Færsluflokkur: Bloggar
18.11.2007 | 17:05
Tíminn flýgur
Mér finnst ég rétt nýkomin hingað til Kaliforníu - var að setjast niður til að skrifa ritgerðina mína - svo eru allt í einu komin jól!!!!! Þetta er aldeilis ótrúlegt. Sérstaklega þar sem allir í kring um mig eru á stuttbuxunum að versla jólagjafir.
Ég veit um B&B gistingu hér í þessu dásamlega hverfi - La Jolla, San Diego ef þið viljið prófa að sleikja sólina í dásamlegu umhverfi eftir áramót (án þess að borga rándýrt hótel).
Ég get ekki sagt að ég hlakki beinlínis til að koma heim í íslenska janúarveðráttu - en það er samt eitthvað "dramatískt" við veturinn heima.
Þakkargjörðarhátíðin er í næstu viku og Íslendingarnir á svæðinu ætla að hittast og borða saman kalkún (lífrænan!) og meðlæti. Mitt framlag er meðlæti sem ég er sérfræðingur í að búa til: sætar kartöflur skornar í bita, baðaðar í þykkri hvítlauksolíu og steiktar í ofni - ótrúlega gott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.11.2007 | 19:38
Forréttindi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.11.2007 | 22:24
http://www.mercola.com/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.11.2007 | 20:06
Sjálfsagi
Makalaust hvað það verður aðkallandi að stinga í þvottavél, skreppa í búðina eða hringja í vinina ... tala nú ekki um að skoða bloggið eða senda tölvupóst ... einmitt þegar maður á að sitja eins og klessa og skrifa ritgerð! Er þetta það sem kallað er skortur á sjálfsaga??
Ég spurði rithöfundinn í fjölskyldunni hvernig honum gengi að útiloka allan heiminn klukkustundum saman og vinna vinnuna sína ... hann horfði á mig eins og þvottabjörninn sem ég hitti í garðinum um daginn - dálítið þreytulegur og eins og ég væri ekki alveg með réttu ráði - og sagði svo með áhersluþunga "SJÁLFSAGI!" og hélt svo áfram að skrifa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.11.2007 | 21:19
Ritgerðin...
Þá er ég lent aftur í San Diego - og búið að slökkva í borginni!
Þá hefst vinnan við ritgerðina. Mér finnst það reyndar flokkast undir sumarfrí að vera bara í einu verkefni. Erum við ekki snarklikkuð Íslendingar? Ég náði að halda 14 námskeið og 6 fyrirlestra á 10 virkum dögum - og náði einni veislustjórn að auki, kvöldið áður en ég flaug út. Allir vinir mínir og ættingjar voru á svipuðum hlaupum - dæmigerð íslensk vinnuþrælkun! Ekki það að ég sé að kvarta, síður en svo, ég er svakalega þakklát fyrir að það skyldi allt ganga upp eins og áætlað var - þ.e. að fylla alla dagana heima af verkefnum - til þess var nú leikurinn gerður - ég hef bara smá áhyggjur af okkur spretthlaupurunum heima á Fróni - þ.e. sálarró okkar.
Það rifjaðist upp fyrir mér um daginn, þegar ég skrapp í heimsókn til yndislegrar ömmu dætra minna, sem liggur á sjúkrahúsi, að ég fékk hálfgert áfall þegar ég fór að rannsaka matinn sem sjúklingum er boðið uppá. Það er eldhús úti í bæ sem sér um sjúkrahúsfæði og ég hefði haldið að þeir matvælafræðingar hefðu að leiðarljósi boðskap Lýðheilsustöðvar - þ.e. 5 skammtar af ferskum ávöxtum og grænmeti daglega til að líkaminn fái þau næringarefni sem hann þarf. Þegar frænka mín lá á sjúkrahúsi sl. vetur var algengt að hádegis- og kvöldverðurinn væri unnin matvara (sem ég hélt að væri hreinlega búið að banna!) og ögn af soðnu grænmeti með einhverjum torkennilegum hveitisósum. Engir ferskir ávextir og ekkert ferskt grænmeti. Ég tek það fram að hún var ekki á neinu sérfæði sem útilokaði ávexti og grænmeti! Í kaffitímanum var henni gjarnan boðið uppá randalínur, rúllutertur eða eitthvað annað sætabrauð. Ég ráðlegg heilbrigðisyfirvöldum að rannsaka það fæði sem boðið er uppá í opinberum stofnunum og lesa líka allar þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á því hvað lélegt fæði getur orsakað alvarlega sjúkdóma.
Ég tók mig til og hafði uppá þessu eldhúsi sem útbýr matinn fyrir sjúkrastofnanir og bað um að fá upplýsingar um matseðil vikunnar og fékk afar hranalega afgreiðslu - vægast sagt. Ég var spurð að því hvað ég ætlaði eiginlega að gera við þessar upplýsingar og sagt að það þyrfti að fá leyfi yfirmanns til að láta matseðilinn í té - það væri ekki vaninn að láta Pétur og Pál fá þessi gögn!
Ég hugsaði með mér - skammast þau sín fyrir það sem þau eru að bjóða uppá? Sennilega - enda ekkert skrítið - það er erfitt að verja það að fæði fyrir alvarlega veikt fólk á stofnunum samanstandi af unnum kjötvörum og sætabrauði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.10.2007 | 21:17
Kuldi
Ég átti nú ekki von á þessu - snjór og frost! Hvað á þetta að þýða? Eins gott að ég er að fara aftur til San Diego - í hitann! Við erum orðin svo góðu vön hér á Íslandi. Ár eftir ár er auð jörð og hlýtt alveg fram að áramótum - þá kemur smá hret - og svo fer bara að vora fljótlega upp úr því!
Kvikmyndin Veðramót fær allar Eddurnar - engin spurning. Það er líka tími til kominn að Guðný Halldórsdóttir fái viðurkenningu fyrir allt það sem hún hefur afrekað í íslenskri kvikmyndagerð. Undarlegt hvað stelpunum er seint hampað í þessari listgrein - eins og öðrum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.10.2007 | 00:35
San Diego
Ég má ekki bregða mér í smá skrepp til Íslands þá gjósa upp óstöðvandi eldar þarna í San Diego!!!
Ég verð að segja að mér líður hálf ónotalega vitandi af unglingnum mínum og mömmu og hinu fólkinu mínu þarna úti núna. Mamma segir að himininn sé grár af ösku og hún þarf stanslaust að vera að sópa ösku af garðhúsgögnunum. Ég er búin að reyna að nota hugarorkuna til að senda íslensku rigninguna út til San Diego. Óska eftir liðsauka ... Einn, tveir og.... allir anda djúpt - loka augunum og ímynda sér rigningarskýin feykjast til Kaliforniu...
Takk fyrir hjálpina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2007 | 18:41
Húmor í stjórnun
Ég laumaðist til Íslands í gærmorgun og leið svolítið eins og Palla sem var einn í heiminum þangað til hann vaknaði eftir svakalega erfiða martröð. Enginn vissi af mér nema Garún fósturbarn mitt (sem sótti mig á flugvöllinn) og fjölskylda mín - og þeir fjölskyldumeðlimir sem ekki eru í útlöndum voru úti á landi svo síminn hringdi ekki - dauðaþögn. Enginn var í íbúðinni sem ég fékk að gista í og ég var einhvernvegin of uppburðalítið til að leggjast á tólið og hringja í vini mína. Svolítið sérkennileg lífsreynsla fyrir manneskju sem þarf nánast að ráða einstakling í fullt starf við að svara öllum símtölunum og tölvubréfunum sem berast daglega - afar hollt samt að lenda inni í svona "dead zone" þar sem tíminn stendur í stað þó allir í þjóðfélaginu virðist vera á hraðferð - nema maður sjálfur.
Það liðu nú ekki margir klukkutímar þangað til ég var lögð af stað út úr bænum að elta uppi fjölskyldu mína. Borðaði með yndislegu fjölskyldu minni á Hellu og ætlaði svo að fara að hringja í alla hina þegar ég tók eftir að síminn var dauður - og ekkert hleðslutæki. Maður áttar sig á því á svona stundum hvað líf manns snýst í kring um tvö lítil tæki: tölvu og síma. Hvað værum við að gera í lífinu ef þetta tvennt væri tekið af okkur? (gefið ykkur góðan tíma til að íhuga þetta).
Nú taka við 10 daga hlaup á milli fyrirtækja og stofnana að halda fyrirlestra og námskeið - dvalalífið búið - og prufukeyrsla á fyrirlestrinum "Húmor í stjórnun" framundan. Ef þið viljið koma þá skuluð þið endilega skrá ykkur hjá honum Árna á : stjornandinn.is
Alltaf er nú Ísland besta land í heimi - það eru svo ótrúlega margir hér sem mér þykir innilega vænt um - og það er auðvitað það sem skiptir öllu máli. Landið þar sem ástvinir manns eru - er það ekki?
Ég ætla að hætta áður en ég fer að vatna músum - hlakka til að hitta ykkur næstu daga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2007 | 03:57
Er allt að verða vitlaust?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.10.2007 | 00:13
Er eitthvað að frétta?
Ég er fullkomlega einangruð hérna í ritgerðarvinnunni minni - veit ekkert hvað er að gerast heima. Fletti aldrei uppá neinum fréttasíðum og spyr fjölskyldu mína og vini eingöngu um veðrið (það geri ég auðvitað bara í kvikinsku - til að geta lýst fyrir þeim hitanum hérna og stuttbuxunum sem ég er alltaf í). Ég held að þetta sé ástæðan fyrir því að taugakerfi mitt er í svona góðu lagi. Það er sennilega bráðóhollt að hlusta, horfa á eða lesa of mikið af fréttum. Það er ákveðin fíkn að vera alltaf með alla fjölmiðla inni í lífi sínu og ég hef hreinlega upplifað fráhvarfseinkenni stundum við að hverfa burtu frá spennu daglega lífsins heima á Fróni. Þetta rólega líf hér í San Diego er ótrúlega notalegt .... allavega í bili.
Þið sendið mér kannski línu ef það gerist eitthvað sem ég VERÐ að vita...?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)