Samkeppni?

Sumir þurfa alltaf að rífa allt niður sem aðrir gera. Er ekki ótrúlegt að það skuli ekki einu sinni vera hægt að standa saman um að hjálpa Íslendingum til að ná betri heilsu með bættu mataræði?

Ein vesalings kona, sem hefur verið að bjóða uppá heilsubótaferðir til útlanda rís upp á netinu og hundskammar þá aðila sem ætla að bjóða upp á svipað fyrirbæri hér á Íslandi!

Hvað heitir þetta? Öfund? Afbrýðissemi? Eða bara ótti við samkeppni?

Ég get ekki svarað því en hitt veit ég að þeir sem kasta steinum í aðra af tilefnislausu renna á endanum á rassgatið sjálfir. Það hefur sýnt sig.

Að lokum skora ég á þessa konu - og reyndar alla aðra - að kynna sér hvað um er að ræða áður en vaðið er inn á veraldarvefinn og bullað og ruglað í fólki!

Svo læt ég hér fylgja upplýsingar um dásamlegt námskeið, sem haldið verður á Íslandi, með yndislegu grænmetisfæði og frábærum fyrirlestrum. Það hefst á miðvikudaginn 30. apríl á Sólheimum í Grímsnes- og Grafningshreppi og er í fimm daga. Verið hjartanlega velkomin.

 

 

Viltu lifa heilbrigðu lífi en veist ekki hvernig þú átt að byrja??

Hver kannast ekki við það að setja sér háleit markmið á hverju ári um að hefja betra líf ... bráðum(!) og standa svo frammi fyrir því jafn oft að markmiðunum hefur ekki verið náð Hvað hefur þú oft tekið þá

ákvörðun að henda öllum óhollum matvælum úr eldhúsinu þínu og fylla skápana af hollustu?

Nú er tíminn til að bretta upp ermarnar og leggja af stað í ALVÖRU!

Við bjóðum þér að leiða þig áfram fyrstu skrefin á námskeiði hjá færustu sérfræðingum í betra lífi á fimm daga námskeiði í byrjun maí.

Námskeiðið er haldið á þeim óviðjafnanlega stað, Sólheimum í

Grímsnes- og Grafningshreppi dagana 30. apríl 4. maí. Fimm daga

andleg og líkamleg uppbygging er í boði fyrir þig á dásamlegum stað og með frábæru aðstoðarfólki.

Þeir sem halda utan um þig frá morgni til kvölds eru:

Edda Björgvinsdóttir leikkona og fyrirlesari sem býður upp á námskeið

fyrir þá sem langar til að lifa heilbrigðu lífi ... en nenna því ekki! Edda vinnur

einnig með Jákvæðni, húmor og færni í mannlegum samskiptum og bendir

þáttakendum á hvernig hægt er að nýta sér tækni leikarans til að losna við

ótta sem grípur fólk þegar það þarf að tjá fyrir framan hóp af fólki.

ENDORFÍN náttúrulega vímuefnið okkar við getum stjórnað því hversu mikið magn af endorfíni líkaminn framleiðir!

Birna Ásbjörnsdóttir stundaði nám við Emerson College í suður Englandi

í Mannspeki (Anthroposophy) sem sett var fram af heimspekingnum

Rudolf Steiner. Einnig nam hún listmeðferðarþjálfun við Tobias School

ofArt og lagði því næst stund á Svæðameðferð á Íslandi. Að auki lauk

Birna námi í hómópatíufrá The College of Practical Homeopathy í London í

Englandi, og þess utan lærði hún næringarþerapiu í The College of Natural

Nutrition og einstaklingsráðgjöf / Biographical Counselling frá The Social

and Developement Trust, svo og lithimnugreiningu / Iridology frá The

London Scool of Iridology og einnig ristilhreinsun / Colonic Irrigation frá

The National College of Holistic Medicine. Birna hefur starfað sem hómópati og næringarþerapisti í Reykjavík og á Sólheimum síðastliðin ár. Jafnframt því starfi stundar hún nám í Mannspekilækningum/Anthroposophical Medicine í Bretlandi.

Sólveig Eiríksdóttir matarhönnuður & hráfæði kokkur/kennari. Sollu

grænu þarf vart að kynna hún rekur fyrirtækið Himnesk hollusta sem

sérhæfir sig í innflutningi á hágæða matvöru og fæðubótaefnum frá

viðurkendum fyrirtækjum. Um árabil rak Solla einn vinsælasta

heilsuveitingastað landsins, Grænan Kost þar sem áhersla hefur alla tíð

verið lögð á lífrænan grænmetiskost í hæsta gæðaflokki. Solla mun bjóða

upp á námskeið í detox uppskriftum og vera með sýnikennslu og gefa

fólki góðar uppskriftir til að taka með sér heim.

Benedikta Jónsdóttir er heilsuráðgjafi hjá Maður Lifandi og hefur kynnt

sér allt milli himins og jarðar er varðar heilsusamlegt líferni og skaðsemi

ýmissa eiturefna í matvælum, snyrtivörum, hreinlætisvörum o.fl.

Benedikta - eða Benna eins og við köllum hana, bjó í Ástralíu og Svíþjóð

í samanlagt í 18 ár Hún hefur víðtæka starfsreynslu í heilsumálum og

hefur einbeitt sér að því sviði í mörg s.l. ár. Benedikta er ástríðufull

varðandi allt er tengist heilsusamlegu líferni og hefur haldið fjölmarga

fyrirlestra á sínu sviði, m.a. í Maður Lifandi.

Það sem Benna mun vinna með á Sólheimum er m.a. Lækningarmáttur líkamans; Ævintýralíf; Mikilvægustu bætiefnin og Heilbrigði og hamingja.

Ásta Valdimarsdóttir hláturjóga kennari. Ásta lærði hláturjóga í Noregi 2001 og hefur haldið fyrirlestra um þessa hollu líkams- og sálrækt allar götur síðan.

Auk þess hefur hún sótt mörg hláturjóganámskeið og útskrifað

hláturjógaleiðbeinendur hér á Íslandi.

Matthildur Þorláksdóttir er lærð í náttúrulækningum frá Þýskalandi og starfar sem slík, með mælingar á orkuflæði líkamans og því sem getur valdið truflunum á því s.s rangt fæðuval, of mikil streita, mikil rafsegulmengun, þungamálmarí líkama ofl. ofl.

Matthildur notar náttúrulegar meðferðir til úrlausnar s.s homópathíu, jurtir,vítamín, steinefni,nálastungur, nudd, bióresonans-meðferð, ristilhreinsun, breytingu á matarræði og lífsstíl ofl.

Á þessu námskeiði ætlar Matthildur að tala um mikilvægi þess að hreinsa ristilinn og hvernig uppsöfnuð úrgangsefni geta valdið kvillum og hvaða aðferðir eru notaðar til að hreinsa ristilinn.

Lilja og Gitta munu sjá um að næra þátttakendur. Hreint fæði hreinn líkami hrein sál

Námskeiðið hefst miðvikudagsmorgunn, 30. Apríl kl. 9:30 á Sólheimum (þáttakendur skulu reikna með klukkutíma og tuttugu mínútum til að komast á staðinn) og því lýkur sunnudagskvöldið 4. Maí kl. 20:00

Verð 59.000 krónur

Pantanir á
madurlifandi@madurlifandi.is og í síma 5858700

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Já klárlega ekkert annað en ótti vð samkeppni.

Sigurbjörg Guðleif, 28.4.2008 kl. 18:21

2 identicon

Líst vel á þetta dæmi, væri til í einnar-helgar-útgáfu af því!

Herdís Pála (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 23:22

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Oh, ég vildi að ég kæmist, en get ekki sloppið úr vinnunni í þetta skiptið. Kannski næst, ef þetta verður þá endurtekið. Gangi ykkur vel og góða skemmtun. Endilega leiðið hina afbrýðissömu bara hjá ykkur, "what goes around, comes around" er það ekki?

Bjarndís Helena Mitchell, 29.4.2008 kl. 01:28

4 Smámynd: Laufey B Waage

Ótrúlegt að einhverjir skuli öfundast með skítkasti út í þetta frábæra framtak. Vona að svipað námskeið verði haldið aftur, einhvern tíma þegar ég kemst (t.d. þegar vér kennarar erum í páska- eða sumarfríi, - svo ég bendi nú á markaðshóp).

Laufey B Waage, 29.4.2008 kl. 08:29

5 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Veit ekki hvers vegna einhver ætti að vera með skítkast því þetta er tvent mjög ólíkt sem verið er að bjóða uppá, algjörlega af sínhvoru meiðinu.

Er það ekki alltaf fáfræði sem elur af sér skítkastið

Gangi þér vel á námskeiðinu þínu í góðra manna hóp.

Svala Erlendsdóttir, 29.4.2008 kl. 11:07

6 Smámynd: Anna Gísladóttir

Nú er ég búin að kynna mér málið á báðum vígstöðvum og það er klárt mál að frekar vildi ég fara 3 sinnum í Grímsnesið heldur en 1 sinni til Póllands .......

Mikið vildi ég að ég kæmist á þetta námskeið hjá þér

Gangi þér vel með námskeiðið 

Anna Gísladóttir, 29.4.2008 kl. 11:07

7 identicon

Mér líst svo rosalega vel á þetta námskeið hjá þér Edda og öllum hinum konunum og staðsetningin er æðisleg!! Ég kem á námskeið einn góðan veðurdag, þegar ég hef unnið í lottóinu og krakkarnir mínir eru orðnir stærri og ég hef tímann fyrir MIG!! Ekkert að vera að hlusta á neikvæðnina í frú J. T'imasparnaður að sleppa því bara. Klárlega ótti í henni.

Gangi þér og ykkur vel.  Baráttukveðjur frá konu á Blöndusósi sem þú þekkir ekki neitt...

alva ævarsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 11:11

8 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

ÉG tek undir með konu á Blönduósi, sannarlega spennandi námskeið hjá ykkur og ég læt mig bara dreyma um að vera með, er í vinnu við að "de ekki toxa" dóttur mína af brjósti þessa dagana. Gangi ykkur vel vonandi verður framhald á þessu hjá ykkur.

Herdís Alberta Jónsdóttir, 29.4.2008 kl. 14:07

9 Smámynd: Tiger

Virkilegur ótti við samkeppni hrjáir þessa blessuðu konu segi ég, sem ég skil þó ekki því kakan er stór og engin ætti að þurfa að vera með svona niðurrifsherferð gegn öðrum sem koma að þessu. Sú neikvæðni sem hún dreyfir með því að gagnrýna Sólheimaferðina - verður henni ekki til framdráttar - þveröfugt ef eitthvað er. Segi eins og einhver að ofan - frekar 30 sinnum á Sólheima með Eddu - heldur en 1sinni til Póllands með "þeirri sem er hrædd við samkeppnina"...

Gangi ykkur vel Edda mín og skemmtið ykkur líka.

Tiger, 29.4.2008 kl. 17:05

10 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Elsku Edda:

Þessi viðbrögð hennar við alvöru námskeiði/meðferð eða hvað við köllum það eru bæði eðlileg og ekki svaraverð. Þau eru eðlileg af því að hún sér að þarna er verið að gera eitthvað sem skiptir máli og er virkilega gott og eitthvað sem skiptir máli........Allt eðlilega þenkjandi fólk sér í gegnum þetta hjá henni, hún er að ná í athygli og auglýsingu fyrir sitt batterí og hún öfundar. Jónína er góð kona og vill vel, en fer oft ekki rétt að hlutunum að mínu mati og þarna steig hún vitlaust skref. Það er ekki hægt að líkja þessum tveimur hlutum saman.

Gangi þér og þínu fólki vel Edda...þú gerir heiminn betri...miklu betri.

Kveðja Júlli

Júlíus Garðar Júlíusson, 29.4.2008 kl. 17:27

11 Smámynd: Sigrún Óskars

Er þetta ekki bara afbrýðissemi í konunni? Hún veit örugglega hvað þú ert frábær og klár kona. Hún er sjálfum sér verst með þessari gagnrýni. Þú kenndir mér ( á Spáni hér um árið) að gagnrýni er rýni til gagns. Þessi kona hefði gott af því að vera með þér Edda - allavega lærði ég rosalega mikið af þér hér um árið. Þú ert ekki bara skemmtileg heldur ertu einlæg og gefur af þér af heilum hug.

Eigðu góða helgi og gangi þér vel.

Sigrún Óskars, 3.5.2008 kl. 18:41

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

"Keep up the good work!".. Höldum áfram að koma Íslendingum til heilsu, þó það sé býsna erfitt og þurfi eflaust einhvers konar heila-detox fyrst!  .. Annars virkar þetta svosem ekkert án hvers annars (andinn/líkaminn).

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.5.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband