16.1.2008 | 01:31
Námskeið - fyrirlestrar - fjör!
Ég hoppaði heim til Íslands í smá vinnutörn - ætla svo að drífa mig aftur út í sólina í Kaliforníu og leggjast yfir ritgerðina mína.
Afskaplega er gott að eiga land eins og Ísland. Ég gleymi því stundum hvað ég er heppin að búa hérna á þessari undurfallegu (köldu!) eyju sem er með þessa sérstöku orku.
Ég fyllist einhverjum ólýsanlegum krafti þegar ég hendist á milli fyrirtækja til að halda námskeið og fyrirlestra og nýt þess í botn að þramma í snjónum - dag eftir dag - með grýlukerti í nefinu.
Það eru forréttindi að fá að vinna með öllu þessu frábæra fólki hérna heima. Íslendingar eru einstakir - ég sé það alltaf betur og betur eftir því sem ég þvælist meira um heiminn.
Mér finnst þessi fjölbreytni í lífi mínu svo spennandi. Ég fæ að stunda nám - halda námskeið og fyrirlestra - vinna að leiklist (þó næsta verkefni verði að bíða eitthvað fram á vorið) - stjórna veislum og vera með uppistand ( tuttugasta árið í röð!!!) og þeytast á milli heimsálfa. Er hægt að biðja um meira fjör í lífinu?
Ég minni mig í sífellu á nauðsyn þess að þakka fyrir allt það góða sem ég á - og upplifi. Það sem skiptir mig mestu máli eru allar þær dásamlegu manneskjur sem ég á samskipti við - fjölskyldan mín, vinir, samstarfsaðilar - þetta er sá ómetanlegi fjársjóður sem maður kann æ betur að meta með aldrinum.
Munum að vera góð hvert við annað og njóta samverunnar.
Athugasemdir
Það er allveg satt það sem er sagt "heima er best"kvitt og knús Allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 16.1.2008 kl. 03:08
Er svo sannarlega sammála, heima er best
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.1.2008 kl. 03:16
Heima er best....gott að heyra þig segja þetta Njóttu stundanna um víða veröld.
Júlíus Garðar Júlíusson, 16.1.2008 kl. 09:38
Er það ekki alltaf svo, ja eða oftast svo að hverjum þykir sitt "heima" best.
Já og ekki skemmir þessa dagana að fá snjóinn loksins.
Njóttu þessara köldu daga sem þú hefur hérna á Fróni kæra Edda, svo og hvert sem þú ferð.
Guðrún Jóhannesdóttir, 17.1.2008 kl. 10:59
Oh já heima er best með fjölskyldu og vinum ekki satt ??????? Það er alltaf best að koma HEIM................... þó það sé líka gaman að vera erlendis. Hafðu það sem best
Erna Friðriksdóttir, 17.1.2008 kl. 16:43
Góðir kunna gott að meta.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.1.2008 kl. 20:38
Jón Arnar, hvað pirr er þetta
Guðrún Jóhannesdóttir, 18.1.2008 kl. 01:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.