Kæra Jóhanna félagsmálaráðherra

Við erum nokkrar hugsjónakonur sem langar til að koma eftirfarandi hugmynd á framfæri við þig.

Við stingum upp á að nú þegar verði komið á fót verkefni sem kalla mætti:

Uppbyggilegar félagsmiðstöðvar

Uppbyggilegar félagsmiðstöðvar eru samkomustaðir þar sem allir þeir sem áhuga hafa á að verja tíma sínum í eitthvað uppbyggilegt, safnast saman og njóta þess að blanda geði við aðra og fræðast. Í félagsmiðstöðvunum gæti verið boðið upp á ýmis námskeið og fyrirlestra í t.d. myndlist, leiklist, tónlist, mannrækt, tungumálum, tölvunotkun, hönnun,skapandi skrifum o.s.frv. o.s. frv.listinn er endalaus. Einnig mætti bjóða uppá kaffi og fólk gæti tekið í spil.

Fjölmargir leiðbeinendur væru til í að leggja sitt af mörkum til að létta öðrum lífið t.d. þeim sem misst hafa atvinnuna eða eiga á annan hátt um sárt að binda.Við hvetjum ykkur í ríkisstjórninni til að hefjast handa nú þegar - við skulum skipuleggja þetta fyrir ykkur ef þið einungis látið í té húsnæði og lágmarks fjármagn til að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Hjartanlega sammála þér!!!!!!!

Himmalingur, 16.10.2008 kl. 16:56

2 identicon

Finnst að þú eigir að koma þessari hugmynd á framfæri bréfleiðis og/eða með tölvupósti á Félagsmálaráðuneytið.

Svona hugmyndir á að þróa áfram og leita allra leiða til þess að hrinda í framkvæmd.

Jón Hnefill (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 19:25

3 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Im in pant mæta í leiklist !

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 16.10.2008 kl. 21:11

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já, þá gæti fólk sem er með hnút í maganum vegna ægilegs ástands aðeins létt sér lífið. Mætti hafa börnin með og hafa eitthvað við að vera fyrir þau.

Vilborg Traustadóttir, 16.10.2008 kl. 22:20

5 Smámynd: Hlini Melsteð Jóngeirsson

Flott hugmynd og ég vona að Jóhanna taki áskorun þinni um að hrinda þessu í framkvæmd sem fyrst.

Kveðja

Hlini Melsteð Jóngeirsson, 16.10.2008 kl. 23:14

6 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Í raun eru til ýmsir staðir sem t.d. geðlæknar benda á. Nægir að nefna Hlutverkasetur, Hugarafl, Klúbbinn Geysi, Geðhjálp, Vin og síðast en ekki síst frábæran stað sem heitir Hringsjá, en hann er með ókeypis námskeið.

Eldri borgarar eru svo með félagsstarf. Ekki það, hugmyndin er góð

ÞJÓÐARSÁLIN, 17.10.2008 kl. 01:22

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Fín hugmynd. Gangi ykkur vel.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.10.2008 kl. 06:41

8 identicon

Um að gera að hugsa pósitíft en þessi hugsunarháttur um að ríkið eigi að sjá og borga allt er núna náttúrulega kominn út í hött.  Við verðum að gera þetta sjálf á eigin kostnað og í sjálfboðavinnu. Við erum öll sama báti.

Það er ekki tekið mark á okkur lengur í alþjóðlegum heimi fjármálanna.  Það virðist augljóst að bakhlið íslenska bankakerfisins er ekki eins blómleg eins og margir hafa haldið og full af veðsettu "lofti" og ónýtum veðum. Tel ég að fullyrðing Gordons Browns er nærri sanni, Ísland er í raun næstum gjaldþrota.

Það eru væntanlega gríðarleg átök bak við tjöldin milli stjórnmálamanna, hagsmunaaðila um hvað á að gera.  Íslendingar verða að hafa trúverðuga áætlun um hvernig þær komast út úr þessu efnahagsástandi annars verða ráðin af okkur tekin.  Þetta er ekki öfundsvert hlutskipti og hér þarf að koma með margar og óvinsælar aðgerðir.

- Við þurfum núna að koma á jafnvægi á viðskiptahallan það verður núna auðvelt. Við höfum ekki gjaldeyri til að borga fyrir meira en það sem við flytjum út og það er "brútalt".  Þetta verður væntanlega viðloðandi næsta árið.

- Við þurfum að ná jafnvægi á ríkissjóð og það verður núna geysilega erfitt.  Tekjustofnarnir eru hrundir.  Skatttekjur einungis af Kaupþingi voru í fyrra tvöfalt hærri en kostnaður við Landspítalann. Fall krónunnar veldur því að lyf og annar búnaður verða ákaflega dýr. Það verður að standa vörð um heilbrigðiskerfi og menntakerfi.  Auk þess bætist kostnaður við bankanna.  Fjármagnstekjuskattur, tekjuskattstekjur á eftir að hrynja auk þess skattur af fyrirtækjum.  Þetta veldur því að það þarf að verða stórfeldur niðurskurður á nánast öllu stjórnkerfinu.  Það er væntanlega um 50% niðurskurður

Það sem fer virkilega í taugarnar á mér þegar umræðan fer gjörsamlega fram úr almennri skynsemi.  Þegar stjórnmálamenn eins og Jóhanna Sigurðardóttir segir að ríkið ætli að niðurgreiða skuldir landsmanna og nefnir sérstaklega myntkörfulán.  Ætlar ríkið að fjármagna þetta með erlendum lánum?  Við höfum ekki lengur lánstraust og gengisálag ríkisins er komið yfir 1000 punkta.  Það á að segja fólki sannleikan og ekki koma með þetta bull.  Auðvitað getur ríkið ekki gert neitt til að hjálpa fólki það er mikið heiðarlegra að segja að þeir vilji hjálpa en það er væntanlega lítið sem er hægt að gera.  Fólk sem hefur komið sér í þessar skuldir verður að koma sér frá þeim.  Þetta þýðir að fólk missir eignir, verður gjaldþrota etc. Það er leitt og súrt en það er sannleikurinn sár sem hann nú er.
Annað hvort gerir Jóhanna sér ekki grein fyrir stöðunni sem við erum í og þá er hún óhæf eða hún er hreinlega að ljúga að fólki og þá er hún óheiðarleg.

Hugmyndin er góð mikilvægt að fólk styrki hvert annað.  Við gerum þetta sjálf óháð óheiðarlegum og/eða illa upplýstum stjórnmálamönnum.

Gunn (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 09:50

9 Smámynd: Sigurður Hólmar Karlsson

Flott hugmynd til í að leggja hönd á plóg

Sigurður Hólmar Karlsson, 17.10.2008 kl. 10:27

10 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Frábært, ég er til!   Er ekki hægt að byrja með áhugafélög, svipað og eldri borgarar eru með? Hef sjálf gengið með svipaða hugmynd í maganum.  Hafðu samband ef þú ætlar að safna liði, ég er alveg til í að leggja til það sem ég get

Ragnhildur Jónsdóttir, 17.10.2008 kl. 11:20

11 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Frábær hugmynd hjá þér. Minnir á kvennasmiðjurnar sem voru mikilvægt og merkilegt framtak á þeim tímum sem Reykjavíkurlistinn varð til. Hún Valgerður á Akureyri hefur dýrmæta og mikilvæga reynslu af svoleiðis starfi.

Við þurfum á fólki eins og þér að halda Edda á þessum erfiðu tímum. Við þurfum að beina því sem getur orðið fjöldaógæfa og upplausn og volæði inn í skapandi farveg lista og menningar.

Við þurfum líka að tryggja að fjármálaráðherra fari aftur að stunda dýralækningar, og seðlabankastjóri aftur í að að yrkja og skrifa leikrit. Við þurfum meira en breytingar, við þurfum umskipti.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 17.10.2008 kl. 11:28

12 identicon

Fín hugmynd en er í fullum gangi á Akureyri! Þar er Rósenborg möguleikamiðstöðin, stendur stolt og keik á brekkubrúninni fyrir ofan Akureyrarkirkju og hýsti áður Barnaskóla Akureyrar(Íslands!) En auðvitað væri flott að gera þetta víðar.

Halla (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 11:50

13 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Gott...Áfram Edda þú ert ljós heimsins

Júlíus Garðar Júlíusson, 17.10.2008 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband