26.6.2008 | 00:56
Auglýsingar - fegurð
Það er afskaplega fróðlegt að lesa blaðaauglýsingarnar í fríblöðunum hérna í Kaliforníu. Flestar þeirra benda á sérfræðinga sem sjá til þess að maður fái beinni, hvítari og fallegri tennur - eða nýtt þykkt og fallegt hár - og restin af auglýsingunum benda á töframenn sem fremja skurðaðgerðir sem gera mann a.m.k. tuttugu árum yngri en maður raunverulega er ... þ.e.a.s. ef kennitalan er manni óhagstæð, eins og ein vinkona mín sagði.
Myndirnar sem fylgja með þessum auglýsingum er af svo ótrúlega fallegu fólki að manni er skapi næst að rífa síðurnar út - bruna til sérfræðinganna og garga: "Ég vil verða alveg eins og þessi!!!"
Þið sem eruð með óþægilegar kennitölur ættuð að drífa ykkur hingað út og splæsa á ykkur splúnkunýjum tönnum, þykku glansandi hári og hrukkulausri húð - "slá margar flugur í sama höfuðið" eins og einn kennarinn minn sagði einhverju sinni!
Hér er fegurðin hræbilleg - þið eigið það skilið að "spæsa" ykkur svolítið upp!
Athugasemdir
Ætli fólk sé ekki að verða búið að fá nóg af því að allir eigi að vera eins. Miklu betra að hafa sín séreinkenni og stíl. Mætti vera enn meira um sjálfstyrkingu í skólunum svo krakkarnir séu ánægðari með sig eins og þau eru því við erum jú hvert og eitt okkar alveg einstakt.
Sólveig Klara Káradóttir, 27.6.2008 kl. 02:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.