð

í samanlagt í 18 ár Hún hefur víðtæka starfsreynslu í heilsumálum og

hefur einbeitt sér að því sviði í mörg s.l. ár. Benedikta er ástríðufull

varðandi allt er tengist heilsusamlegu líferni og hefur haldið fjölmarga

fyrirlestra á sínu sviði, m.a. í Maður Lifandi.

Það sem Benna mun vinna með á Sólheimum er m.a. Lækningarmáttur líkamans; Ævintýralíf; Mikilvægustu bætiefnin og Heilbrigði og hamingja.

Ásta Valdimarsdóttir hláturjóga kennari. Ásta lærði hláturjóga í Noregi 2001 og hefur haldið fyrirlestra um þessa hollu líkams- og sálrækt allar götur síðan.

Auk þess hefur hún sótt mörg hláturjóganámskeið og útskrifað

hláturjógaleiðbeinendur hér á Íslandi.

Matthildur Þorláksdóttir er lærð í náttúrulækningum frá Þýskalandi og starfar sem slík, með mælingar á orkuflæði líkamans og því sem getur valdið truflunum á því s.s rangt fæðuval, of mikil streita, mikil rafsegulmengun, þungamálmarí líkama ofl. ofl.

Matthildur notar náttúrulegar meðferðir til úrlausnar s.s homópathíu, jurtir,vítamín, steinefni,nálastungur, nudd, bióresonans-meðferð, ristilhreinsun, breytingu á matarræði og lífsstíl ofl.

Á þessu námskeiði ætlar Matthildur að tala um mikilvægi þess að hreinsa ristilinn og hvernig uppsöfnuð úrgangsefni geta valdið kvillum og hvaða aðferðir eru notaðar til að hreinsa ristilinn.

Lilja og Gitta munu sjá um að næra þátttakendur. Hreint fæði hreinn líkami hrein sál

Námskeiðið hefst miðvikudagsmorgunn, 30. Apríl kl. 9:30 á Sólheimum (þáttakendur skulu reikna með klukkutíma og tuttugu mínútum til að komast á staðinn) og því lýkur sunnudagskvöldið 4. Maí kl. 20:00

Verð 59.000 krónur

Pantanir á
madurlifandi@madurlifandi.is og í síma 5858700

 


Ógæfa Bolungarvíkur

Ógæfa Bolungarvíkur er valdagræðgi óþroskaðra eiginhagmunaseggja sem elska að stofna til ófriðar í tíma og ótíma - eingöngu til að skara eld að eigin köku og eyðileggja fyrir öðrum.

Það er harmrænt að hugsa til þess að besta fólk í heimi skuli vera svælt burt úr bæjarstjórn af óprúttnum aðilum sem hugsa fyrst og fremst um eigið rassgat - ekki um hag bæjarbúa.

Ætla Bolvíkingar að taka þessu þegjandi?

Athugið - hér eru engin nöfn nefnd!!

Ég býð Bolvíkingum sérstakan auka-afslátt á heilsunámskeið það sem er í boði á Sólheimum í Grímsnes- og Grafningshreppi dagana 30.apríl til 4. maí.

Íbúar þurfa virkilega á andlegri og líkamlegri hreinsun að halda!

Kynnið ykkur námskeiðið:http://www.madurlifandi.is/madurlifandi/madur_lifandi/a_dofinni/?cat_id=16821&ew_0_a_id=304177

 


Tilboð um betra líf!

NÚ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ!!

Heilsunámskeið á Sólheimum 30. apríl – 4. maí.

Viltu lifa heilbrigðu lífi – en veist ekki hvernig þú átt að byrja??
Hver kannast ekki við það að setja sér háleit markmið á hverju ári um að hefja betra líf ... bráðum(!) og standa svo frammi fyrir því jafn oft að markmiðunum hefur ekki verið náð. 

 Hvað hefur þú oft tekið þá ákvörðun að henda öllum óhollum matvælum úr eldhúsinu þínu og fylla skápana af hollustu? Nú er tíminn til að bretta upp ermarnar og leggja af stað – í  ALVÖRU!
Við bjóðum þér að leiða þig áfram fyrstu skrefin á námskeiði hjá færustu sérfræðingum í „betra lífi“ á fimm daga námskeiði á þeim yndislega stað Sólheimum í Grímsnes- og Grafningshreppi í byrjun maí.
 Lesið allt um þetta á þessari síðu:http://www.madurlifandi.is/madurlifandi/madur_lifandi/a_dofinni/?cat_id=16821&ew_0_a_id=304177

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband