27.1.2008 | 23:01
Vetur ... o.fl.
Ég verð að segja að ég er alveg búin að fá nóg af íslenska vetrinum. Hvernig í ósköpunum heldur fólk haus í svona veður-hremmingum???
Litla kraftaverkið hennar Evu dóttur minnar er svo undurfallegt að maður situr bara og horfir í forundran á piltinn. Hjartans þakkir fyrir allar hlýju kveðjurnar frá ykkur bloggvinir mínir.
Ég óska Magnúsi Geir vini mínum innilega til hamingju með stöðu Borgarleikhússtjóra. Hann er svo sannarlega vel að þessu kominn pilturinn - búinn að sýna og sanna að hann er kraftaverkamaður í leikhúsi. Ég vona innilega að Akureyrarleikhúsið fái frábæran stjórnanda sem heldur jafnvel á spöðunum og Magnús Geir hefur gert síðustu ár.
Þá er næsta verkefni hjá mér (fyrir utan að klára ritgerðina mína) að bretta upp ermarnar og klára viðskiptaáætlunina fyrir næsta verkefni. Það er leyndarmál í bili en verður kynnt með látum þegar þar að kemur.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Bloggvinir
- juljul
- bjarkitryggva
- sirrycoach
- garun
- steinunnolina
- ranka
- jullibrjans
- gurrihar
- bjork
- jenni-1001
- ingveldurthe
- annagisla
- birnag
- goodster
- ellasprella
- urkir
- heidathord
- ver-mordingjar
- saedis
- nonniblogg
- saxi
- ilovemydog
- madamhex
- baddahall
- cerebellum
- urki
- irisarna
- madcow
- hlekkur
- benna
- fridrikomar
- heidistrand
- fararstjorinn
- mammzan
- skotta1980
- laugatun
- ingabesta
- turilla
- zeriaph
- ruthasdisar
- tothetop
- manzana
- laufeywaage
- thordistinna
- eythora
- markusth
- svala-svala
- irisasdisardottir
- sjalfstaeduleikhusin
- moguleikhusid
- almaogfreyja
- ernafr
- fjola
- malacai
- aslaugas
- adhdblogg
- heidah
- loathor
- annaragna
- kruttina
- arijosepsson
- audunnh
- audurkg
- kisabella
- arh
- baldvinjonsson
- baldvinj
- berg65
- salkaforlag
- gattin
- bryndiseva
- binnag
- brandarar
- cakedecoideas
- eurovision
- einarhardarson
- er
- ernabjork69
- fitubolla
- gerdurpalma112
- gtg
- gullilitli
- coke
- gunnlaugurstefan
- handtoskuserian
- iador
- helgabst
- kristmundsdottir
- skjolid
- helgurad
- himmalingur
- hlini
- hlynurh
- hvitiriddarinn
- jahernamig
- veland
- jakobjonsson
- hannaruna
- jgfreemaninternational
- krissa1
- hjolaferd
- kristin-djupa
- lotta
- lillagud
- lindalea
- madddy
- mal214
- pallmagnus
- pallieliss
- kex
- ragjo
- schmidt
- meyjan
- sibbulina
- siggikaiser
- slembra
- sp
- klarak
- stebbifr
- garibald
- sverrir
- saedishaf
- tigercopper
- vefritid
- hallormur
- tbs
- keg
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 85394
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
er það ekki bara málið að við kunnum ekki annað en að þrauka íslenska veturinn, rétt eins og mörgæsin á suðurskautslandinu
Það er svo notalegt að fá að knúsa þessi litlu krútt svolítið, er farin að telja niður í að fá fyrsta langömmubarnið mitt hérna á hæðina fyrir ofan mig í júlí
kveðja
Guðrún Jóhannesdóttir, 27.1.2008 kl. 23:47
kvitt kvitt og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.1.2008 kl. 10:15
NEI það er ekki hægt að halda eilíft haus í svona vetrar hremmingum Maður er búin að fá nóg enda er ég farin í sól og sumaryl 26 febrúar................
Skil vel að þú horfir á þitt litla kraftaverk ég á aðvitað börnin mín 3 svo bíð ég eftir litlu kraftaverkunum sem að þau munu kanski skapa ....................
Erna Friðriksdóttir, 28.1.2008 kl. 15:36
Innilega til hamingju með prinsinn..þetta er náttúrlega bara æðislegt..
Agnes Ólöf Thorarensen, 28.1.2008 kl. 22:33
til hamingju með litla prinsinn já þetta er ekki alveg búið að vera besta veður undarfarnadaga en það vonandi fari nú að birta til
lady, 28.1.2008 kl. 22:47
Til hamingju með ömmudrenginn undurfallega...ég er þess sannfærður að hann er líkur þér. Talandi um íslenska veðrið, þá hefur verið spáð aftur og aftur einhverjum ósóma í veðrinu....en hér á Dalvíkinni höfum við aldrei þessu vant sloppið við þetta allt saman ( Blés aðeins á sunnudaginn) En hér er nánast snjólaust, logn og rómantískt tunglskin....ef þú ert leið ...þá veistu hvert þú átt að koma
Júlíus Garðar Júlíusson, 29.1.2008 kl. 13:44
Til lukku með litla prinsinn og gangi þér vel í skulen
Bjarney Hallgrímsdóttir, 31.1.2008 kl. 00:47
Maður sér það ekki fyrr en maður er búinn að prófa að búa við annars konar veðurfar hvað almættið hefur úthlutað blessuðu skerinu okkar sparlega í þessum efnum. Hér í Svíþjóð er að mínu mati bara tvenns konar veður - bra og jättebra! Eftir að hafa búið hér í 19 mánuði er ég komin með þá kenningu að veðurfarið móti að miklu leyti þjóðarsálina, matarvenjur og margt fleira. Ég dáist bara að þeim sem halda þetta út þarna heima! Íslendingar eru hetjur! Svo óska þér innilega til hamingju með ömmubarnið!
Aðalheiður Haraldsdóttir, 31.1.2008 kl. 10:26
Innilega til hamingju með prinsinn ykkar allra,alltaf svo yndislegt þegar nýjar einstaklingar líta dagsins ljós .
Ég seigji eins og þú að ég vona svo innilega að við fáum aftur jafngóðan leikhússtjór a og Magnús hérna fyrir norðan,maðurinn hefur gert kraftaverk fyrir leikhúsið okkar hérna.
Helga skjol, 31.1.2008 kl. 15:28
Sæl Edda og innilega til hamningju með litla prinsinn. Ég heyri að nóg er að gera fyrir utan ritgerðina, ég reyni að dröslast áfram. Vonandi sjáumst við á nýju ári þ.e. fyrir útskrift.
Þórgunnur (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 09:59
Viðurkenni að ég er aðeins búin að vera að "sörfa" á netinu í dag, skoða Seychelles eyjar og San Diego.. Segðu mér er ekki fínt að skreppa til San Diego í apríl og fara þá í gegnum Minneapolis? Væri alveg til í að skreppa í 3 vikur og láta Ernu frænku mína þarna úti hjálpa mér að finna eitthvað gott "self catering" gististaðsdæmi...
ÚFF..
Til hamingju með litlu músílús!
Friðrika
Friðrika Kristín, 2.2.2008 kl. 23:21
Til lukku með viðbótina í fjölskylduna.
Það er skoðun mín, að þú ættir að sækja um leikhússtjórastöðuna á Akureyri.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.2.2008 kl. 21:22
Einmitt - skora á þig að sækja um leikhússtjórastöðuna á Akureyri. Leikhúskveðja frá atvinnuleikúsinu á Ísafirði.
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.