6.7.2008 | 19:04
Áramótaskaup í júlí
Ég kíkti á áramótaskaupið 2007 í morgun - sonur minn 15 ára fann það á youtube. Ég sá að sumt var ansi glúrið m.a.s. ádeila í sumum atriðunum - ég kann alltaf vel að meta þegar höfundar gamanefnis hafa einhvern boðskap fram að færa. Sonur minn hló nokkrum sinnum en kannaðist efnislega ekki við neitt sem verið var að fjalla um. Ekkert skrítið - hann hefur búið í Kaliforníu síðan í haust. Ég hló m.a.s. á stöku stað (ég hef aldrei gert þá kröfu að ég, prívat og persónulega, fái hláturskast við að horfa á gamanefni - hvort sem það er Spaugstofan, áramótaskaup eða fyndnar kvikmyndir - ef ég hlæ þá er það bara bónus)
Ég var að velta fyrir mér hvort að það ætti ekki að banna fjölmiðlum að fjalla um áramótaskaup - fyrr en í júlí! Þá eru allir búnir að jafna sig á vonbrigðunum og hægt er að meta afraksturinn án taugaáfalla.
Ég fer ekki ofan af því að áramótaskaupin 1981 og 1984 eru bestu skaup allra tíma! Gömul klassík. Alveg hlutlaust mat :)
Eitt sem mig langar til að segja við kvikmyndagerðamennina sem valdir eru til að stjórna áramótaskaupum: ekki skoða gömul skaup - skoðið þið flotta útlenda þætti af svipuðum toga - og lærið að klippa atriðin á "réttum" tíma. Það detta flestir í þá gryfju að teygja atriðin löngu eftir að boðskapurinn hefur komist til skila. Cut the crap!
Athugasemdir
Innlitskvitt og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.7.2008 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.