11.4.2008 | 07:09
Efnahagsástand og listsköpun
Þegar harðnar í ári hefur sýnt sig að listastarfsemi blómstrar og fjármagni er í auknum mæli veitt til slíkrar starfssemi. Almenningur virðist hreinlega ekki geta tekið við nema ákveðnu magni af bölsýnishjali og þarf nauðsynlega á því að halda að upplifa eitthvað til að gleyma hverdagsamstrinu, sem sagt - auðga andann. Sagan segir okkur að á tímum kreppu hafa listamenn sem bjóða uppá upplyftingu andans og skemmtun haft yfirdrifið nóg að gera þótt ástandið á atvinnumarkaði sé sótsvart.
Ég vil hvetja öll fyrirtæki sem eru með blómlegan rekstur - þrátt fyrir allt bölsýnishjal - að láta nú stórar fúlgur af hendi rakna til listastarfsemi. Það skilar sér í öflugri sköpunarkrafti og hamingjusamari þjóðfélagsþegnum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.4.2008 | 16:08
Gróðurhús
Ein viðskiptahugmynd í viðbót ... væri ekki þjóðráð að reisa stórt gróðurhús með ótal tegundum af trjám og plöntum - hólfa það niður og leigja út sem skriftofuaðstöðu?? Alveg er ég sannfærð um að upplýst fallegt gróðurhús hefur jafn góð áhrif á manneskjur eins og tómatplöntur. Nýjustu rannsóknir sýna að það hefur ótrúlega slæm áhrif á geðslag fólks ef það skortir súrefni og birtu (það er auðvitað skýringin á því hvað við Íslendingar erum oft óróleg í eigin skinni) - miklu verrri áhrif en hingað til hefur verið talið. Hugsið ykkur hvað það væri dásamlegt að labba inn í bankastofnanir og þurfa að leita að þjónustufulltrúunum bak við banana plönturnar? "Góðan daginn - er bankastjórinn við?" "Já - þú finnur hann á milli Jukkunnar og vínviðarrunnans þarna innst!"
Ég get ekki beðið eftir að sjá einhvern birtuunnanda framkvæma þessa hugmynd!
Ég man þegar ég var að leikstýra á Sólheimum (paradís á jörð!) þá sat ég gjarnan í Grænu Könnunni með tölvuna mína og vann þar - það var alltaf sumar og sól þar inni! Græna Kannan er yndislega kaffihúsið á Sólheimum - snilldin er sú að þarna var gróðurhús sem einhverra hluta vegna ekki nýttist lengur sem slíkt og það var innréttað sem kaffihús. Uppáhalds kaffihúsið mitt í heiminum!
Sem minnir mig á enn eina viðskiptahugmyndina - sem raunverulega er búið að hrinda í framkvæmd. Við tókum okkur saman nokkur heilsufrík og pöntuðum Gistiheimilið á Sólheimum í fimm daga (30. apríl - 4. maí) og ætlum að bjóða þeim sem vilja að dvelja með okkur í þessu himnaríki og snæða eingöngu létt lífrænt fæði og hlusta á fyrirlestra og stunda námskeið og skemmta sér saman.
Þetta verður gert opinbert í vikunni - Maður Lifandi skráir þáttakendur. Því miður komast aðeins 16 manneskjur á þetta námskeið - en ef þetta slær í gegn munum við bjóða upp á mörg svona námskeið í framtíðinni!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.4.2008 | 23:57
Hvaða rannsóknir birta fjölmiðlar?
Óþarfi að drekka átta vatnsglös á dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.4.2008 | 23:50
Viðskiptahugmyndir gjörið þið svo vel :)
Ég er alltaf að velta fyrir mér hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór (fyrir utan að stunda fagið mitt sem ég mun líklega aldrei yfirgefa þetta virðist vera ólæknandi baktería!).
Það eru svo ótal margar hugmyndir sem mig langar til að hrinda í framkvæmd hérna eru nokkrar sem ég hef verið að gæla við lengi: a) Skemmtistaður þar sem "sixties" andrúmsloftið ræður ríkjum og mín kynslóð getur sest niður og spjallað, snarlað, lesið, tjúttað o.s.frv - b) Heilsustofnun þar sem allt áþreifanlegt og óáþreifanlegt er lífrænt - þangað sem almenningur getur reglulega sótt andlega og líkamlega næringu og losað sig við streitu-eitrið sem er að drepa okkur dugnaðarforkana c) Fjölmiðlasamsteypa þar sem gleðifréttir eru í öndvegi .. og allir uppáhaldsfjölmiðlamennirnir mínir (af báðum kynjum) eru fastráðnir og miðla af hæfileikum og visku - þar er einnig ómælt framboð af list í sinni fjölbreyttustu mynd - d) Uppbyggilegur tómstundastaður þar sem unglingar, börn og fullorðnir koma saman og leika sér á kvöldin og um helgar, föndra, syngja, dansa, elda mat, fara í leiki ... (ok svolítið óraunhæft ... raunsæi er ekki mín sterkasta hlið þegar ég er á hugarflugi) - e) Grunnskóli sem hefur mannrækt og listsköpun að leiðarljósi og allt uppeldisstarf grundvallast á þeim gildum og þá meina ég að þessi stefna sé raunverulega í framkvæmd ekki bara í orði ! - f) Upphristihópur sem fer á milli vinnustaða og menntastofnana og leiðir fólk í gegn um ómetanlega byrjun á hverjum degi. Það gerist einhvernvegin svona: Allir sameinast í djúpöndunaræfingum sem hreinsa hugann og kalla fram uppbyggjandi og fallegar hugsanir - því næst dansa allir trylltan dans og syngja hástöfum þangað til endorfín hormónaflæðið í skrokknum hefur komið öllum í gleðivímu sem endist allan daginn!
Ég þori að veðja að ef við myndum sameinast um að hefja hvern dag með slíkri andlegri og líkamlegri uppbyggingu myndi persónulegum vandamálum okkar fækka svo um munaði. Prófið þið bara að skella Elvis á fóninn eldsnemma á morgnana - og tjútta og syngja með þó ekki væri nema í fimm mínútur! Maður fer í raunverulega vímu ... endorfín vímu, sem er á allan hátt ótrúleg vítamínsprauta fyrir hverja manneskju.
Ég gæti nefnt ótal, áreiðanlega mjög arðvænlegar, viðskiptahugmyndir í viðbót en læt þessar duga í bili.
Ég ætti nú kannski að snúa mér að náminu aftur til að leggja drög að því að hrinda öllum þessum hugmyndum í framkvæmd. Gleðilegt vor þarna heima á Íslandi!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.3.2008 | 04:03
Wholefoods
Það er ótrúlega mikið úrval af eiturefnalausum mat í verslunum Wholefoods - uppáhalds verslunarkeðjunni minni hér í Kaliforníu. Ég á eftir að sakna þess mest af öllu (næst á eftir fegurðinni og hitanum hér í San Diego) að geta ekki farið daglega í Wholefoods og valið úr óendanlega mörgum tegundum af lífrænum ávöxtum og grænmeti.
Það kann að virka einkennilega að tala um matvæli eins og þau séu yfirleitt full af eiturefnum - en tilfellið er að það er ótrúlegt magn af aukaefnum sem leyfilegt er að setja í matvæli, í þeim tilgangi að bragðbæta eða útlitsbæta og ekki síst til að lengja endingartíma, fyrir utan allt það skordýraeitur sem leyfilegt er að nota og eyðileggur ferskt grænmeti og ávexti. Ógrátandi nefnir maður ekki öll þau erfðabreyttu matvæli sem flæða yfir heiminn og ekki sér fyrir endann á hversu mikið munu skaða líkama okkar.
Öll aukaefni í matvælum eru því miður verulega hættuleg fyrir líkamann - við erum nefnilega að innbyrða töluvert magn daglega af þessum verksmiðjuframleiddu efnum. Ekki síst gera þessi aukaefni usla þegar búið er að blanda þeim öllum saman. Verulega erfitt fyrir líkamann á losa sig við þessi kemísku efni. Kíkið endilega á vefsíðurnar hérna fyrir neðan og kynnið ykkur þá umræðu sem er yfirleitt ekki uppi á borðum:
Dr. Hulda Clark |
www.drclark.net |
www.greenwillowtree.com |
www.noharm.org |
www.thedoctorwithin.com |
www.westonaprice.org |
www.arna.is |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
10.3.2008 | 20:44
San Diego
Mikið hlakka ég til að komast í sólina í San Diego! Ég held að ég hafi aldrei upplifað jafn "önuga" veðurguði .... viku eftir viku! Það hefur varla verið hundi út sigandi frá því að ég lenti hér á uppáhalds landinu mínu í janúar. Ég er satt að segja alveg búin að fá nóg af því að brjótast á milli áfangastaða í jöklagalla .. með hjálparsveit skáta á línunni!
Ég hlakka líka til að geta sest niður og haldið áfram að skrifa ritgerðina mína. Það hefur því miður ekki gefist ein mínúta til að opna það skjal í tölvunni minni!
Þegar ég kem aftur verður farið að vora - vonandi verðið þið öll komin í stuttbuxur og sandala þegar við sjáumst aftur.
Vegni ykkur vel í hálkunni - ég verð úti að spranga í stuttermabol annað kvöld ... noní noní noní!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
3.3.2008 | 00:26
Frábærir leikhússtjórar!
Til hamingju elsku besta María mín Sigurðardóttir með leikhússtjórastöðuna hjá Leikfélagi Akureyrar!!! Það er létt af mér þungu fargi - ég hafði satt að segja miklar áhyggjur af því hvað yrði um þetta frábæra leikhús þegar Magnús Geir færir sig til LR. Nú er LA borgið!
María er stórkostlegur listamaður og einstaklega hæfileikaríkur stjórnandi og er um það bil eina manneskjan í faginu sem ég treysti til að fylla skarð Magnúsar Geirs! Húrra Akureyri!!!
Magnús Geir er hárrétti maðurinn til að taka við Leikfélagi Reykjavíkur á þessum tímapunkti og ég er afskaplega glöð yfir því að Borgarleikhúsið skuli fá að njóta starfskrafta hans næstu fjögur árin. Hann hefur unnið þrekvirki fyrir norðan og ég veit að hann á eftir að gera frábæra hluti hér fyrir sunnan.
Ég hvet leikhúsfólk til að standa við bakið á nýjum leikhússtjórum og gefa þeim tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Magnús og María - þið eruð flottir leikhússtjórar og ég hlakka mikið til að njóta afraksturs ykkar starfa norðan og sunnan heiða!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.2.2008 | 00:05
Ekki missa af blogginu hennar Garúnar um olíuhreinsunarstöðina!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.2.2008 | 15:45
Konudagurinn
Til hamingju með daginn allar frábærar konur á Íslandi!!!!
Ég spurði dóttur mína hvort hú væri búin að fá blóm í tilefni dagsins - hún svaraði því til að hún hefði fært ástmanni sínum son á bóndadaginn svo hún ætti nú frekar von á því að hann færði henni dóttur á konudaginn!!! Allavega bíðum við spenntar eftir því hvernig hann toppar bóndadagsgjöfina!
Takk fyrir alla blómvendina bloggfjölskylda mín - það er miklu skemmtilegra að fá þá í "animation" heldur en að fá þessa dauðlegu vendi í vasa ... eþþakki???!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.2.2008 | 00:49
Bíó
Ég fór að sjá "Death at a funeral" um daginn og fyrst ég var komin í bíó gírinn hentist ég á "Brúðgumann" beint á eftir. Ég hló svo mikið á myndinni um "dauðsfall í jarðarför" að ég var nærri köfnuð! Bretar eiga bestu leikara í heimi!! Ótrúleg snilld í öllu sem þeir gera.
Íslenska myndin var vönduð og vel leikin - við eigum orðið "proffa" í öllum listgreinum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)