Gróðurhús

Ein viðskiptahugmynd í viðbót ... væri ekki þjóðráð að reisa stórt gróðurhús með ótal tegundum af trjám og plöntum - hólfa það niður og leigja út sem skriftofuaðstöðu?? Alveg er ég sannfærð um að upplýst fallegt gróðurhús hefur jafn góð áhrif á manneskjur eins og tómatplöntur. Nýjustu rannsóknir sýna að það hefur ótrúlega slæm áhrif á geðslag fólks ef það skortir súrefni og birtu (það er auðvitað skýringin á því hvað við Íslendingar erum oft óróleg í eigin skinni) - miklu verrri áhrif en hingað til hefur verið talið. Hugsið ykkur hvað það væri dásamlegt að labba inn í bankastofnanir og þurfa að leita að þjónustufulltrúunum bak við banana plönturnar? "Góðan daginn - er bankastjórinn við?" "Já - þú finnur hann á milli Jukkunnar og vínviðarrunnans þarna innst!"

Ég get ekki beðið eftir að sjá einhvern birtuunnanda framkvæma þessa hugmynd! 

 Ég man þegar ég var að leikstýra á Sólheimum (paradís á jörð!) þá sat ég gjarnan í Grænu Könnunni með tölvuna mína og vann þar - það var alltaf sumar og sól þar inni! Græna Kannan er yndislega kaffihúsið á Sólheimum - snilldin er sú að þarna var gróðurhús sem einhverra hluta vegna ekki nýttist lengur sem slíkt og það var innréttað sem kaffihús. Uppáhalds kaffihúsið mitt í heiminum!

Sem minnir mig á enn eina viðskiptahugmyndina - sem  raunverulega er búið að hrinda í framkvæmd. Við tókum okkur saman nokkur heilsufrík og pöntuðum Gistiheimilið á Sólheimum í fimm daga (30. apríl - 4. maí) og ætlum að bjóða þeim sem vilja að dvelja með okkur í þessu himnaríki og snæða eingöngu létt lífrænt fæði og hlusta á fyrirlestra og stunda námskeið og skemmta sér saman.

Þetta verður gert opinbert í vikunni - Maður Lifandi skráir þáttakendur. Því miður komast aðeins 16 manneskjur á þetta námskeið - en ef  þetta slær í gegn munum við bjóða upp á mörg svona námskeið í framtíðinni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Edda ég er sko með í svona dásemd.  Skrái mig á stundinni.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.4.2008 kl. 23:22

2 Smámynd: Tiger

  Þú ert algert tromp Edda. Viðskiptahugmyndirnar flæða bara - vonandi að einhver ríkisbubbinn komi auga á þær og geri eitthvað af þeim að veruleika. Sólheimar eru yndislegur staður og fátt eins dásamlegt eins og að eyða nokkrum dögum þar í einu. Hef komið þangað af og til - vegna sjálfboðavinnu með Bergmáli - hef meira segja knúsað þig í alvöru sko! ;)

En, eigðu góða nótt yndislegust og vonandi ganga námskeiðin vel hjá þér/ykkur. Stórt internetknús á þig!

Tiger, 8.4.2008 kl. 02:32

3 identicon

Þú átt ekki að vera að gefa þessar hugmyndir svona út í loftið.

Það er um að gera að halda þessu leyndu fyrir almenningi og selja svo nokkrum vel útvöldum þessar viðskiptahugmyndir.

Gætir orðið milli !! 

Nói Blomsterberg (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 05:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband