Hreysti - hollusta ... þrjóskupúki!

Ég veit ekki af hverju ég fer í þvermóðskukast þegar umræðan um reglulega hreyfingu hefst og allar líkamsræktarstöðvar byrja að auglýsa stórkostleg námskeið - fyrir ALLA. Ég fæ svo skringilegan hroll þegar ég sé mig fyrir mér hlaupa á bretti í líkamsræktarstöð - lyfta lóðum - hoppa á pöllum - eða styrkja maga rass og læri.

Allir sem ég þekki eru að hvetja mig til að prófa líkamsræktarstöðvarnar - sem eru víst ævintýraheimur hver fyrir sig - mér er sagt að maður verði bókstaflega háður því að hendast þangað á hverjum einasta degi - jafnvel oft á dag. Ég trúi þessu fólki alveg - en það er einhver þrjóskupúki innan í mér sem vill ekki fara. Þetta er auðvitað sami púkinn og vill ekki borða grænmeti - heldur nammi!

Ég veit að það er nauðsynlegt að hreyfa sig - það er líka nauðsynlegt að borða mikið af ávöxtum og grænmeti, góðum olíum og fjölbreyttu kornmeti .... en púkinn vill sitja á kaffihúsum og drekka "latte" og borða bakkelsi!!

Þess vegna tek á sjálfa mig á sálfræðinni. Ég bý til námskeið fyrir þá sem eru á sama stað og ég. Námskeið þar sem veitt er aðhald og boðið er uppá fræðslu og hollu fæði troðið í mann frá morgni til kvölds. Á stað þar sem ég hef ekkert val  á milli þess að sukka í sætindum og borða hollustu - enga sjoppu að flýja í og engan sem hjálpar mér í spillingunni. Þeir sem eru með mér á námskeiðinu veita mér andlegan og líkamlegan stuðning.

Það besta er að eftir svona námskeið gengur mér svo vel í margar vikur - jafnvel marga mánuði á eftir. Sukka ekkert og hoppa og skoppa - stútfull af orku og vítamínum.

Næsti hópur ætlar að hittast á Sólheimum (það þýðir nánast í Himnaríki!) 24. september nk. - 28. september.  Fimm daga himnesk sæla. Þar gengur lífið út á að hlæja, hreyfa sig, borða lífræna hollustu og slaka á. Þeir sem vilja geta fengið nudd, farið í sund, fengið greiningu hómópata - eða bara drukkið í sig einstaka menningu Sólheima samfélagsins - og allir fara heim með ómetanlega þekkingu í farteskinu, hreina sál og hreinan líkama.

Ég kom líka aftan að mér varðandi það að hreyfa mig reglulega. Ég samdi við Sporthúsið um að búa til tíma fyrir hallærislegar "grumpy old women" á unglingsaldri - eins og mig - og tímarnir heita: Mamma Mia !!! Við dönsum og skrækjum með Abba  og Elvis og jafnvel Bítlunum líka ... ég veit að ég nenni því - að hverfa aftur í diskóstemmninguna í gaggó!

 Ég get ekki beðið eftir að hefja nýtt líf í líkamsræktinni .......... farðu púki!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.8.2008 kl. 14:39

2 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Flott hjá þér. væri sko til í að fá þig í Mecca.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 12.8.2008 kl. 22:39

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Er einmitt að hugsa um líkamsrækt , hef ekki farið í hundrað ár. Mamma mía og þú Edda hljómar vel.  

Sigrún Óskars, 12.8.2008 kl. 23:09

4 identicon

oh æði, mamma mia tímar!!

alva (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 01:00

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 13.8.2008 kl. 18:13

6 Smámynd: Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir

Af hverju ekki að stofna Mamma Mia hópa allsstaðar?? Er það ekki það sem við þurfum - danshópa í öllum hornum? Ég mæti þar sem einhver nennir að leiðbeina mér pínulítið eftir gömlu góðu Abba tónlistinni ... og Elvis og öllum hinum!

Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir, 13.8.2008 kl. 18:28

7 Smámynd: Helga Björg

geggjuð hugmynd :):)

Helga Björg, 13.8.2008 kl. 18:35

8 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Vei.  Hafðu sko samband við mig eða Sóley sem fyrst.  Fjóla s. 8992445 Sóley . 8227772

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 13.8.2008 kl. 20:42

9 identicon

Sæl.

Hvar fæ ég frekari upplýsingar um dvölina í Sólheimum 24.-28. sept.?

Kveðja, Herdís Pála

Herdís Pála (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 23:30

10 Smámynd: Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir

Komið endilega á Sólheimanámskeiðið öll bloggfjölskyldan mín!!! Við erum að útbúa auglýsinguna þessa dagana - verðið var síðast 56.000 (gisting, matur, námskeið og fyrirlestrar) bókstaflega gefið ef maður veit hvað ein nótt á gistiheimili kostar! Það verður mjög svipað næst. Stundataflan er mjög fjölbreytt og skemmtileg - alltaf byrjað á yoga teygjum og dansi á morgnana - svo eru fyrirlestrar og námskeið og gönguferðir yfir daginn - þetta sló algjörlega í gegn síðast :)

Birna Ásbjörnsdóttir tekur niður nöfn og sendir svo allar upplýsingar - hún er með netfang: birna@solheimar.is

Hlakka til að sjá ykkur öll!!!

Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir, 14.8.2008 kl. 08:23

11 Smámynd: Laufey B Waage

Hvar er sporthúsið? Hvaða daga, klukkan hvað verður Öbbu-stuðið?

Laufey B Waage, 15.8.2008 kl. 16:50

12 identicon

Sæl Edda.Já þetta gæti verið byrjunin á einhverju góðu og skemmtilegu.Hvað eru mamma mía tímar? Hv pallielis

Páll Rúnar Elíson (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband