Hvurslags druslugangur er þetta?

Ég er alveg úti að aka í bloggskrifum mínum. Þetta gengur auðvitað ekki.

Ég verð að byrja á því að þakka Akureyringum fyrir að taka svona vel á móti mér og fylla allar sýningarnar sem við buðum uppá af Alveg Brilljant Skilnaði. Það var hjartnæm kveðjustund þegar ég sagði skilið við aðalpersónu verksins, Ástríði Jónu Kjartansdóttur. Hún hefur fylgt mér síðan árið 2004 þegar ég last fyrst leikritið um þá konu og hennar skilnaðarvandamál - og féll gjörsamlega fyrir því. Takk fyrir samveruna Ásta!!

Þá er komið að sjálfsaganum. Hér sit ég í henni Kaliforníu - í glampandi sól auðvitað - og skipti tíma mínu - afar ójafnt - á milli ritgerðarskrifa og handritavinnu. Drengurinn kláraði skólann í gær og nú ætlum við að hjálpast að við að búa til lærdóms/vinnu stundatöflu fyrir okkur bæði. Við ætlum að vera svakalega dugleg þangað til við komum heim þann 10.júlí. Þá alkomin heim. Við þökkum fyrir frábæran tíma hérna úti - það hefur margt drifið á daga okkar frá því að við fluttum inn í yndislega húsið hérna í La Jolla í september á síðasta ári. Nú er komið að kveðjustundinni hér líka.

Ný verkefni bíða okkar beggja næsta vetur. Drengurinn mun glíma við 10.bekk í Reykjavík og móðir hans tekur til við leiklistarstörf, námskeiða- og fyrirlestrarhald og áframhaldandi ritgerðaskrif.

Það er 17.júni í dag - allir í hátíðaskapi og nóg um að vera á Íslandi - hér er ekkert að gerast - ekkert Íslendingafélag hér í San Diego (allavega ekki svo ég viti!) svo skrúðgangan okkar Róberts er bara að skokka einn hring í stóra almenningsgarðinum bak við húsið okkar. Gleðilega hátíð Íslendingar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Gleðilega hátíð sömu leiðis

Svala Erlendsdóttir, 18.6.2008 kl. 14:29

2 Smámynd: Laufey B Waage

Það verður gott að fá þig aftur til að gleðja landann.

Til hamingju með daginn (19.júní). 

Laufey B Waage, 19.6.2008 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband