Hvað er að Bolvíkingar????

Mér sýnist velunnarar Bolungarvíkur séu um það bil að gefast upp á að stuðla að verðmætasköpun í Bolungarvík.

Hrólfur Vagnsson skrifaði grein í Fréttablaðið í síðustu viku og er augljóslega búinn að missa þolinmæðina gagnvart ráðamönnum þar á bæ.

Ef íbúar Bolungarvíkur ætla ekki að þiggja að erlent fjármagn upp á hundruðir milljóna, sem að sjálfsögðu mun lyfta grettistaki hvað varðar atvinnusköpun í þessum litla undurfagra bæ á Vestfjörðum, þá er eitthvað alvarlegt í gangi og dómgreindarskortur orðinn hættulegur.

Ég hef í langan tíma fylgst með deilum annarsvegar hugsjónamanna og hins vegar öfundarmanna í Bolungarvík, veit ýmislegt sem hugsjónafólkið er of tillistsamt til að upplýsa og nú detta mér hreinlega allar dauðar lýs úr höfði.

Til að koma endanlega í veg fyrir að umræddar lóðir fari undir sjóstanarveiði þá sem um ræðir, hafa bæjaryfirvöld ákveðið að lóðirnar verði ekki nýttar fyrr en árið 2010!!!!!!

Þeir sem nenna að kynna sér þetta mál ofan í kjölinn dylst ekki að hér er um hræðilega afbrýðissemi og öfund að ræða gagnvart hópi fólks sem hefur lagt á sig ómældar byrðar til að efla atvinnusköpun á þessum einstaka stað. Þessir aðilar hafa alla tíð verið gleðisprengjur og atorkubombur Bolungarvíkur og guð hjálpi þessu plássi ef þetta fólk gefast hreinlega upp og flytur alla sína  mannbætandi orku eitthvð annað.

Hvar er hinn almenni Bolvíkingur?? Ætlið þið að láta þessa vitleysu viðgangast?? Af hverju takið þið ekki í taumana og losið ykkur við þá ráðamenn sem eyðileggja alla möguleika ykkar á betra lífi og byggið undir þá sem vilja að Bolungarvík eigi sér framtíð??

Þeir sem hafa lesið allar upplýsingar frá bæjaryfirvöldum, allar blaðagreinar, allar bloggfærslur þeirra sem um þetta mál ræða, efast ekki eitt andartak um það að hér eru þeir sem völdin hafa verulega veikir einstaklingar, sem hafa það eitt að leiðarljósi að eyðileggja einstaklingsframtak af einskærum ótta við að framkvæmdafólkið hugsanlega muni hafa í sig og á eftir að hafa komið Bolungarvík á alheimskortið í ferðamannaiðnaðinum.

Munið Bolvíkingar - þið hafið vald til að velja þá sem ráða framtíð ykkar. Skiptið um stjórn og hreinsið til hjá ykkur - við Íslendingar þurfum á því að halda að einhversstaðar sé uppgangur!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég fylgist líka vel með hvað er að gerast í Bolungarvík í gegnum systur mína og mág sem búa þar og taka virkan þátt í samfélaginu þar. Þetta er ömurlegt ástand, þorpið var sjávarpláss en núna eru aðrir tímar og það eru tvær fjölskyldufylkingar sem berjast um völdin. En þessi barátta er að éta þorpið upp innan frá.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 19.10.2008 kl. 22:05

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er og verður alltaf rígur á milli ákveðinna hópa í Bolungarvík - en er ekki réttara að "lempa" til frekar en að kalla eftir skæting

Jón Snæbjörnsson, 20.10.2008 kl. 09:11

3 Smámynd: Helgi Jónsson

Ég hef einnig fylgst með þróun þessa máls í Bolungarvík. Ég bjó þarna fyrir vestan í 12 ár og vann þarna í 14. Ég veit ekki hvað vakir fyrir þeim systkynum með því að krefjast bara þessara lóða og engra annara. Ef ég ætlaði að fara af stað með samskonar verkefni, þá myndi ég fara fram á einhverja lóð og ef hún væri ekki til reiðu þá myndi ég hafa aðra til vara.

Í þessu tilviki kemur ekki til greina að taka aðrar lóðir en þessar við höfnina og ekki til umræðu að fá aðrar. Bolungarvík er fallegur bær þar sem á rennur í úthverfi hennar. Mér þætti flott ef þessi hús ásamt húsum hinna ferðaþjónustuaðila ( sem nota bene eru ekki að setja svo hörð skilyrði um staðsetningu ) yrði komið fyrir á bökkum árinnar bænum til fegurðar og sóma.

Ég vona að úr þessu rætist og menn geta komið sér saman um staðsetningu öllum til hagsbóta.

Helgi Jónsson, 20.10.2008 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband