Viðskiptahugmyndir gjörið þið svo vel :)

Ég er alltaf að velta fyrir mér hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór (fyrir utan að stunda  fagið mitt sem ég mun líklega aldrei yfirgefa – þetta virðist vera ólæknandi baktería!).

 Það eru svo ótal margar hugmyndir sem  mig langar til að hrinda í framkvæmd  – hérna eru nokkrar  sem ég hef verið að gæla við lengi: a) Skemmtistaður þar sem "sixties" andrúmsloftið ræður ríkjum og mín kynslóð getur sest niður og spjallað, snarlað, lesið, tjúttað o.s.frv -  b) Heilsustofnun þar sem allt áþreifanlegt og óáþreifanlegt er lífrænt - þangað sem almenningur getur reglulega  sótt andlega og líkamlega næringu  og losað sig við streitu-eitrið sem er að drepa okkur dugnaðarforkana –            c) Fjölmiðlasamsteypa þar sem gleðifréttir eru í öndvegi .. og allir uppáhaldsfjölmiðlamennirnir mínir (af báðum kynjum) eru fastráðnir og miðla af hæfileikum og visku - þar er einnig ómælt framboð af list í sinni fjölbreyttustu mynd  -                                  d) Uppbyggilegur tómstundastaður þar sem unglingar, börn og fullorðnir koma saman og leika sér á kvöldin og um helgar, föndra, syngja, dansa, elda mat, fara í leiki ... (ok – svolítið óraunhæft ... raunsæi er ekki mín sterkasta hlið þegar ég er á hugarflugi) - e) Grunnskóli sem hefur mannrækt og listsköpun að leiðarljósi og allt uppeldisstarf grundvallast á þeim gildum  og þá meina ég að þessi stefna sé  raunverulega í framkvæmd – ekki bara í orði ! -    f) „Upphristihópur“ sem fer á milli vinnustaða og menntastofnana og leiðir fólk í gegn um ómetanlega byrjun á hverjum degi. Það gerist einhvernvegin svona: Allir sameinast í  djúpöndunaræfingum sem hreinsa hugann og kalla fram uppbyggjandi og fallegar hugsanir - því næst dansa allir trylltan dans og syngja hástöfum þangað til endorfín hormónaflæðið í skrokknum hefur komið öllum í gleðivímu – sem endist allan daginn!

Ég þori að veðja að ef við myndum sameinast um að hefja hvern dag með slíkri andlegri og líkamlegri uppbyggingu myndi persónulegum vandamálum okkar fækka svo um munaði. Prófið þið bara að skella Elvis á fóninn – eldsnemma á morgnana - og tjútta og syngja með – þó ekki væri nema í fimm mínútur! Maður fer í raunverulega vímu ... endorfín vímu, sem er á allan hátt ótrúleg vítamínsprauta fyrir hverja manneskju.

Ég gæti nefnt ótal, áreiðanlega mjög arðvænlegar, viðskiptahugmyndir í viðbót en læt þessar duga í bili.

Ég ætti nú kannski að snúa mér að náminu aftur til að leggja drög að því að hrinda öllum þessum hugmyndum í framkvæmd. Gleðilegt vor þarna heima á Íslandi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

you gó girl

Svo sæki ég bara um vinnu hjá þér

Svala Erlendsdóttir, 2.4.2008 kl. 23:54

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Er það liður í áætluninni að hafa letrið á pistlinum þínum svo smátt, að maður þarf að hafa gleraugu, stækkunargler, og stækkunarspegil, til að komast í gegnum, annars stórfínan pistil. -  Ertu kannski þannig að mæla, raunverulegan áhuga á þessum málum?  Ég geri allavega ráð fyrir að þessi stafastærð sé útspekúleruð hjá þér.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.4.2008 kl. 00:00

3 Smámynd: Laufey B Waage

Ég kem pottþétt til með að sækja um kennarastarf í skólanum þínum, auk þess sem ég verð fastagestur á skemmtistaðnum og heilsusetrinu. Gott ef ég fæ ekki að hræra í pottunum líka. Hlakka samt mest til að dansa eins og brjálæðingur.

Laufey B Waage, 3.4.2008 kl. 09:00

4 Smámynd: Tiger

  Allt saman alveg Brilljant hugmyndir. Gruna að þú myndir brillera mest í Fjölmiðlasamsteypunni þar sem þú gætir stráð gleðifréttum og gleðihugmyndum um allt, enda hægt að ná til flestra með fjölmiðlum. Get sagt þér það með sanni - ég myndi gerast glaður áskrifandi af hverjum þeim miðli sem þú myndir hrinda í gang! Veit eins og ég sit hérna að slík yrði hlýjan og góðmennskan sem og taumlaus gleðin - sem myndi flæða frá fjölmiðlasamsteypunni með þig sem skipstýru. Þú ert með stóra drauma, en hver og einn þeirra er mikið fagur og hver með stefnu á að gleðja - sem sýnir þitt sanna hjarta - sem bæði gleður og gefur okkur hinum svo gífurlega mikið. Anyhow.. stórt og mikið knús á þig elskulegust og eigðu góðan dag sem og góða helgi framundan.  Takk fyrir að vera til Edda mín!

Tiger, 3.4.2008 kl. 17:24

5 identicon

 

a) Flestir af þinni kynslóð kjósa fremur að sitja heima og muna eftir gömlu dögunum eins og þeir voru í stað þess að reyna að upplifa þá aftur og verða fyrir big-time vonbrigðum.



b) Fín hugmynd......fyrir Björgólf Guðmundsson og Jóhannes Jónsson

 

c) Fín hugmynd. Allir fjölmiðlar í dag eru uppfullir af neikvæðni og aftur neikvæðni. Prófaðu að hlusta á Útvarp-Sögu og taktu eftir því hvað allir útvarpsmennirnir þar eru neikvæðir (sérstaklega útvarps-stýran). Meira að segja Sigurður „vinur minn“ G. Tómasson er orðinn óþægilega neikvæður.

 

d) Þetta er falleg framtíðarsýn. Nú á dögum eru börn og unglingar lamin í skólanum fyrir minna en að föndra, dansa, elda mat og fara í leiki. Það er ALLT tínt til svo tilefni sé til eineltis.

 
e) Fín hugmynd
J

f) SUUUURE !!!

Nói Blomsterberg (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 23:15

6 Smámynd: Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir

a) Flestir af minni kynslóð eru miklu yngri en þið!!!

Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir, 5.4.2008 kl. 00:01

7 identicon

..........í anda

Nói Blomsterberg (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 05:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband