NÝTT OG BETRA LÍF!!!

Viltu lifa heilbrigðu lífi en veist ekki hvernig þú átt að byrja??

Hver kannast ekki við það að setja sér háleit markmið á hverju ári um að hefja betra líf ... bráðum(!) og standa svo frammi fyrir því jafn oft að markmiðunum hefur ekki verið náð? Hvað hafið þið oft tekið þáákvörðun að henda öllum óhollum matvælum úr eldhúsinu  og fyllaskápana af hollustu?Nú er tíminn til að bretta upp ermarnar og leggja af stað í ALVÖRU!Við viljum leiða ykkur áfram fyrstu skrefin í átt að betra lífi - á fimm daga námskeiði í lok september.

 Námskeiðið er haldið á þeim óviðjafnanlega stað, Sólheimum í Grímsnes- og Grafningshreppi dagana 24. - 28. september. Fimm daga andleg og líkamleg uppbygging er í boðiá dásamlegum stað og með frábæru aðstoðarfólki - bestu fyrirlesurum og námskeiðshöldurum sem hægt er að hugsa sér.

 Þeir sem halda utan um ykkur frá morgni til kvölds eru:

 Edda Björgvinsdóttir leikkona og fyrirlesari sem býður upp á námskeiðfyrir þá sem langar til að lifa heilbrigðu lífi ... en nenna því ekki! Edda vinnureinnig með Jákvæðni, húmor og færni í mannlegum samskiptum og bendirþáttakendum á hvernig hægt er að nýta sér tækni leikarans til að losna viðótta sem grípur fólk þegar það þarf að tjá fyrir framan hóp af fólki.ENDORFÍN náttúrulega vímuefnið okkar við getum stjórnað því hversumikið magn af endorfíni líkaminn framleiðir!*************************

Sólveig Eiríksdóttir matarhönnuður & hráfæði kokkur/kennari. Solla mun bjóðaupp á námskeið í detox uppskriftum og vera með sýnikennslu og gefafólki góðar uppskriftir til að taka með sér heim.*************************

Birna Ásbjörnsdóttir starfar í dag á heildrænu meðferðarstofunni FyrirFólk og hjá Maður Lifandi sem ráðgjafi. Birna verður með fyrirlestra, yoga og mun bjóða upp á einstaklingsráðgjöfásamt mælingum í SCIO.*************************

Margrét Alice Margét er starfandi nuddari og ilmkjarnaolíuráðgjafi hjá Heildrænumeðferðastofunni Fyrir Fólk í Kópavogi. Margrét verður meðnuddbekkinn á staðnum!*************************

Matti Ósvald Stefánsson útskrifaðist sem Heildrænn heilsufræðingur fráInternational Professional School of Bodywork, í San Diego Kaliforníu 1992. Hann ræðir m.a. um :3 einfaldar og ódýrar undirstöður góðrar heilsu út frá niðurstöðum þriggjaNóbelsverðlaunahafa.Góðu ástæðurnar fyrir því að líkaminn rígheldur í aukakílóin og hvernig við breytum því.Stóra púsluspilið sem vantar inn í flesta heilbrigðis-hugsun, o.m. fl.*************************

Benedikta Jónsdóttir er heilsuráðgjafi hjá Maður Lifandi.Það sem Benna mun vinna með á Sólheimum er m.a. Lækningarmátturlíkamans; Ævintýralíf; Mikilvægustu bætiefnin og Heilbrigði og hamingja.*************************

Ásta Valdimarsdóttir hláturjóga kennari. Ásta lærði hláturjóga í Noregi 2001og hefur haldið fyrirlestra um þessa hollu líkams- og sálrækt allar götur síðan.Auk þess hefur hún sótt mörg hláturjóganámskeið og útskrifaðhláturjógaleiðbeinendur hér á Íslandi.*************************

Matthildur Þorláksdóttir er lærð í náttúrulækningum frá Þýskalandi og starfarsem slík.Á þessu námskeiði ætlar Matthildur að tala um mikilvægi þess að hreinsa ristilinn og hverniguppsöfnuð úrgangsefni geta valdið kvillum og hvaða aðferðir eru notaðar til að hreinsaristilinn.**********************************************

"Lífrænt hreinsandi grænmetisfæði í hæsta gæðaflokki!"

Hreint fæði hreinn líkami hrein sál

Námskeiðið hefst miðvikudagsmorgunn, 24. september kl. 9:30 á Sólheimum(þátttakendur skulu reikna með klukkutíma og tuttugu mínútum til að komast á staðinn) og því lýkur sunnudagskvöldið 28. september kl. 20:00

 

"Birna tekur við pöntunum í síma 898-2804 og á netfangið birna@solheimar.is"

 Námskeiðið kostar 65.000 krónur, innifalið er gisting (í tveggja manna herbergjum),matur, fyrirlestrar og námskeið. Þeir sem panta námskeiðið fyrir 15. september greiðaeinungir 59.000 krónur. Ef tveir eða fleiri þátttakendur bóka sig saman greiðir hvor umsig 59.000 krónur. Staðfestingagjald er 20.000 krónur og greiðist það um leið og þátttakendur bóka sig - það er óafturkræft.                    

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Þú ert að gera góða hluti Edda.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 2.9.2008 kl. 06:11

2 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Það sem máli skiptir í lífinu er ekki staða þín, heldur stefnan

Gangi ykkur vel

Anna Ragna Alexandersdóttir, 4.9.2008 kl. 00:54

3 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Kostar 4.daga námskeið virkilega 65.000 ? Vááááááááá 

Læra að borða grænmeti hahaha ef þetta er ekki plokk hvað þá.

Jens Sigurjónsson, 8.9.2008 kl. 15:52

4 Smámynd: Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir

FIMMM heilir dagar - námskeið frá morgni til kvölds - allar máltíðir og gisting í 4 nætur .... HVAR FÆRÐU SVOLEIÐIS PAKKA Á ÞESSU VERÐI????????????????????? Hvergi nokkursstaðar - það get ég sagt þér Jens. Veistu hvað kostar gistirými eina nótt utan Reykjavíkur?? Kynntu þér það endilega áður en þú rekur upp stór augu yfir verði þessa frábæra námskeiðs! Fyrir utan að flestir bóka á forsendum sem veita afsláttinn og það þýðir að venjulegur þáttakandi er að greiða 59.000 krónur.

Skoðaðu líka hvað námskeið og fyrirlestrar kosta á markaðnum. Einnig hvað 3 máltíðir kosta á heilsu-veitingastöðunum. Eftir að hafa kynnt sér þessi mál skilur þú ekki hvernig hægt er að halda þessu verði svona niðri og bjóða þetta á svona góðum kjörum!

Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir, 8.9.2008 kl. 16:20

5 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Þarna er kennt að borða grænmeti og taka til í ískápnum og talað um ristilhreynsun.

Hvað fær maður út úr svona námskeiði ?

Edda ég er örugglega mjög gamaldags.

Bestu kveðjur.

Jens Sigurjónsson, 8.9.2008 kl. 22:20

6 Smámynd: Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir

KOMIÐ - UPPLIFIÐ - ENDURNÝIST!!!

Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir, 9.9.2008 kl. 09:43

7 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Edda það er frábært að þú sért komin til okkar í Mecca Spa Heilsurækt og Jens vertu ævinlega velkominn !

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 10.9.2008 kl. 23:12

8 Smámynd: Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir

... svo dönsum við eins og gleðipinnar í Mecca Spa í "Mamma Mia" tímunum hjá Roberto hinum ungverska :)

Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir, 10.9.2008 kl. 23:51

9 Smámynd: Helga Björg

hefði ekki á á móti því að komast á svona námskeið getiði ekki skellt ykkur í að hafa eitt svonanámskeið hér í Austurríki :):) ég mundi mæta til lukku með þetta , hingað til hefur fólk þurftað flækjast erlendis til þess að sækja svona námskeið og tiltekt í lifnaðarháttum :):) til lukku með þetta

Helga Björg, 13.9.2008 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband