18.12.2007 | 01:01
Jólin koma
Í tilefni af komu jólanna breytti ég myndinni sem skreytir bloggið mitt. Ég fann enga jólalegri en þessa: Tómatar í rökkri! Sleppur alveg held ég. Ég óska ykkur gleðilegrar aðventu elsku vinir og ættingjar á Íslandi - og hlýjar jólakveðjur til bloggfjölskyldu minnar. Litlu jólin verða á föstudaginn hér í San Diego. Þá hittast 36 Íslendingar og borða hangikjöt og fara í leiki. Svaka stuð. Ég finn að ég verð æ meira eins og lítið barn á jólunum. Eina sem ég sakna svolítið er þessi spennu tilfinning yfir því hvað leynist í pökkunum undir trénu. Sú eftirvænting hvarf fyrir áratugum síðan - það er að vísu önnur tilfinning komin í staðinn: eftirvæntingin þegar hinir taka upp pakkana frá mér! Ég fer alveg á límingunum ég er svo spennt að vita hvað fólkinu mínu finnst um það sem ég hef valið handa þeim. Hér í San Diego verður aðfangadagskvöld ósköp rólegt og notalegt. Lítil kjarnafjölskylda að taka upp temmilegt magn af jólapökkum. Vanalega hefur stórfjölskyldan safnast saman heima á Íslandi og tekið upp heilu gámana af gjöfum úr öllum áttum (við söknum þess svolítið - en þetta verður samt yndislegt hjá okkur litlu fjölskyldueiningunni). Það á bara eftir að finna eitthvað í Wholefoods sem minnir mest á hamborgarahrygginn gamla góða.
Athugasemdir
ójá JÓLIN!
Kveðja frá vindblásinni bloggvinkonu Akranesi
Guðrún Jóhannesdóttir, 18.12.2007 kl. 01:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.