Ál mengun, einu sinni enn!

 Erum við Hafnfirðingar enn einu sinni lent í miðjum Hafnarfjarðarbrandara???

Í Fréttablaðinu sl. föstudag mátti m.a. lesa eftirfarandi:

"Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar lögðu til í vikunni að bæjaryfirvöld tækju upp formlegar viðræður við álverið í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir að álverið hafi lýst yfir að það sé tilbúið til að fara í stækkun eins og í fyrra verði deiliskipulagið samþykkt. "Þeir standa við þetta og vilja fara út í það," segir hún."

Má ég minna á að Hafnfirðingar hafa tekið ákvörðun um að þeir vilja ekki meiri mengun af völdum Álversins í Straumsvík sem auk þess að eitra umhverfið leggur undir sig nú þegar stóran hluta þess byggingasvæðis sem Hafnfirðingar eiga völ á.

Við látum ekki stjórnast af ofsahræðslu vegna efnahagsvandans - sem meðal annars hefur skapast af ofþenslu vegna virkjana og stóriðju.

Ég hvet alla til að lesa grein í Fréttablaðinu sem Andri Snær Magnason skrifaði sl. laugardag og í henni má m.a. lesa þetta:

"Þjóðin trúir því að töfraorðið ÚTFLUTNINGSTEKJUR séu gjaldeyrir sem endar í vasa þjóðarinnar. Fréttir um útflutningstekjur og gjaldeyristekjur hafa ítrekað verið beinlínis rangar og skaðlegar. Á súluriti í Morgunblaðinu 11. okt. virðist áliðnaður mikilvægari en fiskiðnaður og mun stærri en ferðamennska. En framsetningin er nákvæmlega eins og hagsmunaaðilar vilja koma þeim í fjölmiðla. Þegar Alcoa Fjarðarál segist flytja út fyrir 70 milljarða á ári þá halda flestir Íslendingar  að þetta sé peningur sem kemur til Íslands. Blöðin birta tölurnar gagnrýnislaust en hvar eru peningarnir? Rangfærslur um útflutningstekjur Tekjur sem verða eftir í landinu eru laun starfsmanna, skattar og greiðsla fyrir orku. Fyrirtækið ererlent og flytur allan hagnað úr landi. Ef meðallaun eru 5 milljónir er launakostnaður Alcoa um 2 milljarðar á ári. Innlend aðföng eru um milljarður til viðbótar. Alcoa greiðir c.a 6-8 milljarða fyrir orku en öll súupphæð fer beint úr landi til að greiða skuldir Landsvirkjunar næstu 40 árin. Hún kemur því ekki inn í hagkerfið til að greiða fyrir námslánum, neyslu, lyfjum eða olíu. Álfyrirtækin greiddu aðeins 1.5 milljarða í skatt á Íslandi árið 2007 en Alcoa greiðir aðeins 5% skatt af arði. Því má við bæta að Alcoa fékk 2.6 milljarða króna eða 3% af stofnkostnaði í styrk frá íslenska ríkinu vegna byggingar verksmiðjunnar á Reyðarfirði - rúmlega árslaun allra starfsmanna. Raunveruleg áhrif Alcoa eru því á bilinu 4 til 5 milljarðar en ekki 70 milljarðar eins og fyrirtækið heldur fram þegar það státar sig af útflutningstekjum. Mismunurinn - 65 milljarðar fara ALLIR framhjá landinu. Þeir koma okkur ekki við frekar en flugvélar sem fljúga gegnum flugstjórnarsvæðið. Það er ósiðlegt að reyna að telja þjóð trú um að hún lifi eða geti lifað áfyrirtæki sem skilar jafn litlu í þjóðarbúið. " 

Seinna í greininni segir Andri Snær:  

"Af heildarneyslu ferðamanna innanlands árið 2006 námu kaup á flugþjónustu um 50 milljörðum króna segir Hagstofan. Kaup ferðamanna á gisti- og veitingaþjónustu voru um 26 milljarðar króna og skiptist hún nánast til helminga milli þessara tveggja atvinnugreina. Nánast öll sú upphæð verður eftir í landinu. Áliðnaðurinn greiddi 5,6 milljarða í laun sama ár. Það þýðir að kaffi og veitingahús um allt land skiluðu 4 sinnum meiri tekjum heldur en álver Alcoa – talandi um kaffihúsalýð – þá eru kaffi- og veitingahúsin ein helsta gjaldeyrislind þjóðarinnar á eftir fiskinum. Kárahnjúkavirkjun og Hellisheiðarvirkjun skila litlum sem ENGUM gjaldeyristekjum vegna þess að tekjurnar fara allar beint úr landi til lánardrottna"

Skilaboð okkar sem látum ekki ljúga að okkur Ál - gróðatölum eru þessi kæri Lúðvík bæjastrjóri og bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir: Ef þið viljið meiri tekjur í bæjarsjóð opnið þá fleiri kaffihús!!!  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sjá líka færslu hjá mér um málið, ákvað að greina eins ítarlega og ég gæti út frá tölum Hagstofunnar hverjar væru raunverulegu tekjurnar. ´

Afar áhugavert að sjá að álið er ekki einu sinni hálfdrættingur á við Sjávarútveginn og langt undir tekjum af ferðaþjónustu líka.

Sjá á http://baldvinj.blog.is

Gaman að sjá þig Edda taka þátt í umræðunni hérna :)

Baldvin Jónsson, 21.10.2008 kl. 08:45

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Edda ert þú ekki bara að grína í mér??

Fleiri kaffihús. OMG.

Er þetta partur af Programmet?

Hverjir eiga að kaupa Kaffi hjá þeim smörrebrödsdömum, sem þar verða ráðnar uppá hlut??

ATvinnulausir Gaflarar, sem koma til með að híma undir göflunum?

Hurnig er u útflutningstekjur reiknaðar af þessu kaffiþambi?  H, hvernig í ósköpunum?

Betra væri, að þú settir upp Selááá meðferðarheimili í Hanfafirði, fyrir fyrrum verðbréfagutta.

Þeir gætu streymt hingað í Programmet.

Annars er ég pottþéttur á, að þú og Helga frænka, (Blómálfur) gætuð meðfarið helling af brotnum verðbréfamógúlum erlendum og fengið greitt úr hjálpræðisherjasjóðum allra landa sem þeir kæmu frá. 

Fengir aðstoð Vísnavina og viðeigandi Lækna, svo sem Saxa, er ég viss um, að ofnæmissjúklingar og fl, sem nú eru að detta niður framan við skjái sína.

ÞAR ERU valútu mið.

Með kærri þökk fyrir andlega hressingu í gengum tíðina í allmörgum gerfum.

Miðbæjaríhaldið (Rvík 101)

Bjarni Kjartansson, 21.10.2008 kl. 12:06

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Bjarni: Sammála þér eins og svo oft, þótt við séum á öndverðum meiði í ESB umræðunni!

Sjálfstæðismenn í Firðinum voru of bráðlátir að koma með þetta fram. Það á að bíða þar til þetta 10-15.000 manns eru orðin atvinnulaus og fólk áttar sig virkilega á hvað 8.000 milljarða skuldbinding þýðir.

Allar þessar tölur Andra Snæs voru hraktar af snilld í Fréttablaðinu í morgun af Jóhannesi Geir Sigurgeirssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Landsvirkjunar.

Hversvegna gapir fólk svona rosalega yfir vitleysunni í honum Andra Snæ og henni Björk?

Allur heimurinn er að reyna að skapa atvinnutækifæri í löndum sínum til að skapa áþreifanleg verðmæti og vinnu fyrir fólkið á meðan stór hluti íslensku þjóðarinnar berst á móti allri atvinnuuppbyggingu!

Við erum stundum svo gjörsamlega veruleikafirrt. Þetta er í raun sama veruleikafirring og hrjáði útrásarvíkingana.

Kári í Íslenskri erfðagreiningu ætti að reyna að finna þetta "veruleikafirringargen"!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.10.2008 kl. 12:27

4 identicon

Ohh ég er svo pirruð yfir þessu og núna liggja undirskriftalistar á bensínstöðvum í Hafnafirði eins og  verið sé að kjósa hvort selja eigi kók eða pepsí á bensínstöðvunum.....mjög faglegt eða þannig. Ég las það líka að ef 25% samþykkja stækkunina þá verður af henni. Hversu sanngjarnt er það? Þá verðum við fjölskyldan að fara að flytja úr Hafnafirðinum það er alveg á hreinu.

Begga tengdadóttir (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 12:42

5 identicon

Hvernig geta fréttamenn borið þessar upplýsingar þannig fram.  Þessi framsetning hefur verið að hringja bjöllum hjá mér upp á síðkastið, hvernig dettur mönnum í hug að setja álútflutning til jafns við gjaldeyristekjur???  Þetta hefur ekki bara verið gert í tengslum við stækkun álvers í Straumsvík.

Fréttastöfur landsins ættu að skammast sín og taka þetta mál upp á upplýstum forsendum.

Þórhallur Árnason (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 12:45

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta er lágkúrleg tilraun Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Hf. - Til þess eins gerð að afvegaleiða umræðu um hversvegna þeir sem komu Íslensku þjóðinni í þessi vandræði sem nú blasa við,  axli ekki ábyrgð á sínum gjörðum, og taki á sig skakkaföllin, -  og skili til baka því sem þeir hafa stolið frá þjóðinni, með hjálp fyrrum ráðamanna, og komið fyrir í útlöndum.

Þetta er hin svokallaða "smjörklípuaðferð" Davíðs Oddssonar og hans fylgifiska. 

Því hvet ég þig Edda til að halda áfram þinni góðu vinnu með þau málefni sem þú hefur sett fram á þinn skörulega hátt,  - Um hvernig hægt er að koma að uppbyggingu,  og frelsun lands okkar og þjóðar úr hrömmum þessara varúlfa, sem haldið hafa okkur í heljargreipum hátt í 20 ár.

Ósk mín er sú að hugmyndir þínar fái að blómstra, því þannig munu þær leiða land og þjóð til farsældar um framtíð alla.

Bjarta framtíð !

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 21.10.2008 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband