Endurtekin þvæla

Ef það er ekki heilnæmara að borða eiturefnalaus matvæli, þá er ég ekki alveg með á nótunum!

Ég vil lífrænt vegna þess að:

1) Það er bregðbetra (enginn óeðlilegur vaxtarhraði)

2) Það er ekki fullt af skordýraeitri

3) Það er ekki hlaðið aukaefnum úr tilbúnum áburði

4) Ég er að stuðla að hreinni veröld með því að kaupa lífrænt

Þetta eru nógu góðar ástæður fyrir mig. Verði ykkur að góðu


mbl.is Segja lífrænt ekki hollara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Þú ert svo dásamleg!  Hér er ástæðan fyrir því að ég get hreinlega ekki lifað á lífrænt ræktuðu.   

A) Skrítið á bragðið
B) Fullt af skordýra kúk
C)Það vantar öll aukaefni sem ég er orðin háð
D)Reyndar góð hugmynd.  Skreytum heiminn með lífrænt ræktuðu. 

En annars bara grín.  Auðvitað eigum við að hugsa um hvað við setjum ofaní okkur.  Mér er enn minnistæð hryllingssagan sem þú sagðir mér þegar ég grillaði handa þér kartöflu í álpappír hérna um árið.  Mig dreymir reglulega um allt sem ég hef vafið inní álpappír, grillað og sett uppí mig.  Er komin á kvíðastillandi kúmen og maka sellerírót á bakið á mér á hverju kvöldi til að reyna að vinna á móti öllum þeim heilkennum sem ég er hugsanlega með.  Prófaði nýtt í gær!  Tók rauðrófur og perlulauk og hengdi í munstri yfir andlit mitt meðan ég hellti nýkreistum gulrótarsafa yfir axlir og lendar mínar.....mun láta þig vita eftir viku hvort hreistrið sé horfið og hvort ég sé orðin heil á ný!   En vá hvað ég sakna þín og ég er tilbúin að koma hvenær sem er og drekka spínat latte með þér....

Garún, 31.7.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband