Efnahagsástand og listsköpun

Þegar harðnar í ári hefur sýnt sig að listastarfsemi blómstrar og fjármagni er í auknum mæli veitt til slíkrar starfssemi. Almenningur virðist hreinlega ekki geta tekið við nema ákveðnu magni af bölsýnishjali og þarf nauðsynlega á því að halda að upplifa eitthvað til að gleyma hverdagsamstrinu, sem sagt - auðga andann. Sagan segir okkur að á tímum kreppu hafa listamenn sem bjóða uppá upplyftingu andans og skemmtun haft yfirdrifið nóg að gera þótt ástandið á atvinnumarkaði sé sótsvart.

 Ég vil hvetja öll fyrirtæki sem eru með blómlegan rekstur - þrátt fyrir allt bölsýnishjal - að láta nú stórar fúlgur af hendi rakna til listastarfsemi. Það skilar sér í öflugri sköpunarkrafti og hamingjusamari þjóðfélagsþegnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Heyr heyr .

Laufey B Waage, 11.4.2008 kl. 16:39

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og góða helgi

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.4.2008 kl. 17:28

3 identicon

Innlitskvitt!!

Ása (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 18:48

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

innlitskvitt og kveðja

Guðrún Jóhannesdóttir, 13.4.2008 kl. 22:20

5 Smámynd: Gísli Torfi

Kostar nokkurð að fara í leikhús í dag er ekki frítt að horfa á Alþingi

En góð færsla.

kveðja inn í þessa mögnuðu viku.

kv G 

Gísli Torfi, 15.4.2008 kl. 02:12

6 Smámynd: Tiger

  Ussuss... þegar ég er í afleitu ástandsskapi þá bara fer ég á moggablogg og lít yfir bloggvinahópinn minn og brosi kátur, sérstaklega þegar ég sé þann bloggvin sem á þessa færslu, enda algerlega - að öðrum ólöstuðum - mitt uppáhald. Mikið satt og rétt að okkar yndislega listamannsflóra getur myrkri í dagsbirtu breytt. Við þurfum sannarlega á því að halda að vel sé séð um að þessi flóra sé vel styrkt og vel við bakið haldið. Því hvet ég líka alla til að láta sitt ekki eftir liggja og hvet alla bloggara líka til að vera duglega að mæta í leikhús og á ýmsa frábæra viðburði því tengdu. Knús á þig Edda mín og eigðu ljúfa daga...

Tiger, 16.4.2008 kl. 04:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband