Gleðilegt ár og halló Akureyri!

Ég var búin að steingleyma að ég á litla bloggsíðu hér á mbl.is

Ég óska ykkur öllum gleðilegs árs og vona að þið hafið haft það gott um hátíðarnar.

 Ég er flutt til Akureyrar í bili þ.e.a.s. ég verð hér meirihluta vetrar - fyrst að æfa og svo að sýna leikritið "Grumpy old women" eða "Fúlar á móti" eins og það heitir í íslenskri þýðingu.

Við Helga Braga, Björk Jakobs og ég ætlum að gera allt vitlaust hjá Leikfélagi Akureyrar og fá ALLA Akureyringa .. og reyndar alla aðra Íslendinga - í leikhúsið!

Ég er alveg kolfallin fyrir Akureyringum. Ég fann það strax þegar ég kom og sýndi einleikinn "Alveg Brilljant Skilnaður" sl. sumar að viðmót Akureyringa var einstakt - allir hlýlegir og vingjarnlegir ... svo er þetta svo fallegt fólk! Ég sver það mér verður starsýnt á bæjarbúa - ekki bara unga fólkið heldur er mín kynslóð líka svo flott  (ekki það að við séum eitthvað gömul!).

Við stelpurnar bjóðum alla Íslendinga velkomna hingað til Akureyrar frá og með miðjum febrúar að berja augum þetta drepfyndna verk um ákaflega dásamlegar - en svolítið pirraðar - miðaldra fúlar á móti gellur í stuði!

 Það verða ómótstæðileg tilboð á flugi/gistingu/leiksýningu og Akureyringar breiða út faðminn!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann G. Frímann

Vertu velkomin! Fá annars ekki allir bloggvinirnar frímiða á besta stað?

Jóhann G. Frímann, 9.1.2009 kl. 15:43

2 identicon

Gleðilegt ár elskan... Spennandi sýningin ykkar , og hljómar ótrúlega vel...

Ætla að monta mig vegna tenglsa norður og helmnings ættar minnar sem er búsettur þar, skil alveg hvers vegna þér þykja Akureyringar fallegt fólk...

Þú hlýtur að eiga ættir að rekja þangað ?.....

knús frá okkur Hrafni...

Valdís Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 17:59

3 Smámynd: Aprílrós

Gleðilegt ár mín kæra :)

Aprílrós, 9.1.2009 kl. 18:22

4 identicon

Sæl Skvís.

Gaman að sjá þig hér, og ég mun skrifa meir seinna.

Ekki segja neinum hvað við áttum saman ( nú kemur kjaftagangur).

Þú ert yndisleg kæra vinkona,og gangi þér vel Akureyri, það er langt síðan ég sagði þér að Norðurlandið væri best.

Bið að heilsa öllum þínum. 

Verð í sambandi síðar.

Gæinn úr Hárinu, hum.

Kveðja

Kristinn Rúnar Hartmannsson (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 18:27

5 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Lýst vel á ykkur skvísurnar, smá svona grumpí 

Svala Erlendsdóttir, 9.1.2009 kl. 20:51

6 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Velkomin Edda mín og stöllur þínar.. Mér heyrist þegar ég hlusta vel..þetta boða nokkuð gott.  Gangi ykkur vel með æfingar, og að fóta ykkur á morgun og næstu daga, þeir spá svo bölvanlega, og svo miklu frosti líka á næstunni,, er þetta nokkuð tengt ykkur? Nei, bara það er búið að vera svo gott veður að undanförnu....

Sigríður B Svavarsdóttir, 9.1.2009 kl. 22:35

7 Smámynd: Laufey B Waage

Gleðilegt ár mín kæra. Takk fyrir það gamla. Hlakka til að sjá ykkur fúlar á móti, hvort sem það verður nyrðra eða syðra (það hlýtur að hafa verið búin til tungubrjótaræfing í leiklistarkennslu úr þessu orði; nyrðra).

Laufey B Waage, 12.1.2009 kl. 11:07

8 Smámynd: Gulli litli

Nordlendingar eru fallegt fólk, ég er ad nordan. Nei nei segi bara svona. Gledilegt år.

Gulli litli, 14.1.2009 kl. 21:18

9 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Gleðilegt ár Edda, hlakka til þess að rekast á þig hér fyrir norðan. Ég er sannfærður um að þessi sýning eigi eftir að slá svo hrikalega í gegn að það  muni horfa til verulegra vandræða....þið verðið hér fyrir norðan langt fram á næsta ár.....og landinn mætir allur til Ak til þess að fylla á orkutankinn og hlægja frá sér krepputal og önnur leiðindi

Júlíus Garðar Júlíusson, 17.1.2009 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband