San Diego

Mikið hlakka ég til að komast í sólina í San Diego! Ég held að ég hafi aldrei upplifað jafn "önuga" veðurguði .... viku eftir viku! Það hefur varla verið hundi út sigandi frá því að ég lenti hér á uppáhalds landinu mínu í janúar. Ég er satt að segja alveg búin að fá nóg af því að brjótast á milli áfangastaða í jöklagalla .. með hjálparsveit skáta á línunni!

 Ég hlakka líka til að geta sest niður og haldið áfram að skrifa ritgerðina mína. Það hefur því miður ekki gefist ein mínúta til að opna það skjal í tölvunni minni!  

Þegar ég kem aftur verður farið að vora - vonandi verðið þið öll komin í stuttbuxur og sandala þegar við sjáumst aftur.

Vegni ykkur vel í hálkunni - ég verð úti að spranga í stuttermabol annað kvöld ... noní noní noní!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Vá hvað ég væri til í að vera núna á leiðinni til Suður-Kaliforníu. Njóttu þess mín kæra.

Laufey B Waage, 10.3.2008 kl. 22:20

2 Smámynd: Helguráð

Gangi þér vel með ritgerðina.  Njóttu þess bara í botn að vera í sólinni.

Kveðja Helga

Helguráð, 11.3.2008 kl. 00:48

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

æ já sólin

það vorar fyrir rest...

vona ég

Guðrún Jóhannesdóttir, 11.3.2008 kl. 13:37

4 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Hafðu það sem best þarna úti, vonandi fara veðurguðirnir að skipta um ham hér heima.

Bjarndís Helena Mitchell, 12.3.2008 kl. 03:00

5 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Nú fer ég bara í stuttbuxurnar, kveiki bara á gleðiljósinu og nuddsætinu sem ég gaf kallinum mínum ein jólin í jólagjöf, pressa mér ferskan appelsínusafa með regnhlíf og röri og þykist vera í útlöndum

Svala Erlendsdóttir, 12.3.2008 kl. 18:12

6 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Njóttu þess í botn og gangi þér vel með ritgerðina..

Agnes Ólöf Thorarensen, 12.3.2008 kl. 23:42

7 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Nú eru að verða 20 ár frá því Áhugahópurinn ruddi brautina í söfnunarátaki í sjónvarpi. Hvernig væri að blása lífi í hópinn okkar góða og gera eitthvað skemmtilegt á næsta ári. Var þetta ekki í september árið 1989? Baráttukveðjur.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 14.3.2008 kl. 23:38

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ohhh, hvað ég öfunda þig í sólinni, þó að þú þurfir að skrifa s.s. einsog eina ritgerð!!!.,  þá ertu jú samt í hita, og sól.  Og að auki með stóran part af fjölskyldu þinni hjá þér núna.  Þó að þú skrifir og skrifir,  hvílirðu þig inn á milli, og nýtur stunda með börnum og barnabörnum.  Ég heyri alveg í huganum, skellinn í hlátursgusunum frá ykkur, fjölskyldunni, það er svo gaman að njóta samvista ykkar.   Kær kveðja til ykkar allra elskurnar og hafið það gott.   P.S. -  Heyrðu, var það ekki strax haustið '88, eftir auglýsingasumarið mikla.  Sem við renndum okkur í þáttinn? Eða????

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.3.2008 kl. 16:15

9 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Njóttu vel..en sko nú er komið vor.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 16.3.2008 kl. 23:19

10 Smámynd: Tiger

 Snowstorm Uss já.. Veðurguðirnir hérna hafa sannarlega verið að ausa úr sér hinum skrýtnustu týpum af ofankomu - eins og oftast svo sem. Reyndar hefði ég alveg verið til í meiri fastan snjó og létt frost, frekar en allar þessar umhleypingar...

Ég er handviss um að þú átt eftir að njóta sólarinnar, rétt eins og ég er viss um að sólin á eftir að njóta þín! Hafið það gott þarna úti og gangi ykkur allt í haginn ljúfust.. Páskakveðja og knúserí á íslenska vísu.





Tiger, 20.3.2008 kl. 16:13

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Easter BasketGleðilega páska elsku Edda mín og fjölsk.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.3.2008 kl. 23:42

12 Smámynd: Pétur Björgvin

Hlýjar kveðjur úr snjónum á Akureyri - er stefnt á útskrift í vor eða haust?

Pétur Björgvin, 21.3.2008 kl. 09:30

13 identicon

Díta (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband