Gleðilegar "Fúlar á móti"

Ég var að lesa Morgunblaðið og DV og er ákaflega hrærð yfir því hvað gagnrýnendurnir skrifuðu fallega um mig. Þeir átta sig sennilega ekki á því hvað við leikarar erum miklar tilfinningaverur. Við grátum ef gagnrýnendur skamma okkur og erum í gleðikasti ef þeir hæla okkur.

Ég vona að almenningur láti þetta uppistand "Fúlar á móti" ekki fram hjá sér fara. Það er svo mikið hlegið að leikkonurnar þurfa gjarnan að bíða heillengi eftir að geta haldið áfram. Það er alveg sérstök nautn að geta kitlað hláturtaugar Íslendinga - sérstaklega á þessum síðustu og verstu tímum.

Hlustið á þetta viðtal: http://dagskra.ruv.is/akureyri/4459731/2009/02/25/13/

Ég hlakka til að sjá ykkur öll í leikhúsinu á Akureyri!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

 Heyrðu gullmoli - hvenær kemur þetta verk til með að kitla okkur hérna fyrir sunnan? Allt sem þú kemur nálægt kitlar hláturtaugarnar okkar, þú ert bara einhvern veginn fædd inn í það að gleðja og lækna, með geislandi brosi þínu, hlýleika og mannkærleika þínum! Mig langar að sjá þetta verk og kem bara norður ef þú kemur ekki suður ..

Knús á þig Edda mín og þúsund þakkir fyrir allt það fallega sem sprettur frá þér til okkar ..

Tiger, 27.2.2009 kl. 14:44

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hurðu kona!

Nú er rétti tíminn til að vera alvöru Stella í framboði.

Nú vantar Bibbu á Brávallagötunni til, að laga aðeins kúltúrinn á Alþingi.

Hún frænka mín og vinkona þín frá Sigurboganum, er að hóa saman góðu fólki, með húmkör elegans og kúltúr, í LLLLLista.

Ég get það ekki af genetískum ástæðum úr föðurætt, sko en annars.

Mikið er ég ánægður með, að þú sért að breiða út kúltúr þarna hinumegin við Esjuna eða þarna úti ,--æ þú veist hjá dreibbótúttunum,   Altso.

Miðbæjaríahaldið

Bjarni Kjartansson, 27.2.2009 kl. 15:09

3 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

Kær Edda !

Hvernig er annað hægt en að skrifa fallega um þig? Þú hefur ekki gert annað en að skemmta okkur íslendingum  og það örugglega í 100 ár.  Þú er endalaust að gera góðverk á milli þess að vera leika. Ég þekki þig ekki perósnulega en finnst samt að þú sért ein af fjölskyldunni. Ástæðan er kannski sú að allir þeir frasar sem maður hefur heyrt koma út úr þínum í  munni í öllum þessum skaupum og leikþáttum lifa endalaust, það heyrir maður bæði í vinnunni í fjölskylduboðum, í útilegum og í útlöndum eða bara hvar sem er. Ég tel mig þekkja marga og gegnum tíðina hef ég bara heyrt góða hluti um leikkonuna Eddu Björgvins, fólk ber virðingu fyrir þér og þykir þú frábær. Mér finnst æðislegt að þú sért endalaust að leika og þú virðist yngjast upp með árunum. Ég  vona að ég fái tækifæri á að fara á  leiksýninguna Fúlar á móti. Vona að þig setjið þetta upp í RVK seinna, ef ekki þá mæti ég norður það er nokkuð ljóst. Gangi ykkur vel og vona ég að sýningin eigi eftir að slá í gegn Kveðja frá Hafnarfirði,  Hanna R.

 Haltu áfram að gleðja aðra, það varstu sköpuð til að gera.  Kv frá Hafnarfirði

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 27.2.2009 kl. 19:11

4 Smámynd: Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir

Elsku bloggvinir! Það er sem ég segi - maður tengist bara vinum sínum í bloggheiminum - og fær hlýja strauma í hjartað.

Ástarkveðja til ykkar allra

Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir, 28.2.2009 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband