18.3.2009 | 12:10
Þjálfun í tjáningu
Það gengur hægt að breyta skólakerfinu ... en gengur samt.
Ég hef haldið námskeið sl. 15 ár fyrir allskonar hópa, félagasamtök og fyrirtæki. Vinsælustu námskeiðin ganga út á að þjálfa færni fólk í tjáningu, og byggist kennslan á tækni leikarans.
Það sem hefur komið mér mest á óvart er hvað mikið af vel menntuðu fólki þarf á svona hjálp að halda. Ég fæ iðulega presta, lögfræðinga, allskonar leiðbeinendur, kennara og fleiri starfsstéttir sem vinna störf sem meira og minna krefjast mikillar færni í að nota tjáningartækin af öryggi.
Skólakerfið hefur brugðist algjörlega þegar kemur að þessari þjálfun. Ég geri ævinlega skyndikönnun hjá þáttakendum og spyr hverjir hafi búið við skólauppeldi þar sem æfð var reglulega þjálfun í tjáningu. Af 20 - 30 manna hópum er stundum einn, kannski tveir sem rétta upp hendurnar. Aðrir hafa setið á rassinum meira og minna alla sína skólagöngu og vonað að þeir verði látnir í friði af kennurunum!
Í framhaldsskólum er áfangi sem kallast "Tjáning" og er undir hælinn lagt hvað tekið er fyrir í þessum áfanga. Það fer eftir skólum og leiðbeinendum hvað nemendum er boðið er uppá mikla þjálfun.
Háskólarnir bregðast hlutverki sínu gjörsamlega sýnist mér . Nemendur eru í æ ríkara mæli látnir standa upp og kynna verkefnin sín - en fá ekki kennslu í því að beita líkama sínum og rödd þannig að þeir nái að halda athygli áhorfenda.
Það eru sem betur fer æ fleiri þáttakendur á námskeiðunum mínum, sem tilkynna mér sérstaklega að þeir sjái mikinn mun í mörgum skólum barna sinna - eða barnabarna - þegar kemur að þessari nauðsynlegu þjálfun.
Ég vona innilega að þetta eigi eftir að vera það sem fær mesta áherslu í skólauppeldi framtíðarbarnanna - mannrækt og þjálfun í tjáningu.
Ég held örfá opin námskeið á ári - eitt slíkt er á vegum Þekkingariðlunar í lok mars - þið getið kíkt á upplýsingar á þessari slóð:
http://thekkingarmidlun.is/template23244.asp?pageid=4097&newsid=1340
Athugasemdir
Tumbs up, frábært, gott gengi!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.3.2009 kl. 13:59
Ég man þá tíð þegar ég var í Fossvogsskóla og var sendur í alla mögulega og ómöglega tíma. Tjáning var einn af þeim. Ég minnist þess að lögð var áhersla á að við fengjum að koma fram, okkur var gefin möguleiki á framsögn, líkamsburði og túlkun. Þetta voru dýrmætir dagar og ljóst að ég bý að einhverju leyti að þessu enn. Þökk sé framsýnum kennurum/leiðbeinendum sem sáu að þetta var eitt af því sem gæfi okkur best vegarnesti í lífinu. Góður grunnur var byggður. Á góðum grunni má alltaf byggja meir.
Gangi ykkur vel Edda!
Baldur Gautur Baldursson, 26.3.2009 kl. 07:57
Þetta er alveg rétt hjá þér :)
Sem betur fer er ég ekki félagslega einangraður og er alltaf opinn og hlægandi það er bara meðfætt leikara hæfileikar og hlutverk sem maður finnst alltaf gaman að fara í hihi :)
Kv Ari
Ari Jósepsson, 27.3.2009 kl. 08:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.