3.3.2008 | 00:26
Frábærir leikhússtjórar!
Til hamingju elsku besta María mín Sigurðardóttir með leikhússtjórastöðuna hjá Leikfélagi Akureyrar!!! Það er létt af mér þungu fargi - ég hafði satt að segja miklar áhyggjur af því hvað yrði um þetta frábæra leikhús þegar Magnús Geir færir sig til LR. Nú er LA borgið!
María er stórkostlegur listamaður og einstaklega hæfileikaríkur stjórnandi og er um það bil eina manneskjan í faginu sem ég treysti til að fylla skarð Magnúsar Geirs! Húrra Akureyri!!!
Magnús Geir er hárrétti maðurinn til að taka við Leikfélagi Reykjavíkur á þessum tímapunkti og ég er afskaplega glöð yfir því að Borgarleikhúsið skuli fá að njóta starfskrafta hans næstu fjögur árin. Hann hefur unnið þrekvirki fyrir norðan og ég veit að hann á eftir að gera frábæra hluti hér fyrir sunnan.
Ég hvet leikhúsfólk til að standa við bakið á nýjum leikhússtjórum og gefa þeim tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Magnús og María - þið eruð flottir leikhússtjórar og ég hlakka mikið til að njóta afraksturs ykkar starfa norðan og sunnan heiða!
Athugasemdir
Innlitskvitt og kveðjur.
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.3.2008 kl. 15:16
Tek undir heillaóskir þínar til þeirra Magnúsar og Maríu. Það verður gaman að fylgjast með leikhúslífinu á komandi misserum. Sjáumst við ekki í kvöld?
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.3.2008 kl. 16:14
Góðan daginn!
Viljirðu njóta lífsins betur - bendi ég þér á www.netsaga.is
mbk.
Chillingoli
es. Vinsamlegast gerðu heiminum þann greiða að áframsenda skilaboðin!
Ólafur (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 16:39
Ég er sammála og tek heilshugar undir með þér í árnaðaróskum sendum til beggja leikhússtjóranna, sunnan og norðan heiða.
Hvað væru leikhús eiginlega ef ekki væri fyrir góða stjóra og dásamlegra stjarna sem þar stíga á svið? Gangi þeim bara vel í framtíðinni og hlakka líka til að sjá afrakstur næstu misseri..
Tiger, 3.3.2008 kl. 18:58
Frábært eins og hinir tek undir heillaóskirnar. Frábærir hlutar að gerast:)
Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 00:42
María verður án efa góður leikhússtjóri fyrir norðan. Og Magnús Geir er heldur betur búinn að sanna sig.
Þannig að LA og LR eru í góðum höndum næstu árin.
Jens Sigurjónsson, 7.3.2008 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.