13.5.2009 | 11:56
Forsíðuviðtöl - smápistlar "Fúl á móti"
"Ertu brjáluð? Ekki fá blaðamenn upp á móti þér!" Sagði vinkona mín við mig í gær "Þú ert að verða alveg grautfúl á móti Edda!" Ég viðurkenni það. Ég er alveg skruggu "fúl á móti" út í meðlimi stéttarfélagsins sem ég tilheyri sem senda blaðamönnum póst sem eingöngu er ætlaður innanfélagsmönnum. Ekki síst er ég alveg graut "fúl á móti" út í blaðamanninn hdm sem leyfir sér að birta tilskrif sem eingöngu er ætlað félagsmönnum FÍL - bara í þeim tilgangi að gera lítið úr montrössum eins og mér sem leyfa sér að segja sannleikann varðandi blaðaviðtöl - þ.e. að flestir, sem eru almannaeign eru í kvíðakasti yfir því hvað muni verða slitið úr samhengi og birt á síðum blaðanna sem fyrirsagnir eða forsíðutexti! "Ég hef aldrei heyrt um neinn sem ekki vill fara í blaðaviðtöl!" sagði barnið við mig þegar spurði hvað honum gengi til. KANNTU ANNAN??!!!
Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim vönduðu blaðamönnum, sem ég hef átt samstarf við, góða og uppbyggilega samvinnu - þeir eru MJÖG margir. Öðru fjölmiðlafólki þakka ég líka hlýhug og elskulegheit og frábært samstarf. Vonandi eigum við hvert annað að sem lengst. Það er ekki auðvelt að vinna við fjölmiðla og þið sem eruð vandvirk og metnaðarfull eigið einlæga aðdáun mína.
We rock!
Ein svakalega "FÚL Á MÓTI" (Það er allt að seljast upp í Íslensku Óperunni - drífa sig!!!)
Ps. Ég virði ritstjóra DV fyrir að hafa samband og tjá sorg sína yfir því hvað viðmælandinn (undirrituð) tók forsíðuna nærri sér.
Athugasemdir
HA HA HA HE HE HE HA, Edda Björgvins, fúl á móti,??? Glætan,ekki til í dæminu Edda mín,að þú sér fúl á móti,?? HA HA HA áttu ein sterkan,?? Nei Edda mín,annareins gleðipinni og þú ert og frábær leik kona getur ekki verið í fýlu,en þú gætir verið smá reið í svona 5 mín,ekki meira,tek undir með þér,góður pistill,gangi þér vél,og haltu áfram á þeirri braut sem þú ert á,alltaf gaman að heyra og horfa á þig Edda mín,enda glæsikvenna á ferð og voðalega skemmtileg ung kona,stuðnings kveðja frá mér.
Jóhannes Guðnason, 13.5.2009 kl. 12:26
Já mín fagra Edda, ég skil þig vel að vera "fúl á móti" yfir öðrum eins vinnubrögðum. Það myndu allir verða fúlir ef orðum þeirra væri kippt úr samhengi og þau birt opinberlega twist og bast þannig að annað má lesa úr þeim en upphafleg meining var.
Enda eru slík vinnubrögð í mínum huga "Sorprita-háttur" sem eingöngu er gerður til að selja blaðið - skítt með það þó sannleika eða orðum er hagrætt svo það virki bitastæðara, bara svo framalega sem það selur, ussuss!
Segi það satt Edda, við sem elskum þig - tökum ekki mark á svona blaðamennsku. Við kaupum kannski blöðin og lesum þau yfir - en blöð sem kasta upp svona æsifréttabitastæðum fyrirsögnum - eru alltaf og ætíð lesin með "fyrirvara" og sem slúður en ekki eitthvað sem mark er á takandi.
En, sannarlega ertu brilljant fúl á móti - segi það og skrifa að mér þykir verkið hreint dásamlegt. Er auðvitað búinn að sjá það - nema hvað - og ætla að sjá það aftur áður en það hættir (árið 2029 right? Vonandi)..
Elska opinberu persónuna Eddu í gegnum súrt og sætt - enda einn yndislegasti gullmoli sem íslensk þjóð hefur alið frá sér.
Vertu bara áfram þú sjálf hjartafallega kona og leyfðu þessum óvönduðu blaðamönnum (eða lekaliðunum) að eiga það við samvisku sína hve lúalegir þeir eru.
You Rock Edda!
Tiger, 14.5.2009 kl. 09:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.