Öskutunnan Ísland!

Ég þakka guði fyrir að við skulum eiga stórkostlega listamenn sem þora að standa upp og mótmæla þeirri hörmung að þröngsýnir valdamenn skuli róa að því öllum árum að breyta þessari fallegustu eyju í heimi í öskuhauga! Takk Björk - takk SigurRós - takk þið öll!

Vinur minn, sem býr hér í Kaliforníu, elskar að ganga á fjöll og vera úti í náttúrunni. Hann er áskrifandi að einhverju virtasta ferðamálatímariti í Bandaríkjunum og hann sýndi mér grein um daginn þar sem fram kom að Ísland væri ein af 10 fallegustu eyjum í heimi (að mati blaðsins) en  Íslendingar væru um það bil að eyðileggja möguleika sína á að fá ferðamannastraum "sérvitringa" til landsins með áætlunum sínum um virkjanir og stóriðju, sem hefðu það í för með sér - ef þær næðu fram að ganga - að Ísland færi á lista yfir mest mengandi lönd í heimi!

Viljum við fá svona ádrepur frá umheiminum???

Við sem teljum okkur bera ábyrgð á því hvernig við skilum náttúruauðlindum til komandi kynslóða viljum ekki sjá viðbjóðslega mengandi stóriðju á þessu litla fallega landi, þó svo að hún skili tímabundið fjármagni í vasa örfárra aðila. Okkur ber skylda til að horfa lengra fram í tímann!! Hvar verða öll álversstörfin eftir 20 ár? 30 ÁR? 50 ÁR? Hvernig lítur náttúran okkar út þá?? Hvernig verður andrúmsloftið í heiminum?

HVAR FERÐAMÁLARÁÐ?? HVAR ERU ÞEIR OPINBERU AÐILAR SEM EIGA AÐ BERJAST FYRIR AUKNUM FERÐAMANNASTRAUMI TIL ÍSLANDS???!!!

Af hverju heyrist aldrei neitt um náttúruvernd frá þeim aðilum?

 Hvað ætlum við að loka augunum lengi fyrir þeirri staðreynd að með stóriðjustefnu þröngsýnna ráðamanna erum við að gjöreyðileggja þá auðlind sem heitir FERÐAMENN til Íslands. Hingað flykkjast efnaðir sérvitringar og trúið mér - þeir fylgjast vel með hvaða þróun á sér stað í náttúruverndarmálum þegar um er að ræða ómetanlegar perlur eins og Ísland.

Að lokum þakka ég Ómari Ragnarssyni fyrir kjarkinn að láta alltaf í sér heyra - og halda ótrauður áfram baráttunni - þrátt fyrir ómæld óþægindi sem svona menn verða fyrir þegar þeir sigla á móti straumnum.

Þið eruð öll hetjur og ég vildi óska þess að ég væri heima á Íslandi núna til að taka virkan þátt í baráttunni gegn eyðileggingu Íá náttúru slands!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Lest blogg  Láru Hönnu

Hólmdís Hjartardóttir, 28.6.2008 kl. 17:40

2 identicon

já, eins og talað úr mínum munni!! Hrikaleg þróun hérna sem VERÐUR að stöðva!!

alva (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 00:59

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

sammála ykkur stelpur!

Guðrún Jóhannesdóttir, 30.6.2008 kl. 12:02

4 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Hreint Land fagurt Land, var það ekki einu sinni stefnan?

Nú er ÁL að linni!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 2.7.2008 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband