Hvernig er heilsan?

Ég bauð drengnum mínum á skyndibitastað um daginn - ekki MacDonalds eða Burger King - heldur "organic" skyndibitastað hér í San Diego. Þar var boðið upp á hamborgara og samlokur - salöt og allskonar djúpsteikt meðlæti - alveg eins og á öðrum skyndibitastöðum - en ekkert af þessu var úr dýraríkinu og allt hráefni var lífrænt. Feitin sem notuð var til steikingar var ekki bara hættulaus heldur beinlínis heilsusamleg!
Við vorum sammála um að þetta væri alveg jafn syndsamlega gott og okkur minnti að hamborgara máltíð væri hjá milljóna samsteypunum.
Enn ein  viðskiptahugmyndin: Hollur skyndibiti! Eruð þið til í að versla við mig ef ég opna einn slíkan?? 
Ef þið eigið leið um San Diego þá skuluð þið kíkja á Veg-N-Out og athuga hvernig ykkur líkar. Þetta er heimasíðan þeirra:
Ég læt fylgja með nokkrar netslóðir af heimasíðunni hennar Bennu vinkonu minnar. Farið þið vel með ykkur.
Dr. Hulda Clark
www.drclark.net
www.greenwillowtree.com
www.noharm.org
www.thedoctorwithin.com
www.westonaprice.org
www.arna.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingveldur Theodórsdóttir

Engin spurning um það að maður myndi velja svona skyndibita fram yfir þennan "venjulega" :)

Ingveldur Theodórsdóttir, 27.6.2008 kl. 20:33

2 Smámynd: E.R Gunnlaugs

klárlega girnilegri matseðill á þessum Veg-N-out heldur en McDonalds eða Burger King... væri kærkomin viðbót í skyndibita flóruna að fá einn svona hingað á klakann.. verst bara hvað allt sem flokkast undir hollt þarf að kosta hérna heima...

E.R Gunnlaugs, 27.6.2008 kl. 20:43

3 Smámynd: Ingveldur Theodórsdóttir

Já sammála þar um, alveg fáránlegt að á sama tíma og það er verið að væla um það að þjóðin sé að fitna og það verði að vekja fólk til umhugunar og grípa inn í aðstæður að þá þurfi allt sem er hollt að vera dýrt ... er það ekki svolítið á skjön við orðræðuna í samfélaginu ?

Ingveldur Theodórsdóttir, 27.6.2008 kl. 20:49

4 identicon

ójá, ég versla SKO við þig!!

alva (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 20:53

5 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Go girl!

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 27.6.2008 kl. 23:36

6 Smámynd: Laufey B Waage

Heilsufríkin ég kemur sko til með að hanga á húninum, þegar þú opnar eiturefnalausa skyndibitastaðinn þinn, - og fá sér hamborgara og huggulegheit.

Laufey B Waage, 28.6.2008 kl. 00:01

7 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

JÁ TAKK HVAR OG HVENAR?

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 28.6.2008 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband