5.1.2008 | 19:16
Stormviðvörun í Kaliforníu!
Einn unglingurinn á heimilinu kom hlaupandi út úr sjónvarpsherberginu í gærmorgun og hrópaði: "Shit maður - sáuð þið veðurfréttirnar - storm-viðvörun hér í San Diego - og allri Kaliforníu ... geeeðeigt mar!!". Heimilisfastir Kaliforníubúar bentu honum á að storm-viðvörun á Íslandi og storm-viðvörun í Kaliforníu væri ekki alveg það sama og að hann skyldi fylgjast með veðrinu fram eftir kvöldi og meta sjálfur ástandið. Seint í gærkvöldi og í morgun var óveðrið mætt: Tiltölulega notalegt íslenskt haustveður með rigningu og örlítilli golu, sem nægði rétt til þess að hægt var að sjá trjágreinarnar hreyfast aðeins - í fysta skipti í nokkra mánuði! Stórkarlalegir Íslendingar hlógu hátt og hugsuðu heim þar sem alvöru stormur rífur þök af húsum og þeytir sumarhúsum út í hafsauga!
Nú eru aðeins örfáir dagar eftir í veðursældinni og pálmatrjánum - en ég er full tilhlökkunar að takast á við alvöru veðurguði og fjölbreytilegt samfélag íslenskra hörkutóla.
Athugasemdir
stormur og stormur
það er ekki að spyrja að íslendingum, þeir kippa sér nú ekki upp við svona lagað
Guðrún Jóhannesdóttir, 5.1.2008 kl. 19:57
kv.linda
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.1.2008 kl. 21:42
Sael Edda min, Takk fyrir sidast, eg tjekkadi a Leikritinu Triple Expresso og syningum lykur 18. februar. Thad vaeri gaman ad geta sed thad adur en thu faerir, lattu mig endilega vita ef thid viljid sja thad?
Kvedja
Gubbi Sig.
Gudbrandur Sigurdsson (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 04:35
Hahaha, ég kannast alveg við svona viðvaranir. Ég bjó í ungdómi mínum, í Englandi og einu sinni kom smá snjór. Rétt þakti jörðina og engan veginn djúpur. Var bráðinn eftir hádegi, en allt atvinnulífið lamaðist, samgöngur lágu niðri, strætó gekk ekki og það var eins og ég hefði framið kraftaverk þegar ég mætti í vinnuna! Ég var þvílíka hetjan að hafa hætt mér út í þetta. Ég hló lengi að þessu því á Íslandi var þetta bara gott veður að vetrartíma.
Gangi þér vel í því sem þú ert að fara að gera.
Bjarndís Helena Mitchell, 7.1.2008 kl. 01:09
Ég skellihló nú bara við að lesa um þessa stormviðvörun "Tiltölulega notalegt íslenskt haustveður með rigningu og örlítilli golu, sem nægði rétt til þess að hægt var að sjá trjágreinarnar hreyfast aðeins" Það er greinilega ekki sama gola og gola
Svala Erlendsdóttir, 8.1.2008 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.