Skólamál

Ég er alveg miður mín yfir því úrræðaleysi sem ríkir í sumum skólastofnunum gagnvart þeim börnum sem þurfa sérstaka aðstoð. Börn sem greind hafa verið með Tourette, ADHD og fleiri sjúkdóma af sama meiði virðast í sumum skólum lenda í ruslakörfunni: "Pirrandi einstaklingar" og eina úrræðið kennara virðist vera að hringja í sífellu í foreldra og "klaga" börnin – eða reka þau heim!

Einn undurfagur og hjartagóður unglingur í fjölskyldunni minni er í nýjum skóla sem hefur eftirfarandi m.a. að leiðarljósi á heimasíðu sinni:

  • Að nemendum líði vel og að nám og starf sérhvers þeirra miðist við þarfir hans og getu sem og sterkar hliðar. Byggt verður á einstaklingsmiðuðum starfsháttum og samvinnu hvers konar.
     
  • Að skólinn sé fyrir alla nemendur skólahverfisins, án aðgreiningar, þar sem engum er ofaukið og allir velkomnir.
     
  • Að starf skólans grundvallist á því lífsviðhorfi að hverjum einstaklingi skuli búin námsskilyrði svo hann megi, á eigin forsendum, þroskast og dafna og útskrifast úr grunnskóla sem sjálfstæður, sterkur og ekki síst lífsglaður einstaklingur.

 Drengurinn í okkar fjölskyldu er sem sagt með greiningu – hann glímir við Tourette sjúkdóminn og einnig ADHD og við vitum öll hvað svoleiðis börn þurfa að ganga í gegn um. Þau upplifa mikinn innri óróleika, skort á einbeitingu og þjást yfirleitt af lélegri sjálfsmynd vegna þeirra skilaboða sem samfélagið sendir þeim í sífellu – þ.e. að þau séu ódæl og ósammvinnuþýð!

Móðir drengsins þarf að sitja undir því að kennararnir hans hringja – stundum á hverjum degi – til að „klaga“ barnið. Hann talaðu of hátt í einum tíma, krassaði á borð í öðrum tíma, kom of seint í einhverja kennslustundina o.s.frv. o.s.frv. Drengurinn er iðulega rekinn heim vegna þess að kennurunum finnst hann vera með truflandi hegðun!

Nýjustu skilaboðin frá skólastjóranum og aðstoðarskólastjóranum voru þau að drengurinn væri ekki velkominn í skólanum!!! (Aðstoðar skólastjórinn leyfði sér að öskra á foreldra barnsins á síðasta fundi þeirra! Hann á nefnilega við skapbresti að stríða .. það vita það allir og það bitnar á öllum börnunum í skólanum – en það fæst væntanlega enginn annar í þetta starf – eða hvað???). Skólayfirvöld í þessum skóla nenna ekki að glíma við börn með sjúkdóma .. eða GETA ekki(?).

 Drengnum er sem sagt ofaukið – hann er ekki velkominn og hann fær ekki tækifæri til að þroskast og dafna á eigin forsendum og það er svo sannarlega séð til þess í þessum skóla að hann er ekki lengur sjálfstæður, sterkur og lífsglaður einstaklingur – það er búið að drepa það niður í honum á síðustu tveimur árum!

Hvað á þetta að þýða?? Hafa þessir kennarar ekki kynnt sér hvernig bregðast skuli við – og umgangast þau hegðunarvandkvæði sem eru fylgifiskur slíkra sjúkdóma???

Flestir foreldrar barna sem líða fyrir fákunnáttu skólayfrivalda um þessi börn, eru búnir að viða að sér allskonar þekkingu varðandi hvernig best sé að höndla og byggja upp þessi vesalings fórnarlömb sjúkdómanna – og  skólakerfis sem er augljóslega meingallað.Til er nokkuð sem heitir PMT (Parent management training) þar sem farið er í gegn um það hvernig best sé að bregðast við börnum sem þjást af ofangreindum sjúkdómum. Afar merkileg lesning.                                                                                                                 Af hverju er ekki í öllum skólum eitthvað sem heitir TMT (teacher management training) sem allir kennarar eru skyldugir að kynna sér??

Ég tek það sérstaklega fram – því nú er kennarastéttin um það bil að móðgast heiftarlega út í mig – að í stétt kennara og skólastjóra er sem betur fer afar stór hópur hreinræktaðra englar, sem eru fullir af kærleika og hafa óvenju mikla færni í mannlegum samskiptum. Þetta er sannkallað hugsjónafólk sem bjargar sálarlífi fjölda barna, kynslóð eftir kynslóð! Ég er óendanlega þakklát fyrir þetta stórkostlega skólafólk. Það leggur á sig að vinna á skítalaunum, af tómri hugsjón vegna þess að þeim er raunverulega annt um börn – og mannkynið allt og vilja leggja sitt af mörkum til að bæta heiminn.

Vegna launastefnu yfirvalda er staðan nú þannig í stétt kennara að fjöldinn allur af óhæfum einstaklingum, sem ættu ekki undir nokkrum kringumstæðum að vera í námunda við viðkvæmar sálir, eru æviráðnir til kennslu og valda börnunum okkar  ómældum skaða, því  það fást hreinlega ekki nógu margir menntaðir kennarar með yfirburðahæfileika í að byggja upp fólk, til að starfa á þessum launum í skólum landsins.

Það á einungis að velja yfirburðarfólk til að starfa með  börnunum okkar í skólakerfinu og þeir aðilar eiga að vera á forsetalaunum!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

því miður eru of margir innan skólakerfisins sem kunna ekki að höndla "frávik"

Hólmdís Hjartardóttir, 11.5.2008 kl. 12:58

2 Smámynd: Tiger

  Já mín kæra, ef launin væru betri í kennarastéttinni - þá væru sennilega mun hæfari einstaklingar að starfa þar með börnin okkar. Gruna að margir súperhæfir kennarar myndu koma til starfans ef þeim væri launað betur það mikla starf sem kennarar yfirleitt standa í þegar um börn er að ræða.

Knús á þig kæra Edda mín og til hamingju með mæðradaginn! Vona að þú njótir hans vel skottið mitt..

Tiger, 11.5.2008 kl. 13:18

3 Smámynd: Anna Gísladóttir

Mikið er ég sammála þér.  Sjálf á ég 2 einhverfa drengi og hef sem betur fer ekki rekist á marga af þessari tegund innan kennarastéttarinnar.  Mínir drengir hafa verið s.l. 6 ár í sérdeild fyrir einhverfa og þar starfa einungis englar í mannsmynd.  Þessir englar eru reyndar bara á kennaralaunum en mér finnst þeir eiga forsetalaun alveg skilið  !

Anna Gísladóttir, 11.5.2008 kl. 21:05

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 12.5.2008 kl. 13:15

5 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Þetta er alveg skömm af þessu.Sumt fólk á bara ekki að vera stjórnunarstöðu,hvað þá að umgangast börn með sérþarfir þó að það eigi að heita uppeldismenntað.Það er ekki nóg að hafa próf eða gráðu,það þarf líka að hafa samúð og hlýju til að dreifa.

Agnes Ólöf Thorarensen, 12.5.2008 kl. 17:49

6 Smámynd: Helguráð

Það væri nú líka bara mikill munur ef kennaranemar í Kennaraháskólanum myndu læra um þroskafrávik ýmiskonar.  Ég heyrði það á  námskeiði um daginn að það er valáfangi í KHÍ um þroskafrávik og það eru aðallega þroskaþjálfaranemar sem sækja þann áfanga.   Er von að kennarar kunni ekki að meðhöndla þessa einstaklinga?  En það er jú FULLT af góðu fólki að vinna við skólana og eiga þeir mikið hrós skilið.

Helguráð, 13.5.2008 kl. 14:09

7 Smámynd: Berglind Berghreinsdóttir

  Frábær pistill hjá þér .....þú ert frábær penni..... mig langar að fá þig á vinalistann minn ..

       Bestu kveðjur.....

Berglind  

Berglind Berghreinsdóttir, 14.5.2008 kl. 10:50

8 Smámynd: María Guðmundsdóttir

thetta er til háborinnar skammar. hélt ad øll børn á islandi ættu ad sitja vid sama bord hvad vardar skólagøngu,theirra réttur á ad vera jafnsterkur burtséd frá hvada greiningu barn hefur. En allt of oft sér madur ad skólar ráda ekkert vid adstædur og geta ekki sinnt "frávikum" eins og skyldi. Vodalega leidist mér samt thetta ord .."frávik" ..en allavega..samdi thad ekki. En flottur pistill og tharfur 

María Guðmundsdóttir, 14.5.2008 kl. 19:36

9 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Hæ Edda.

Já þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég heyri í vinnu minni sem ADHD markþjálfi af svona viðbrögðum skólans varðandi barn með ADD/ADHD.  

Það er margt hægt að gera til að betrumbæta ástandið og mikilvægt að setja fókusinn á rétta staði. Þér er velkomið að bjalla í mig ef þú hefur e-h spurningar eða vilt ræða málin. kv Sigríður S:696-5343 

Sigríður Jónsdóttir, 16.5.2008 kl. 00:39

10 identicon

  Það á að vera tekin upp hjallastefna í öllum skólum þar sem að einstaklingnum er sinnt og hann fær að njóta sín og vera hann sjálfur. Öll börn eru einstök og hafa sína bresti bara misjafna. En þrátt fyrir þá eru þau öll jafn dásamleg og klár en þurfa mismikinn tíma. Sumir hafa ekki vitneskju kunnáttu til að vinna með börnum og oft ekki þolinmæði.  Börn með athyglisbrest  og tourette þurfa að fá tíma og frelsi og finna fyrir hlýju og jákvæðni í þeirra garð til að byggja þá upp sem sterkari einstaklinga bæði innan skólans sem og utan.

   Þannig er hjallastefnan, sem er svo úthugsuð og byggð upp á jákvæðni og  hlýju.

  Hef áhyggjur af mínum litla gaur. Sem hefði týnst og væri brotin lítil sál hefði hann ekki komist inn á hjallastefnuleikskóla. Hann fær að vera gaur en lærir líka að vera mjúkur með hinum gaurunum og bera virðingu. Og allt gert á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.  Er hrædd um að litli gaurinn með litla hjartað sitt eigi eftir að týnast í skólakerfinu ef að ekki verði gert neitt til að komast til móts við kennara. Þetta er jú réttur barnanna okkar. Að þeim líði vel í námi og skóla

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 01:55

11 identicon

Þetta er ekki í lagi - allir nemendur eiga að vera velkomnir í skólana!  Ég er nemi í leikskólafræðum við KHí og þar lærum við um þroskafrávik barna.  Þannig að það er ekki rétt sem kemur fram hér fyrir ofan að það séu einungis þroskaþjálfanemarnir sem læra um það.  Bara svo það sé á hreinu.

Árný (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 16:58

12 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Því miður hefur til þessa verið mjög lítil kennsla um ADHD í KHÍ og eru því fjölmargir kennarar sem hafa enga þekkingu á því hvernig á að bregðast við. Oft hef ég heyrt að það veltur allt á því hve áhugasamir kennararnir eru sjálfir að kynna sér málin.

Þó hefur ástandið farið batnandi en enþá er langt í land.

kv Sirry 

Sigríður Jónsdóttir, 17.5.2008 kl. 21:02

13 Smámynd: E.R Gunnlaugs

það er sorglegt að maður sé í sífellu að heyra af dæmum þar sem orkumiklir fjörkálfar eru sendir heim úr skólanum því að starfsfólkið er ekki starfi sínu vaxið...

E.R Gunnlaugs, 17.5.2008 kl. 22:12

14 Smámynd: Berglind Berghreinsdóttir

    Takk fyrir  greinina þína..... þÚ ert -að mínu mati   "hreinræktaður engill" þótt ekki sértu kennari....

     Svona greinar eru til þess að vekja fólk til umhugsunar og kveikja í fólki....

        Takk fyrir ....

        Berglind     berg65

Berglind Berghreinsdóttir, 18.5.2008 kl. 00:08

15 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Voðalega finnst mér ég heyra meira og meira um það að skólar vísi börnum frá vegna frávika sinna, kanski er fólk bara meira að ræða þetta heldur en áður.

En ég hélt að þetta mætti bara alls ekki, ss hélt að það mætti ekki neita barni um menntun... einhverntíma kom til greina að vísa mér úr skóla (er fjandanum kjaftforari) en eftir mikið vesen og mas og bras kom það upp að það mætti ekki og greyjin sátu uppi með mig og kjaftinn minn!

Mér finnst þetta ógeðsleg meðferð á barni (en auðvita hugsa yfirvöldin greinilega bara um rass#$% á sjálfum sér) og augljóslega ekkert verið að hugsa um hag barnsins. Geta ss allir skólar neitað að taka við barninu, og ef svo er, er þá skólaskylda á Íslandi?

Ylfa Lind Gylfadóttir, 18.5.2008 kl. 19:44

16 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég rakst á síðuna þína fyrir slysni, en þó vil ég blanda mér í málið.

Ég bý í litlu bæjarfélagi austan á landi, ég þekki ekki til þess að öskrað sé á nemendur nema að það séu "fullþroskaðir" einstaklingar sem ekki kunna að haga sér. Þeir sem eiga erfitt með að læra innan annarra, eða eru ekki sáttir með kennarann eða eiga annað vandamál að stríða eru í sérkennslu og vinna þar á sínum hraða með fínu starfsfólki sem gefur sér tíma til að skilja hlutina og gefast ekki upp eins einfaldlega og kennarar.

Skemmtilega vill til að ég var að rifja upp í einni færslunni um skólaferil minn í grunnskóla um hversu góðir eður vondir kennarar hafa fylgt mér og mínum bekk og samnemendum mínum.
Sjálf glímdi ég þó við minniháttar vandamál í byrjun skóla, lesblindu, sem er ekki fyrir mér í íslenskunni enda var hjálpað mér aðdáunarvert í gegnum hana. En erfiðara er að læra önnur tungumál og aðrar greinar sem mikið er að lesa og alltaf það sama, í dag væri það flokkað sem athyglisbrestur en ég held þó að það sé bara getusemi, hvort kennarar hafi þolinmæði að rifja allt upp með manni eður eigi.

Sjálfasagt á að vera að allskyns krakkar og ungt fólk eigi að fá kost á skólagöngu, hvað sem á gengur er illa gert að skipta þessum aldurshópum upp á milli. Allir eiga rétt á að læra það sama, hvort sá og hinn sami hafi ákveðinna til þess eða ekki.

En afsakið, ég ætla ekki að hafa þetta lengra, vildi bara enda á því með smá sleikjuskap, þó ég segi sjálf frá, þá finnst mér þú æðisleg leikkona!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 18.5.2008 kl. 19:49

17 identicon

Hjartanlega ósammála!Rakst inná síðuna fyrir tilviljun, enda áhugamaður um skólamál ekki síst þegar kemur að nemendum með svokallaðar sérþarfir. Þykist þekkja umræddan skóla af lýsingunni og held einmitt að þetta sé skólinn sem sonur minn (sem einnig hefur sínar sérþarfir) er nemandi í. Verð að segja að mín reynsla er einmitt allt önnur en hér er lýst. Sonur minn var í öðrum ágætis skóla fyrir ári síðan en eftir að hann skipti yfir í þennan hefur líðan hans og sjálfsmat tekið stórt stökk uppá við svo segja má að hann hafi öðlast nýtt og betra líf fyrir vikið. Að mínu áliti er þetta einmitt skóli þar sem vinnur stór hópur hreinræktaðra engla, sem eru fullir af kærleika og hafa óvenju mikla færni í mannlegum samskiptum. Hugsjónafólk og stórkostlegt skólafólk sem leggur virkilega mikið af mörkum til að bæta heiminn. Mig grunar að fjöldi annarra foreldra hafi sömu sögu að segja og ég undrast það hversu margir taka undir með þér því umræða af þessu tagi getur gefið ranga mynd af frábærum skóla og hann á það svo sannarlega ekki skilið. Óska ykkur hins vegar alls góðs í því (samvinnu)verkefni að bæta líðan umrædds nemanda.Kærar kveðjurÓmar    

Ómar (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 22:43

18 Smámynd: Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir

Dásamlegt að einhverjir nemendur - í einhverjum skólum - skulu fá þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda. Synd að það skuli vera gert upp á milli nemenda sem þurfa á stuðningi að halda.

Það sem veldur mér mestum áhyggjum er að samtök foreldra barna sem eru að berjast við þessa sjúkdóma. hafa stórar áhyggjur af vaxandi úrræðaleysi og vankunnáttu þeirra sem annast eiga börnin okkar. Það er óhugnalega stór hópur  foreldra sem er niðurbrotinn eftir vonlausa baráttu í skólakerfinu.

Gott að eitt foreldri er ekki í þeim hópi - það afsakar samt ekki það sem hinir þurfa að ganga í gegn um!

Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir, 18.5.2008 kl. 23:15

19 identicon

Á einmitt dreng sem er að komast á gelgjualdurinn með sömu greiningar og þinn.  Mín reynsla er sú að það sé mjög mismunandi tekið á þessum málum eftir því hvaða umsjónarkennara eða aðalkennara barnið er hjá.  Minn hefur verið hjá þeim nokkrum og ég er óendanlega þakklát fyrir þann "nýjasta" sem virðist taka málið föstum tökum með dash af blíðu samt .  Vonandi ganga málin betur á næsta skólaári hjá ykkur. 

Soffía (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 15:13

20 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Ég þekki þetta af eigin raun, drengurinn minn er með athyglisbrest og lesblindur, og hefur aldrei fundið sig í skólanum, alltaf með vanlíðan og kvíða, þó voru nokkrir kennarar sem virtust vera að gera eins og þeir gátu, en hann passaði samt ekki inn í hópinn. Í 10 bekk var okkur bent á annan möguleika, Fjölgreinardeild Lækjarskóla í HF og Guð minn Góður, hvað lífið breyttist hjá mínum manni, þarna eru kennarar sem leggja ást og alúð í alla kennslu, og koma til móts við nemendur, vitandi um sérþarfir hvers og eins: Bara t:d í sögu þá var bara sett upp leikrit í hverjum tíma og æft beint upp úr bókinni, s:s ekki farið hefbundna kennsluaðferð, hvenar ætlum við að skilja að það er ekki hægt að ramma alla inn í sama pakkan. Og í lok annar fékk drengurinn minn verðlaun, fyrir frábæra námshæfileika og jákvæðni, hann horfði á mig og sagði: mamma þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ verðlaun í skóla. Ég vildi að hefði farið fyrr í þennan yndislega skóla! Takk Edda fyrir pistilinn!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 20.5.2008 kl. 12:16

21 identicon

Tjahhh.... þetta skildi þó ekki vera Hvaleyrarskóli.....

Berglind (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband