Draumalandið - það er skylda allra Íslendinga að sjá þessa mynd!!

Ég fór grátandi út af myndinni um Draumalandið.

Ég skammast mín fyrir að hafa látið ljúga mig fulla um nauðsyn þess að nýta "vistvæna" raforku. Ég skammast mín fyrir að hafa ekki fylgst betur með eyðileggingunni á landinu okkar. Ég skammast mín fyrir að hafa ekki hrópað á torgum með þeim sem sáu hvert stefndi. Ég skammast mín fyrir að hafa ekki kynnt mér málin betur.

Sérstaklega skammast ég mín þó fyrir nautheimska valdhafa sem hafa selt sál sína gráðugum glæpafyrirtækjum sem hafa það eitt að markmiði að skítnýta auðlindir okkar - og annarra vanþróaðra ríkja - og hrækja svo ónýtum afgöngum út í hafsauga!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Því miður ég fer í bíó mér til skemmtunar en ekki til að gráta.

Ragnar Gunnlaugsson, 16.4.2009 kl. 10:11

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tilfinningaklám og umhverfisfasismi eru orð sem lýsa þeim sem nota þau en hitta ekki okkur fyrir sem þeim er ætlað að hæða.

Kvikmyndin Draumalandið er minnismerki um þig Fannar og ykkur þrjá ásamt svo mörgum, mörgum öðrum sem aldrei hafa haft mannrænu til að andæfa þeim pólitísku ákvörðunum sem leiðtogar ykkar hafa tekið. Og þessi mynd er svolítið misheppnuð vegna þess að ykkur vantar inn í hana með fána og sleikipinna.

Og Edda. Ég hef oft tárast og oft gníst tönnum þegar griðungar græðgi og heimsku hafa ráðist á þetta land og þá staði sem geyma sögu okkar. Oft sára sögu og harmræna en jafnframt líka sögu manndóms og sigra. Og þetta hafa þeir gert með það yfirlýsta markmið að skapa hagvöxt! Markmið sem þeir sjálfir hafa misskilið og af ónefndri ástæðu er fyrirmunað að skilja. 

Ég er þar staddur í aldri að ég hef sjálfur fylgst með þessari þjóð á leiðinni til framfara. Við erum löngu komin á leiðarenda þar í flestum góðum skilningi.

Kvikmyndin Draumalandið er minnismerki - og óbrotgjarnt minnismerki. Því miður vantar þar marga Íslendinga í nærmynd.

Árni Gunnarsson, 16.4.2009 kl. 10:56

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Bókin Draumalandið er að sönnu þannig skrifuð að hún ýtir hressilega við manni. Ekki mundi ég kannski fara út á torg að hrópa, en manni ER ekki sama!

Flosi Kristjánsson, 16.4.2009 kl. 11:09

4 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Ekki hef ég nú sé þessa mynd,en eftir þessa sögu frá Eddu,þá verð ég að sjá hana fyrr getur maður ekki tjáð sig um efni hennar,en það eru nokkrir búnir að tjáð sig hér á þessari síðu um þessa mynd,öll hafa þau sömu sögu að segja,öll komu þau grátandi út,??svo hún hlítur að ganga mjög nær fólki,og þessi elskulega brandarakona og húmorist sem til er hjá okkur,eina að betri skemmtikröftum okkar já ég á við EDDU B.komi grátandi úr Bíó,segir manni nú mart,ég verð að sjá þessa mynd,til öryggis fer ég með heilan pakka af tusjúi,en ég er að vona að ég komi nú aðeins hressari út,en gleðigjafin minn Edda B.ef þetta er svona eins og hún lýsir þá líst mér ekki á blikuna,Já Edda mín,ég ætla á þessa mynd,takk fyrir að vekja athyggli á þessari mynd,ég dæmi hana eftir áhorf. 

Jóhannes Guðnason, 16.4.2009 kl. 11:43

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Draumalandið er góð mynd og vel gerð og hana ættu sem flestir að sjá. Það er virkilega frískandi að sjá verk sem þessa þar sem áróðurinn er ódulinn og allt séð frá einni hlið. Kostur hennar er einmitt sá að hún reynir ekki að villa á sér heimildir.

Sigurður Hreiðar, 16.4.2009 kl. 13:32

6 identicon

Draumalandi er umhverfisklámmynd gerð af fordekruðum borgardrengjum, auðmanninum; Sig. Gísla Pálmasyni, og athafnaskáldinu; Andra Snæ Magnasyni.

Þessir drengir þekkja það ekki hvað er að búa úti á landi þar sem takmarkaða og stopula vinnu er að fá.

Þeir ganga út frá því að fólk úti á landi sé heimskt af því að það vilja að framkvæmdir sé gerðar á þeirra landsfjórðungum svo það geti fengið fasta framtíðarvinnu. 

Boðskapurinn með myndinni er að fólk úti á landi eigi að þakka fyrir að eiga það sem þeir kalla óspillta náttúru.  Sjálfir búa þeir í einni spilltustu náttúru sem til er á Íslandi, Reykjavík, og virðast sáttir við það.  Reykjavík er ein ljótasta höfuðborg í heimi.  Þar eru engin græn svæði né fallegir almenningsgarðar, hvað þá fallegir gosbrunnar, og við sem höfum allt þetta vatn.

Þarna í myndinni er t.d. ekkert fjallað um sjávarútveg og mikilvægi hans fyrir landið.

Í myndinni er t.d. ekkert talað við fólk á Austurlandi, fyrir Kárahnjúka og Fjarðarál, og svo eftir, til að fá samanburðarafstöðu hjá íbúum Austurlands til álversframkvæmdanna þar. 

Af hverju er ekki talað við fólk þarna fyrir austan?Þetta er stórgalli á myndinni. Er hroki aðstandenda mundarinnar til fólks þar svona mikill?

Niðurstaða myndarinnar er sú, að landsbyggðin eigi að vera eitt allsherjar útivistarsvæði og þjóðgarður, sem fólk í 101 Reykjavík geti montað sig af á tyllidögum.  Þannig eigi að taka landsbyggðina í gíslingu og sjá til þess að engar framkvæmdir eigi sér þar stað í framtíðinni, hvað þá einhverjar framfarir sem færi fólki þar sömu lífsgæði og fólki á Höfuðborgarsvæðinu.

Helgi Þ. Arnlaugsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 19:17

7 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

..... og ég skammast mín fyrir fólk, sem hæðist af tilfinningu annarra.

Hertu upp hugann Edda mín, mest allt þitt líf hefur þú staðið í ströngu við að kæta og gleðja okkur landa þína, með óborganlegri fyndni.  Þú átt alveg inni að grátið sé með þér líka.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.4.2009 kl. 19:20

8 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég get alveg grátið með Eddu en ekki út af áróðursboðskap myndarinnar, heldur t.d. hvernig hreindýrin þrjú eru hundelt undir spreng af myndatökuflugvélinni í lokaatriði myndarinnar.

Það er verulega ljótt að sjá. Grátlegt.

Sigurður Hreiðar, 16.4.2009 kl. 22:33

9 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

"Náttúran er dásamlegur heilsubrunnur.  Enginn, sem þykir í einlægni vænt um náttúru og gróður, getur verið vondur við dýr og menn"  Lin Yutang

Gott hjá þér Sigurður Hreiðar,  á hverju máli eru margar hliðar, og það á alveg að vera hægt á sæmilega málefnalegan hátt að skiptast á skoðunum, án þess að hæðast af tilfinningum eða persónum.  Því eins og Edda segir það er dásamlegt að fólk sé ólíkt, við erum ekki öll eins.  Ef svo væri, væri lífið frekar óspennandi.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.4.2009 kl. 22:49

10 Smámynd: Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir

Vávávává hitamál!!!!

Ég hafði ekki hugmynd um að svona margir færu inn á bloggsíðuna mína!! Pleasant surprise!!

Tilfinningamál eru nauðsynleg til að kveikja í hugum og hjörtum

Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir, 17.4.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband