Wholefoods

Það er ótrúlega mikið úrval af eiturefnalausum mat í verslunum Wholefoods - uppáhalds verslunarkeðjunni minni hér í Kaliforníu. Ég á eftir að sakna þess mest af öllu (næst á eftir fegurðinni og hitanum hér í San Diego) að geta ekki farið daglega í Wholefoods og valið úr óendanlega mörgum tegundum af lífrænum ávöxtum og grænmeti.

Það kann að virka einkennilega að tala um matvæli eins og þau séu yfirleitt full af eiturefnum - en tilfellið er að það er ótrúlegt magn af aukaefnum sem leyfilegt er að setja í matvæli, í þeim tilgangi að bragðbæta eða útlitsbæta og ekki síst til að lengja endingartíma, fyrir utan allt það skordýraeitur sem leyfilegt er að nota og eyðileggur ferskt grænmeti og ávexti. Ógrátandi nefnir maður ekki öll þau erfðabreyttu matvæli sem flæða yfir heiminn og ekki sér fyrir endann á hversu mikið munu skaða líkama okkar. 

Öll aukaefni í matvælum eru því miður verulega hættuleg fyrir líkamann - við erum nefnilega að innbyrða töluvert magn daglega af þessum verksmiðjuframleiddu efnum. Ekki síst gera þessi aukaefni usla þegar búið er að blanda þeim öllum saman. Verulega erfitt fyrir líkamann á losa sig við þessi kemísku efni. Kíkið endilega á vefsíðurnar hérna fyrir neðan og kynnið ykkur þá umræðu sem er yfirleitt ekki uppi á borðum:

 

 

 

Dr. Hulda Clark
www.drclark.net
www.greenwillowtree.com
www.noharm.org
www.thedoctorwithin.com
www.westonaprice.org
www.arna.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Ég má ekki lengur drekka coke light!!!!!!Guðbjörg bannar það!

Garún, 26.3.2008 kl. 08:24

2 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Það er líka bara einstaklega gaman að versla í Whole Foods - alltaf eitthvað nýtt og spennandi........  öfund, öfund....!!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 26.3.2008 kl. 09:03

3 Smámynd: Laufey B Waage


Ég legg til að þú - að loknu mastersnámi þínu í stjórnun, bjóðir þig fram sem "Hæstráðanda til sjós og lands", - og eitt af þínum fyrstu verkum verði að sjá til þess að venjulegir (ekki bara ríkir) íslendingar geti orðið sér úti um holla og eiturefnalausa næringu daglega. Ég verð efst á stuðningslistanum.   

Laufey B Waage, 26.3.2008 kl. 09:58

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Tek undir með henni Laufeyju,  elsku Edda mín, reyndu líka að byggja þig vel upp, af öllu lífræna góðgætinu þarna fyrir vestan, því hér er allt, að hækka dag frá degi, fyrst var það 20% hækkun, og er enn meir núna, maður nær ekki lengur að átta sig á stöðunni, því verðið breytist svo hratt. 

   Krónan fellur sem aldrei fyrr, er komin svo langt niður að maður sér hana ekki lengur, svo djúpt er hún sokkinn, að í raun er hún ekki til, lengur. 

  Gengisfellingar eru svo gengdarlausar, meiri en nokkru sinni fyrr,  og ekki fylgja launahækkanir í kjölfarið.  A.m.k. ekki til  hins almenna þjóðfélagsþegns.

   Því þarfnast þjóðin, manneskju eins og, þig Edda, til að kenna ráðamönnum að stokka upp spilin, og forgangsraða, með mannauðinn, sem í Íslensku þjóðinni býr, í fyrirrúmi. 

Bestu kveðjur til ykkar allra. Lilja

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.3.2008 kl. 14:14

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskveðjur.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.3.2008 kl. 19:47

6 identicon

Innlitskvitt - og flott væri að fá þig sem þingmann þegar þú kemur heim - þú ert með svo fallegt hjartalag og hugurinn svo hreinn og djúphugsaður!
Ég mun kjósa þig!!!  

Ása (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 22:40

7 Smámynd: Garún

Og ég mun kjósa þig.. reyndar mun ég finna leið til að svindla og kjósa þig tvisvar

Garún, 27.3.2008 kl. 23:14

8 Smámynd: Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir

Ég verð alltaf svo glöð þegar ég les athugasemdirnar sem þið bloggfjölskylda mín hafið skrifað. Þið eruð yndisleg - og skemmtileg!  Ég var að kíkja í bók sem ber titilinn (gróflega þýtt) "Hvers vegja konur eiga að stjórna heiminum". Hafi maður ekki verið sannfærður fram að lestri þessarar bókar, um nauðsyn þess að konur þessa heims eigi að hafa völdin, þá er maður ekki í nokkrum vafa eftir lesturinn að eina vitið fyrir heiminn er að allir karlmenn afsali sér valdastöðum sínum til einhverra góðra kvenna - strax! Við stúlkurnar í bloggheiminum skulum bjóðast til að stjórna Íslandi - förum létt með það!

Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir, 28.3.2008 kl. 01:45

9 Smámynd: Túrilla

Sæl, Edda mín.
Það er óskaplega langt síðan ég hef sést í bloggheimum, en það er allt í lagi því það hefur enginn tekið eftir því.

Það er þetta með lífrænu matvælin. Því miður er úrvalið frekar slappt hér á landi, en ég kaupi alltaf það sem ég mögulega get og er mér nánast sama hvað það kostar. Ég vil að börnin mín fái sem mest lífrænt og þau fá aldrei mat eða drykki með aspartami eða öðrum gervisykri, ég er mjög hörð á því.

Ef einhver vildi vera svo vænn að benda mér á verslun sem hefur yfirgripsmikið úrval lífrænna matvæla þá yrði ég mjög þakklát. Þá á ég við verslun þar sem væri hægt að kaupa inn fyrir heila máltíð - kjöt, kartöflur, grænmeti og fleira góðgæti. Mér finnst of mikið um það ennþá að ég þurfi að fara verslana á milli til að finna það sem ég vil.

Gangi þér allt í haginn í San Diego. Verst að þú varðst ekki leikhússtjóri eins og ég vonaði, en þinn tími kemur! Síðbúnar hamingjuóskir með barnabarnið. Það er ekki amalegt að fæðast inn í fjölskylduna þína, ástin og kærleikurinn yfirgnæfir allt annað.

Túrilla, 30.3.2008 kl. 08:52

10 Smámynd: Tiger

     

Já elskulegust.. þegar matvælin eru farin að dansa fyrir mann - þá er næsta víst að eitthvað mikið hefur verið sett í þau, svo mikið er víst. Ég er heppinn, enda alinn upp við það að borða bara það sem maður getur ræktað sjálfur og nota sem minnst af t.d. salti og sterku kryddi - Þó stundum sé það nauðsynlegt í góða eldamennsku. Erfðabreytt matvæli og matvæli sem innihalda mikið af aukaefnum eru sannarlega stórhættuleg líkamanum, svo mikið satt hjá þér. Þess vegna er það einmitt svo dásamlegt þegar maður kemst í "heimatilbúin" matvæli. Maður gerir sína eigin sultu, bjúgur og maður ræktar kartöflur sem og ýmislegt grænmeti sem maður notar duglega. Svo á ég systur sem ræktar gúrkur, svo þær fær maður bara beint af trjánum.

Ég væri sannarlega til í að hafa svona eins og eina Wholefoods keðju hérna á klakanum - nóg af lífrænt ræktuðu og mikið ferskt. En.. maður getur alltaf skroppið á Sólheima og fengið þar ýmislegt góðgæti, sko miklu meira en bara falleg bros og saklausa hjartahlýju. Það er reyndar víða um landið hægt að nálgast góð og eiturefnalaus matvæli svo sem.. Knús á þig yndislegust og takk fyrir mig hér.

P.s. myndir sóma þér vel yfir Íslandi auðvitað, þarf eiginlega ekki einu sinni að minnast á það, þannig séð.

Tiger, 31.3.2008 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband