Björgum Íslandi!!

Ég las Fréttablaðið um helgina. Stjórnmálamenn svöruðu spurningum sem lagðar voru fyrir þá og þar kom fram að ef Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðismenn taka völdin (sem auðvitað er mjög ólíklegt þar sem flokkurinn er að eyðast upp!) þá verður Ísland rústir einar eftir örfá ár. Flokkurinn vill fylla landið af álverum og olíuhreinsunarstöðvum og gera þessa fallegu eyju að öskuhaugum!

Eini flokkurinn sem ég treysti til að vernda það mikilvægasta sem við eigum - náttúrufegurð okkar -  eru Vinstri Grænir. Ég hef tekið þá ákvörðun að kjósa þann flokk og berjast með þeim til síðasta blóðdropa fyrir hreinu fallegu landi því það er mikilvægasta auðlind okkar - miklu meira virði en nokkur störf í stuttan tíma. Ál hleðst upp um allan heim og hrynur í verði, olíuhreinsunarstöðvar eru mengandi viðbjóður hvar sem þær rísa og enginn vill hafa þær í nágrenni við sig.

Byggjum upp landbúnað, lífræna ræktun og ferðamannaiðnað Það er framtíðin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

verst að löggan geri alla lífræna ræktun uppiæka í augnablikinu og tollurinn hirðir ferðamennina með eitthvað misjafnt í skónum,en landbúnaðurinn gæti reddast,allavega gaf heilbrygðisráðherra hreindýrskálfinu LÍF um daginn...

zappa (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 03:40

2 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Þú ert enn langflottust og frábært að heyra að þú skulir ekki vera í vafa í baráttunni framundan. Æ fleiri sjá að VG er eini flokkurinn sem hægt er að terysta í umhverismálum.

Sigurður Sveinsson, 19.4.2009 kl. 08:19

3 Smámynd: Ásta

Já mikið hjartanlega er ég sammála þér! Þeir fá líka mitt atkæði.

Svo langar mig að segja þér eitt varðandi færslu hjá þér um tjáningu fólks eins og til dæmis lögfræðinga og fleiri þeir virðast fá litla kennslu í framkomu. Veistu að í námi á leikskólakennarabraut í Háskólanum eru aðeins 32 stundir til listgreina... þar á meðal er tjáningin og framkoman. þetta eru með öðrum orðum 32 kennslustundir eða samtals 21 og hálf klukkustund! Samtals í öllu náminu 3 ár held ég að það sé ennþá. Myndlist, tónlist, leikræn tjáning... að þessu búa nú leikskólakennararnir!

Takk fyrir skemmtilegt blogg og áfram vinstri grænir!

Ásta, 19.4.2009 kl. 08:43

4 Smámynd: Aðalsteinn Tryggvason

Ég er þér svo innilega sammála.

Aðalsteinn Tryggvason, 19.4.2009 kl. 11:32

5 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Gott að heyra.

Lifi fjalldrapinn!

Ásgeir Rúnar Helgason, 19.4.2009 kl. 18:49

6 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Gott að heyra að fleiri hafa séð "ljósið" og eru að spá í alvöru Íslandi eftir kosningar. Vinstri-Grænir eru að bjóða upp á einu heildstæðu stefnuna í sinni pólitík sem hefur yfirskriftina: "Mér þykir vænt um Ísland - Íslandi og Íslendingum allt!"

Let's vote green!

Baldur Gautur Baldursson, 22.4.2009 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband