24.1.2008 | 01:04
Beðið eftir litlum dreng
Við fjölskyldan bíðum eftir litlum dreng sem er á leiðinni inn í þennan heim. Við reiknuðum með að hann kæmi til okkar fyrir 10 dögum síðan og höfum nokkrum sinnum reynt að senda honum skilaboð þess efnis að við séum öll tilbúin til að taka á móti honum og elska hann óendanlega mikið og skilyrðislaust.
Hann lætur ekki reka á eftir sér og er enn að bíða eftir hárréttu augnabliki til að takast á við öll þau verkefni sem bíða hans hér á jörðinni. Mamma hans er orðin ósköp þreytt og bíður spennt eftir að hitta þennan gleðigjafa. Við bíðum reyndar öll eftir að kynnast þessu litla kraftaverki sem allt líf okkar snýst um þessa dagana.
Lítil orðsending til þín litli dóttursonur minn: Ég vil alls ekki vera með neina ýtni - en værirðu til í að drífa þig til okkar sem allra fyrst svo við getum byrjað að læra af þér allt um kærleikann og deila lífi okkar með þér??
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Bloggvinir
- juljul
- bjarkitryggva
- sirrycoach
- garun
- steinunnolina
- ranka
- jullibrjans
- gurrihar
- bjork
- jenni-1001
- ingveldurthe
- annagisla
- birnag
- goodster
- ellasprella
- urkir
- heidathord
- ver-mordingjar
- saedis
- nonniblogg
- saxi
- ilovemydog
- madamhex
- baddahall
- cerebellum
- urki
- irisarna
- madcow
- hlekkur
- benna
- fridrikomar
- heidistrand
- fararstjorinn
- mammzan
- skotta1980
- laugatun
- ingabesta
- turilla
- zeriaph
- ruthasdisar
- tothetop
- manzana
- laufeywaage
- thordistinna
- eythora
- markusth
- svala-svala
- irisasdisardottir
- sjalfstaeduleikhusin
- moguleikhusid
- almaogfreyja
- ernafr
- fjola
- malacai
- aslaugas
- adhdblogg
- heidah
- loathor
- annaragna
- kruttina
- arijosepsson
- audunnh
- audurkg
- kisabella
- arh
- baldvinjonsson
- baldvinj
- berg65
- salkaforlag
- gattin
- bryndiseva
- binnag
- brandarar
- cakedecoideas
- eurovision
- einarhardarson
- er
- ernabjork69
- fitubolla
- gerdurpalma112
- gtg
- gullilitli
- coke
- gunnlaugurstefan
- handtoskuserian
- iador
- helgabst
- kristmundsdottir
- skjolid
- helgurad
- himmalingur
- hlini
- hlynurh
- hvitiriddarinn
- jahernamig
- veland
- jakobjonsson
- hannaruna
- jgfreemaninternational
- krissa1
- hjolaferd
- kristin-djupa
- lotta
- lillagud
- lindalea
- madddy
- mal214
- pallmagnus
- pallieliss
- kex
- ragjo
- schmidt
- meyjan
- sibbulina
- siggikaiser
- slembra
- sp
- klarak
- stebbifr
- garibald
- sverrir
- saedishaf
- tigercopper
- vefritid
- hallormur
- tbs
- keg
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 85394
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessa tilfinningu skil ég mjög vel..litla dóttur dóttir mín Alice Þórhildur lét líka bíða eftir sér alveg þar til 5. janúar fyrir ári síðan..en biðin var þess virði. Annan eins engil hef ég ekki hitt áður....Að fá að vera amman er bara best. Núna labbar hún um gólgin hjá ömmu sinni og segir undurblíðum rómi..Amma mín og hjartað bara bráðnar.
Gangi þér vel með allt þitt Edda mín.... Húmor í stjórnun á erindi.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.1.2008 kl. 01:22
hugsa til ykkar
Adda bloggar, 24.1.2008 kl. 12:18
Til lukku með krílið. Þau bara láta bíða eftir sér þar til þau eru tilbúin
Svala Erlendsdóttir, 24.1.2008 kl. 22:01
Takk öll fyrir að vera með mér í þessu. Móðirin - Eva - er núna á fæðingadeildinni og við hin bíðum spennt eftir fréttum. Kraftaverkið fékk orðsendinguna mína og dreif sig í sparifötin og setti af stað hríðir! Sko minn!!!
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir, 25.1.2008 kl. 00:09
Úú, spennandi. Til hamingju fyrirfram, eða bara já, um leið og þessi engill mætir. Þvílík hamingja. Gangi þér líka vel með allt hitt.
Bjarndís Helena Mitchell, 25.1.2008 kl. 02:17
ja hérna, hann hefur móttekið skilaboðin frá þér
Vonandi gekk allt vel og gullmolinn kominn í heiminn. Innilegar hamingjuóskir til ykkar
Guðrún Jóhannesdóttir, 25.1.2008 kl. 09:10
Hann er vonandi fæddur núna - og þau mæðginin bæði við góða heilsu. Þú lætur okkur bloggvinina kannski vita.
Laufey B Waage, 25.1.2008 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.