Vingjarnlegt fólk

Ég bý tímabundið á stað þar sem fólk hefur öðlast mikla færni í vingjarnlegheitum - þ.e.a.s. það er lögð sérstök áhersla á það í uppeldi barna í skólum að sýna meðbræðrum hlýju og rétta hjálparhönd.

Ég veit ekki alveg hvað við ætlum að láta það viðgangast lengi að allt annað en mannrækt hafi forgang í uppeldiskerfinu okkar (skólakerfinu) en mér finnst tími til komin að setja á dagskrá æfingabúðir í mannlegum samskiptum.

 Það verður allt svo miklu auðveldara í hversdagsleikanum þegar maður finnur fyrir hlýlegu viðmóti og þegar fólk sem maður mætir á förnum vegi sendir manni fallegt augnaráð - jafnvel bros.

Ég sting upp á að við hættum að fá taugaáföll yfir því hvar íslensk börn eru stödd í stærðfræði (á heimsvísu) og einbeitum okkur að því að þeim líði vel í sálinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já, mikið er ég sammála þér.  Við hérna á heimilinu lesum oft bók sem ber nafnið hjálparhendur, alveg yndisleg bók um þessi mál. Dóttir mín hefur farið með hana í bekkinn sinn og var þetta þemað í bekknum í vetur og bar rosalega góðan árangur, börn eru svo opin fyrir svona.

alva (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 17:54

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.7.2008 kl. 19:33

3 identicon

Innlitskvitt!!

Ása (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 21:07

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Í hvaða dýrðarkompaníi ert þú?

Ég gæti ekki verið sammála þér.

PS: Ég þoli ekki broskalla-og hjartatákn ...

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.7.2008 kl. 22:28

5 Smámynd: Laufey B Waage

Algjörlega sammála þér mín kæra.

Laufey B Waage, 9.7.2008 kl. 11:46

6 Smámynd: Tiger

 Flottar pælingar mín ljúfa Edda, endalaust hægt að bæta sig á þessu sviði. Kærleikur og virðing með slettu af umburðalyndi og hlýju geta dimmu í dagsljós breytt.

Einmitt sú hlýja, virðing og kátína sem ætíð streymir frá þér til okkar allra - breytir einmitt dimmu í ljós - að mínu mati!

Knús á þig dásamlega skott og eigðu ljúfar stundir.

Tiger, 10.7.2008 kl. 20:15

7 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Æ, mikið er ég sammála þér.  Svona upplifi ég einmitt Svíaríki.  Í foreldraviðtölum á leikskólunum og í grunnskólunum er eiginlega eytt meira púðri í að ræða um félagsfærni barnanna en um árangur á prófum.  Það þykir skipta mjög miklu máli að barnið sé "en bra kompis" - góður vinur, þ.e. hjálpsamur, vingjarnlegur og umhyggjusamur og umgangist aðra af virðingu.  Og þetta er virkilega rætt í skólunum og unnið með þetta.  Unglingnum mínum t.d. finnst sænskir unglingar miklu vingjarnlegri og kurteisari en íslenskir.  Já, við Íslendingar megum alveg hugsa meira um þessi mál

Aðalheiður Haraldsdóttir, 10.7.2008 kl. 21:15

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.7.2008 kl. 22:58

9 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Þú hefur einmitt hitt naglann á höfuðið Edda. Mér hefur fundist sem nám í lífsleikni fjalli um allt annað en lífsleikni.  Ég hef bent á það einhversstaðar hérna á blogginu að í dag vantar mikið upp á að börn og unglingar læri heilbrigð í lífsháttum.  Hér á ég við heilsusamt fæði, hreinlæti, áhrif fæðu, sætinda, reykinga, víns, snyrtiefna og slíkra hluta. Krakkar vita ekkert um svona í dag. Krökkum ætti líka að kenna hvernig maður gengur til verka þegar maður tekur til, þrífur og skúrar.   Kenna skal krökkum og unglingum matsiði, framkomu, fallegt mál og bara almenna mannasiði.  EKki furða að krökkum finnst þeir vera utagátta þegar þeir hitta fullorðna, þar sem þeir vita ekki hvernig best er að hegða sér og hvað má. 

Nú er alltaf verið að taka meira og meira burt af kristnum fræðum í skólum landsins. Þar með fellur burt stór hluti alls þess góða sem börnum hefur verið kennt í gegnum tíðina. 

Annað sem er mikilvægt að börnum og unglingum sé kennt er almenn menningarsaga. Ungt fólk á leið út í lífið er almennt svo illa að sér um almenna menningarsögu að það getur ekki "relaterað" til nokkurs skrifað texta eldri en 30 ára. Skólakerfið hefur þar með og svo foreldrar, tekið frá þessu unga fólki stóran hluta þess "skírskotanaveraldar" sem foreldrar og fyrri kynslóðir hafa yfir að búa. Hér á ég við að fólk er almennt svo illa að sér að það skilur ekki lengur helminginn af heimsbókmenntasögunni lengur.   Synd og skömm.

Baldur Gautur Baldursson, 11.7.2008 kl. 08:38

10 Smámynd: Heidi Strand

Börnin læra líka það sem fyrir þeim er haft. Best er að hafa góðar fyrirmyndir. hvað fólk segir og hvað það gerir hangir oft ekki saman.
Að kunna að heilsa og að þakka fyrir sig er góð byrjun.

Ég er sammála þér Edda .

Baldur, mjög góður pistill hjá þér!

Heidi Strand, 13.7.2008 kl. 10:11

11 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Já ég er alveg sammála. Fyrir nokkrum árum keypti ég mér skemmtilega snældu til að hafa í bílnum þessi snælda hét Bibba á Brávallargötunni og vakti mikla lukku. Því miður er ég búin að týna henni og finn hana ekki lengur í búðum, er ekki komin tími til að skella þessum snilldar þáttum á geisladisk???? Ég væri sko alveg til í að kaupa þann disk.

Með von um svar

Sigurbjörg Guðleif, 14.7.2008 kl. 16:50

12 identicon

Vel mælt sem fyrr :)

þú ert nottla bara snillingur ;)

Tinna Björt Karlsdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband