Færsluflokkur: Bloggar

Áramót

Ég óska ykkur öllum gleðilegra áramóta. Hér er veðrið dásamlegt - svolítið svalt í gærdag - fyrsti dagurinn sem ekki var hægt að vera á stuttermabol - góðar flíspeysur komu sér vel þegar stórfjölskyldan ók í Universal Studios (með navigator... galdratæki!). 

Þrátt fyrir yndislega dvöl hérna í San Diego verð ég að segja að ég hlakka svolítið til að koma heim í janúar og byrja að hendast á milli staða til að halda fyrirlestra og námskeið (leiklistarstörfin bíða fram á vor) - kem  svo aftur hingað út í mars til að leggja lokahönd á ritgerðina mína. 

Það er alveg sama hvar maður er í heiminum - tíminn líður alveg jafn hratt allsstaðar. Ég trúi varla að ég sé búin að vera hér Kaliforníu í fjóra mánuði. San Diego er ótrúlega falleg borg og íbúar virðast vera glaðir og í góðu jafnvægi (það finnur maður best í umferðinni - ákaflega góð umferðamenning hér, sama hvort maður er á "freeway" eða í úthverfum) allsstaðar mætir manni hlýlegt og einstaklega kurteislegt viðmót.

Gangið hægt um gleðinnar dyr um áramótin - við fjölskyldan verðum í Íslendinga-áramótagleði og erum að undirbúa aðalréttinn: Önd í pönnukökum - með Hoisin sósu (uppáhalds hátíðamaturinn okkar!)

Áskorun: EKKI RÍFAST UM ÁRAMÓTASKAUPIÐ FRAM Í FEBRÚAR!!!

Njótið augnabliksins og verið glöð.

Að lokum minni ég á söfnunarreikninginn frá því í síðasta bloggi. Vinir mínir Sigga og Jónas þurfa á hjálp okkar að halda núna. Guð geymi ykkur öll á nýju ári.

 


Samhjálp fyrir jólin - viljið þið vera með?

Kæru vinir

Nú þarf hún Sigga mín á Sólheimum á hjálp okkar að halda. Eða öllu heldur Sigga í Ölfusinu (hún er flutt í Lindarbæ á Selfossi). Hún er búin að vera mikið veik undanfarna mánuði - hefur háð hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm og er að berjast núna við að ná heilsu til að geta farið heim af sjúkrahúsinu -  til barnanna fjögurra sem bíða spennt eftir jólunum - og mömmu.

Sigga var mín hægri hönd í leikfélagi Sólheima og vann ötullega dag og nótt við að koma öllum leiksýningunum okkar á koppinn, Hárinu, Latabæ, Sögunni um Sesselju og Sumarkabarettunum okkar. Alltaf var Sigga mætt fyrst, hélt utan um leikhópinn, saumaði búninga, lagði hönd á plóg við leikmyndagerð og lék og söng eins og hún hefði aldrei gert annað. Ekki bara það - börnin hennar léku og sungu í öllu sem ég setti upp á Sólheimum - algjörir snillingar!Tökum höndum saman og styðjum við bakið á Siggu og Jónasi og börnunum – þökkum  almættinu fyrir okkar góðu heilsu og dásamlegu jól og sendum fallegar fyrirbænir til fjölskyldunnar í Lindarbæ. Sýnum hug okkar í verki og látum af hendi rakna til þeirra sem þurfa núna virkilega á aðstoð að halda

Fyrir alla góðhjartaða gesti síðunnar minnar:

banki:0171 05 64770

kt. 620780-0309


Jólin koma

Í tilefni af komu jólanna breytti ég myndinni sem skreytir bloggið mitt. Ég fann enga jólalegri en þessa: Tómatar í rökkri! Sleppur alveg held ég. Ég óska ykkur gleðilegrar aðventu elsku vinir og ættingjar á Íslandi - og hlýjar jólakveðjur til bloggfjölskyldu minnar. Litlu jólin verða á föstudaginn hér í San Diego. Þá hittast 36 Íslendingar og borða hangikjöt og fara í leiki. Svaka stuð. Ég finn að ég verð æ meira eins og lítið barn á jólunum. Eina sem ég sakna svolítið er þessi spennu tilfinning yfir því hvað leynist í pökkunum undir trénu. Sú eftirvænting hvarf fyrir áratugum síðan - það er að vísu önnur tilfinning komin í staðinn: eftirvæntingin þegar hinir taka upp pakkana frá mér! Ég fer alveg á límingunum ég er svo spennt að vita hvað fólkinu mínu finnst um það sem ég hef valið handa þeim. Hér í San Diego verður aðfangadagskvöld ósköp rólegt og notalegt. Lítil kjarnafjölskylda að taka upp temmilegt magn af jólapökkum. Vanalega hefur stórfjölskyldan safnast saman heima á Íslandi og tekið upp heilu gámana af gjöfum úr öllum áttum (við söknum þess svolítið - en þetta verður samt yndislegt hjá okkur litlu fjölskyldueiningunni). Það á bara eftir að finna eitthvað í Wholefoods sem minnir mest á hamborgarahrygginn gamla góða.

Phoenix Arizona og tilfinningar

Ég skrapp á námskeið í Phoenix Arizona og hef þar af leiðandi ekki ritað mikið á þessa bloggsíðu mína. Námskeiðið hét: Date with destiny og leiðbeinandinn heitir Anthony Robbins. Það er ótrúlegt að horfa á svona flinkan fyrirlesara. Burtséð frá öllu því fróðlega efni sem hann var að vinna með á þessu námskeiði,  var einstakt að fylgjast með  þeirri tækni sem hann beitir við að flytja fyrirlestra sína. Hann talar við 2.500 manna hóp (stundum 10.000 manns) og hver einasti áhorfandi upplifir þá tilfinningu að fyrirlesarinn sé að tala eingöngu við hann og engan annann. Það er næstum því jafn erfitt að skilgreina hæfileika framúrskarandi fyrirlesara og að skilgreina yfirburða leiklistarhæfileika. Tæknilega eru fjölmargir að gera nákvæmlega hárrétta hluti en þegar fyrirlesari nær að hrífa áhorfendur jafn áþreifanlega og þessi maður gerir - 16 klukkustundir á dag í 6 daga - þá er einhver óútskýranlegur galdur á ferðinni. Nákvæmlega eins og þegar maður horfir á góðan leikara á leiksviði. Gjarnan er  meirihluti leikara sem maður horfir á að gera allt "rétt" og ekki er hægt að finna að leik þeirra - en oftar en ekki  er aðeins einn á leiksviðinu sem gefur manni eitthvað sérstakt - framkvæmir einhvern galdur þannig að áhorfendur verða upprifnir og sveiflast stjórnlaust á milli tilfinninga – eru sem sagt algjörlega á valdi leikarans. Þetta fyrirbæri hefur ekkert með hæfileika eða tækni að gera - þetta er svokallaður leikhúsgaldur. Hann er óumdeilanlegur og óútskýranlegur - upplifun sem ekki er hægt að setja á prent. Tilfinningaleg reynsla sem ógjörningur er að lýsa með orðum. Góður fyrirlesari hefur þennan leikhúsgaldur.Eina sem ég hef fundið sameiginlegt með öllum þeim leikurum - og fyrirlesurum - sem hafa fyrirhafnarlaus hrifið mig úr raunveruleikanum og stýrt mér þangað sem þeir ætla sér - er að þeir taka mikla áhættu þegar kemur að því að gefa af eigin tilfinningum - blotta sig - myndu sumir segja. Það er eins og leikarinn/fyrirlesarinn sé að gefa mér sem áhorfanda, leynihólf í hjarta sínu sem utanaðkomandi aðilar hafi að öllu jöfnu engan aðgang að. Ég sit innan um mörghundruð (eða þúsundir) áhorfenda – en skynja einhvern fjársjóð sem mér einni er ætlaður.Nú er ég komin á hála braut – farin að reyna að útskýra það sem tæplega er hægt að útskýra í orðum og þar að auki farin að greina „performans“ út frá tilfinningum - ekki á fræðilegan hátt.Ég er reyndar komin á þá skoðun að heiminn skuli meta með hjartanu og að öll mannleg samskipti skuli fyrst og fremst skoða og skilgreina út frá tilfinningalífi einstaklinga. Ég er sannfærð um að aðeins með því móti sköpum við betri heim.

 


Getur gamanleikari orðið Borgarleikhússtjóri?

Vinkona mín sagði mér að það væri búið að auglýsa stöðu Borgarleikhússtjóra og bætti svo við:

„Ætlarðu nokkuð að sækja um þessa stöðu Edda..? Ég meina – viltu endilega að hundpirraðir menningarpostular níði niður af þér skóinn næstu vikurnar á opinberum vetvangi??“  Ég spurði: „Af hverju ættu þeir að gera það?“ Hún hnussaði „Góða best það verður bara gert lítið úr þér - í fyrsta lagi ertu kona – í öðru lagi ertu gamanleikkona(!) ...... og í þriðja lagi .... ja allavega ..... ég held að það sé alltof neikvætt andrúmsloft inni í þessum stofnunum til að þú þrífist þar“

Ég varð eiginlega dálítið hvumsa.

Það rifjaðist upp fyrir mér að ákaflega margir kollegar mínir hafa reyndar látið þau orð falla að fyrr myndu þeir detta dauðir niður en að sækjast eftir embætti leikhússtjóra - það væri ávísun á að láta afhausa sig í fjölmiðlum með reglulegu millibili - fyrir utan að leikhússtjórar misstu alla vini sem þeir hugsanlega ættu innan veggja leikhúsanna og enduðu með því að múra sig inni á skrifstofunum sínum!

Mér finnst eiginlega rannsóknarefni hvað margir hafa séð ástæðu til að vara við því að takast á hendur þetta starf.

Ég spyr ykkur Tinna, Gíó, Stefán, Þórhildur og fleiri sem hafa stjórnað leikhúsum á Íslandi: Er þetta mannskemmandi starf??

 Skyldi Rannveig Rist hafa fengið stöðugar viðvaranir áður en hún tók að sér stjórnun Álversins– eða Ásdís Halla áður en hún tók við sem forstjóri Byko?

Það hefur svo sem ekki farið fram hjá neinum að það er nokkurnvegin alveg sama hvað leikhússtjórar gera og hvaða ákvarðanir þeir taka, það er alltaf ákveðinn hópur sem gerir aðsúg að þessum stjórnendum  – einfaldlega vegna þess að það sem ræður ferðinni við val leikhússtjóra á listamönnum og leikverkum, er smekkur viðkomandi og það er ákaflega algengt að þessir listrænu stjórnendur séu svívirtir opinberlega fyrir að velja og hafna samkvæmt eigin smekk.  

Jón Viðar hefur t.d. ekki sama smekk og Gíó á því hvernig reka skuli leikhús og leyfir sér þ.a.l. að rífa opinberlega niður átta ára starf þessa ágæta leikhússtjóra. Mörgum FINNST Gíó hafa staðið sig frábærlega vel – Jóni Viðari FINNST eitthvað annað.  Rök þeirra sem eru ánægðir og þeirra sem eru óánægðir með störf (smekk) leikhússtjóra vega alveg jafnþungt. Ég hlýt að hafa rétt fyrir mér vegna þess að minn smekkur er hinn eini rétti fyrir mig.

Það nákvæmlega sama er uppi á teningnum þegar um er að ræða leikhúsgagnrýni. Gagnrýnendur hafa  einungis eigin smekk og skoðanir að styðjast við þegar þeir fjalla um leikverk þau sem eru  á fjölunum hverju sinni.  Almenningur áttar sig sjaldnast  á því ægivaldi sem þeir einstaklingar hafa , sem fá það vald að opinbera eigin listrænu skoðanir  í fjölmiðlum undir því yfirskini að vera stóridómur viðkomandi fjölmiðla.

   Það vegur jafnþungt  það sem mælir með  og það sem mælir gegn einhverri tiltekinni listrænni leið sem leikstjóri hefur ákveðið að velja við uppsetningu  leikverks.  Gagnrýnendur eru  oftar en ekki  að gera lítið úr viðkomandi listamönnum einfaldlega vegna þess að þeir hafa ekki sama smekk og þeir listamenn sem lenda í hakkavélinni hverju sinni (hér á Íslandi er því miður margt annað sem spilar inní  þegar um listgagnrýni er að ræða – t.d. persónuleg óvild gagnrýnenda  sem  gerir það að verkum að stundum eru heilu leiksýningarnar troðnar í svaðið  – og allir aðstandendur vita hvað um er að ræða - en almenningur hefur ekki hugmynd um hvað býr að baki)

Vinkona mín lauk samtalinu með því að segja  - uppörvandi „Annars skaltu ekki hafa neinar áhyggjur af því að þú fáir leikhússtjóra starfið – er ekki löngu búið að ráðstafa þessari stöðu...?“

Ég ætla að leyfa mér að sofa á þessari umsókn um starf Borgarleikhússtjóra næstu tvær nætur.

 Eftir að hafa eytt sl. tveimur árum í að stunda meistaranám í Stjórnun Mennta- og Menningarstofnana er ég allavega sannfærð um eitt:

 Það að stjórna fyrirtæki – hvort sem það er leikhús eða fjármálastofnun – byggist á því að vera þjónustuaðili allra þeirra sem að viðkomandi stofnun standa.

 Ef ég er tilbúin til að þjóna leikhúslistamönnum og tryggum leikhúsgestum Borgarleikhússins næstu fjögur árin þá sæki ég um leikhússtjóra stöðuna. Ef ekki – þá sleppi ég því.


Frábær grein!

Ég hrópaði húrra þegar ég las þessa grein í Fréttablaðinu. Dásamlegt að eiga systur í baráttunni. Ég hef aldrei þolað þessa lygi um að konur séu konum verstar. Þetta er jafnmikil bábilja og að segja að sjaldan ljúgi almannarómur. Hið rétta er: "Avallt lýgur almannarómur!" og "Konur eru konum bestar!"

Kíkið á þetta:

stuð milli stríða Heimskulegasti frasi landsins
sigrún ósk kristjánsdóttir þolir ekki alhæfingar um konur og karla
Það fer fátt meira í taugarnar á mér en frasinn "konur eru konum verstar".

Það fer fátt meira í taugarnar á mér en frasinn "konur eru konum verstar". Konur virðast ekki mega gera á hlut annarra kvenna án þess að hinn og þessi keppist við að halda þessu fram. Ég bíð alltaf eftir því að þetta æði renni yfir en það virðist ætla að verða löng bið.

Um daginn fékk einhver erlend fegurðardrottning piparúða í andlitið og kjólunum hennar var stolið. Bingó! "Konur eru konum verstar," skrifaði einhver sem fann sig knúinn til að blogga um fréttina. Þar áður voru knattspyrnukonur sagðar hafa tekið sig saman og kosið einn leikmann fram yfir annan. Virtur þjálfari kom í viðtal og lýsti því yfir að "konur væru konum verstar".

Ég verð síðust til þess að halda því fram að konur séu alltaf til fyrirmyndar í samskiptum sín á milli. Ofangreind dæmi sanna annað. Hins vegar heyrði ég engan segja að karlar væru körlum verstir þegar Björn Ingi sagði skilið við Vilhjálm & co. Júdas sveik Jesú en enginn hefur séð ástæðu til þess að klína því á hann að hafa verið vondur við allt sitt kyn. Börn bíta hvert annað og skilja útundan. Samt hrista fóstrurnar ekki hausinn og tauta: "Ussu, sussu. Börn eru börnum verst." Enginn segir heldur neitt í þessa átt eftir slagsmál í miðbænum þar sem karlmenn ganga í skrokk hver á öðrum helgi eftir helgi. Öðru máli gildir í þeim örfáu tilfellum sem konur ráðast hver á aðra. Þá er alltaf einhver tilbúinn til að halda því fram að 50 prósent mannkyns geri sér far um að vera andstyggileg innbyrðis.

Tilgangurinn með þessum orðum er ekki að halda því fram að það séu eftir allt saman karlar sem eru hverjir öðrum verstir. Eða að konur séu körlum verstar, að karlar séu konum verstir eða eitthvað þaðan af heimskulegra. Mér þætti bara vænt um að fólk sparaði alhæfingarnar og hlífði mér og mínu kyni við að vera sett í sama flokk og þær sem klína naglalakki í augun hver á annarri, stela kjólum og skilja útundan í fótboltaleik.

Húrra fyrir Sigrúnu Ósk!


Jólin

Allt í einu eru jólin mætt hér í San Diego. Skreytingar og jólatónlist allsstaðar. Einu sinni hélt ég að það væri ekki hægt að upplifa raunverulega jólastemmningu nema í kulda og snjó - en hér er hlýtt á daginn og sólin skín og við erum samt komin í jólaskap. Eina sem vantar er fjölskyldan. Ég vildi gjarnan að öll börnin mín og þeirra fjölskyldur væru hérna hjá okkur. Nokkrir fjölskyldumeðlimir eru að vísu væntanlegir - dásamlegt!

Ég hef aldrei heyrt jafn mikið af bráðskemmtilegum jólalögum eins og hérna úti. Ótrúlega fjölbreyttar útsetningar. Unglingurinn varð allt í einu meyr og vildi endilega fá send íslensk jólalög  - það er í vinnslu. Ég hugsa hlýlega til ykkar allra á Fróni og vona að þið slakið á og njótið þess að undirbúa jólahátíðina.

Öndunaræfing: Dragið djúpt andann (alveg niðrí neðri maga) á meðan þið teljið upp að fjórum - haldið andanum í ykkur á meðan þið teljið upp að sjö - andið rólega út á meðan þið teljið upp að átta. Endurtakið fjórum til sex sinnum.


Einhverfa - farsímar

Grein frá dr. Mercola - afar forvitnileg

 

How Cell Phones May Cause Autism

Rates of autism, a disabling neurodevelopmental disorder, have increased nearly 60-fold since the late 1970s, with the most significant increases occurring in the past decade.

The cause of autism is unknown, although theories include such potential causes as:

     

  • Genetic predisposition

     

     

  • Inability to clear heavy metals

     

     

  • Increased vulnerability to oxidative stress

     

     

  • Environmental exposures including mercury preservatives in vaccines

     

     

  • Trans-generational accumulation of toxic heavy metals
Now a groundbreaking new theory has been suggested by a study published in the Journal of the Australasian College of Nutritional & Environmental Medicine: electromagnetic radiation (EMR) from cell phones, cell towers, Wi-Fi devices and other similar wireless technologies as an accelerating factor in autism.

EMR May be the Missing Link

The study, which involved over five years of research on children with autism and other membrane sensitivity disorders, found that EMR negatively affects cell membranes, and allows heavy metal toxins, which are associated with autism, to build up in your body.

Meanwhile, the researchers pointed out that autism rates have increased concurrently along with the proliferation of cell phones and wireless use.

EMR, the researchers say, could impact autism by facilitating early onset of symptoms or by trapping heavy metals inside of nerve cells, which could accelerate the onset of symptoms of heavy metal toxicity and hinder therapeutic clearance of the toxins .

Speaking in reference to the huge rise in autism rates, Dr. George Carlo, the study’s co-author, said, “A rise of this magnitude must have a major environmental cause. Our data offer a reasonable mechanistic explanation for a connection between autism and wireless technology.”  

They also suggest that EMR from wireless devices works in conjunction with environmental and genetic factors to cause autism.

Primary researcher for this article is Tamara Mariea. Her clinic is called Internal Balance™ Inc.(www.internalbalance.com) and is a state-of-the-art Detoxification Clinic located in the Nashville, TN area.  Her objective is to provide high quality and current up-to-date information on the hottest topics in the natural health industry including sound advice on how to implement a personal wellness and detoxification program that works.

 

One of the most successful programs offered at Internal Balance is the unique strategies implemented for autistic children.  In working backward through the autistic child’s life, making changes to their environment, diet and implementing State-of-the-Art detoxification strategies, the Internal Balance team has witnessed numerous changes and improvements in the lives and families of these children.  In a few cases, they have witnessed miracles that have changed lives forever, including Mariea’s team. 

Parents consistently report back that during and after the detoxification process and most importantly after making modifications to their home, they see huge changes in their children’s developmental progress and a decrease in the children’s general sensory discomfort.

Although Mariea believes that autism is a complicated condition that must have several factors at play for a child to fall to this diagnosis, she does believe that the three largest factors at play are

     

  • Genetically determined detoxification capacity

     

     

  • Early insult to immune system via contaminated vaccines and

     

     

  • Being born with high levels of toxic burden and into a technologically advanced society riddled with ever increasing levels of radiation


10 daga hreinsun - allt lífrænt!

Ef þið viljið virkilega láta á það reyna hvort sjúkdómar ykkar (liðverkir, ofnæmi, húðvandamál, meltingarkvillar, höfuðverkir, slappleiki etc.) stafa eingöngu af eiturefnum sem  leyfð(!) eru í matvælum - þá skuluð þið prófa galdrakúrinn sem hefur "læknað" ótrúlegustu sjúkdóma. Þetta er ákaflega einfaldur kúr: Ávextir, grænmeti, hnetur og fræ - og mikið af vatni.

EINGÖNGU lífrænir ávextir og grænmeti!!

Ávextina borðar maður fram að hádegi og grænmetið eftir hádegi. Það er mjög líklegt að þið missið einhver kíló þessa daga og þeir sem ekki mega við því að léttast verða að vera duglegir að borða sætar kartöflur, banana, hnetur, döðlur, fíkjur o.fl.

Svona fer ég að: Á morgnana fæ ég mér melónubita (eftir að hafa svolgrað í mig a.m.k. stóru glasi af sítrónuvatni) til að ýta hreinsuninni reglulega vel af stað, svo útbý ég "Smoothie" úr öllum þeim ávöxtum sem ég finn í ísskápnum, brytja þá út í hrísmjólk eða möndlumjólk (eða eitthvað annað fljótandi úr heilsubúðunum - EKKI nota mjólkurvörur!) að auki bæti ég við lífrænum ávaxtasafa og fínmöluð hörfræ gera drykkinn að fullkomnum morgungaldri. Fram eftir morgni narta ég í epli, perur eða ber ef ég þarf á einhverri fyllingu að halda

Í hádeginu útbý ég salat og munið: BORÐIÐ REGNBOGANN! Það þýðir - hafið grænmetið í öllum litum - þá getið þið verið viss um að þið eruð að fá öll vítamín og steinefni sem þið þurfið að fá. Ef þið bætið grjónum og baunum við grænmetið eruð þið í mjög góðum málum. Ekki gleyma að borða söl.

Vatn er lífsnauðsynlegt - og fyrir konu eins og mig ( í meðal þyngd) er mikilvægt að drekka 2 lítra - 2 1/2 á dag. Meira magn fyrir þá sem eru þyngri. Ég er alltaf með könnu með sítrónuvatni á náttborðinu mínu því eitt glas af þeim töfrasafa á morgnana er kraftaverka hreinsilyf! Drekkið svo vatnið í smáskömmtum yfir daginn - ekki svolgra lítrana tvo í einu!

Þeir sem hafa prófað þennan kúr vilja yfirleitt ekki hætta því þeir finna svo mikinn mun á orku og vellíðan - ég tek mjög oft einn til tvo mánuði í þetta hreinsunarfæði því ég nenni ekki að burðast með stirðleika og liðverki - barnung konan!

Ekki láta ykkur bregða þó að þið fáið fráhvarfseinkenni fyrstu dagana - það er mjög algengt að fólk fái höfuðverk og allskonar þreytueinkenni á meðan mestu eiturefnin eru að fara út líkamanum. Eftir smá tíma eruð þið komin í ólýsanlega gott form.

Ef þið viljið fullkomna heilsukúrinn þá skuluð þið fá ykkur "Udo´s oil" tvisvar á dag og hveitigras-safa þrisvar í viku!

Í einu "skoti" af hveitigras-vökva er u.þ.b. 97% af öllum þeim steinefnum sem líkaminn þarf á að halda. Í heilsubúðunum fáið þið alla þá aðstoð sem þið þurfið við að velja réttu vörurnar.

Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu. Hikið ekki við að hafa samband ef þið eruð með einhverjar spurningar.

p.s. Ef ykkur leiðist hroðalega að vera á þessum heilsukúr - fáið fleiri með ykkur. Það er mikill stuðningur í að vera nokkur saman - allavega til að byrja með - á meðan að fráhverfseinkennin eru að ganga yfir.

Heilsufríkin lifi!!!


Sætar kartöflur

Ég fyllist alltaf stolti þegar ég fæ tækifæri til að gauka mataruppskriftum að fólki (ég var nefnilega afleitur kokkur til margra ára en er búin að koma mér upp örfáum fjöðrum í kokkahúfuna mína).

Sætar kartöflur í ofni er mitt "specialité" - og svona fer ég að:

Ég kaupi nokkrar sætar kartöflur (Róbert sonur segir reyndar að þær séu frekar ófríðan, hehe) - sker þær í bita - stundum í þykkar sneiðar og stundum í litla bita - og ef það er mjög fínt boð set ég líka nokkrar venjulegar kartöflur með og nokkur stykki rósakál. Því næst tek ég olíu sem má hitna (kaupið þær endilega í heilsubúðunum) eða kókósfeiti (þá þarf að bræða hana eða mýkja vel í potti) - krem mikið af hvítlauksbátum og blanda saman við feitina og helli yfir kartöflurnar (og grænmetið)  hita allt í ofni þangað til það er orðið fallega gyllt á litinn. Þegar rétturinn er tilbúinn tek ég hann út úr ofninum og helli alvöru ólívuolíu (með svakalega miklu hvítlauksmauki útí) yfir réttinn og "dryssa" svo ristuðum sesamfræjum og rifnum parmesan osti yfir: SÆLGÆTI!!  Ef einhverjir eru viðkvæmir fyrir ostinum má hafa hann sér og þeir sem vilja bragðbæta réttinn að vild.

Verði ykkur að góðu!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband