18.12.2007 | 02:47
Samhjálp fyrir jólin - viljið þið vera með?
Kæru vinir
Nú þarf hún Sigga mín á Sólheimum á hjálp okkar að halda. Eða öllu heldur Sigga í Ölfusinu (hún er flutt í Lindarbæ á Selfossi). Hún er búin að vera mikið veik undanfarna mánuði - hefur háð hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm og er að berjast núna við að ná heilsu til að geta farið heim af sjúkrahúsinu - til barnanna fjögurra sem bíða spennt eftir jólunum - og mömmu.
Sigga var mín hægri hönd í leikfélagi Sólheima og vann ötullega dag og nótt við að koma öllum leiksýningunum okkar á koppinn, Hárinu, Latabæ, Sögunni um Sesselju og Sumarkabarettunum okkar. Alltaf var Sigga mætt fyrst, hélt utan um leikhópinn, saumaði búninga, lagði hönd á plóg við leikmyndagerð og lék og söng eins og hún hefði aldrei gert annað. Ekki bara það - börnin hennar léku og sungu í öllu sem ég setti upp á Sólheimum - algjörir snillingar!Tökum höndum saman og styðjum við bakið á Siggu og Jónasi og börnunum þökkum almættinu fyrir okkar góðu heilsu og dásamlegu jól og sendum fallegar fyrirbænir til fjölskyldunnar í Lindarbæ. Sýnum hug okkar í verki og látum af hendi rakna til þeirra sem þurfa núna virkilega á aðstoð að halda
Fyrir alla góðhjartaða gesti síðunnar minnar:
banki:0171 05 64770
kt. 620780-0309
Athugasemdir
Sæl Edda, trúi sko vel að Sigga hafi verið mætt fyrst ..og sett sig í öll hlutverk ..og gert það með sóma.. það er henni líkt. Setti vefslóðina þína ..inná nýjasta bloggið hjá mér, vona að það sé í lagi. Bestu jólakveðjur yfir hafið.. Ragna Sigguvinkona
Ragna (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 16:19
Sæl Edda, ég þekki Siggu frá því við vorum litlar á Fáskrúðsfirði og hún er algjör perla. Ég ætla sko í bankann á morgun og vona svo sannarlega að allir sem eiga eitthvað aflögu geri það líka.
Jólakveðja, Jóna
Jóna Björg (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 23:36
Sendi hlý hugar kveðjur um von um betri bata, og bið guðsengla um aukinn styrk,það er sorglegt að sjá hvað margir eiga um sárt að binda um þessi jól og því skiptir miklu máli að við stöndum öll saman,kær kveðja Linda Linnet
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.12.2007 kl. 00:43
Ég er bara að kasta jólakveðju á þig kæri bloggvinur.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár!
Kv Sigríður
Sigríður Jónsdóttir, 23.12.2007 kl. 15:13
Sendi kærleiksríkar jólakveðjur yfir hafið.
Guðrún Jóhannesdóttir, 23.12.2007 kl. 23:22
Gleðileg jól.
Þorkell Sigurjónsson, 24.12.2007 kl. 12:17
Gleðileg jól til þín og þinna og vonandi náið þið að grípa íslensku jólastemminguna í útlöndunum
Bjarney Hallgrímsdóttir, 25.12.2007 kl. 12:28
Gleðileg jól, kæra Edda. Ég óska þér og þínum farsældar og komandi ári.
Kærar þakkir fyrir bloggvináttuna. Guð veri með Siggu á Sólheimum.
Túrilla, 27.12.2007 kl. 07:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.