2.12.2007 | 00:00
Getur gamanleikari orðið Borgarleikhússtjóri?
Vinkona mín sagði mér að það væri búið að auglýsa stöðu Borgarleikhússtjóra og bætti svo við:
Ætlarðu nokkuð að sækja um þessa stöðu Edda..? Ég meina viltu endilega að hundpirraðir menningarpostular níði niður af þér skóinn næstu vikurnar á opinberum vetvangi?? Ég spurði: Af hverju ættu þeir að gera það? Hún hnussaði Góða best það verður bara gert lítið úr þér - í fyrsta lagi ertu kona í öðru lagi ertu gamanleikkona(!) ...... og í þriðja lagi .... ja allavega ..... ég held að það sé alltof neikvætt andrúmsloft inni í þessum stofnunum til að þú þrífist þar
Ég varð eiginlega dálítið hvumsa.
Það rifjaðist upp fyrir mér að ákaflega margir kollegar mínir hafa reyndar látið þau orð falla að fyrr myndu þeir detta dauðir niður en að sækjast eftir embætti leikhússtjóra - það væri ávísun á að láta afhausa sig í fjölmiðlum með reglulegu millibili - fyrir utan að leikhússtjórar misstu alla vini sem þeir hugsanlega ættu innan veggja leikhúsanna og enduðu með því að múra sig inni á skrifstofunum sínum!
Mér finnst eiginlega rannsóknarefni hvað margir hafa séð ástæðu til að vara við því að takast á hendur þetta starf.
Ég spyr ykkur Tinna, Gíó, Stefán, Þórhildur og fleiri sem hafa stjórnað leikhúsum á Íslandi: Er þetta mannskemmandi starf??
Skyldi Rannveig Rist hafa fengið stöðugar viðvaranir áður en hún tók að sér stjórnun Álversins eða Ásdís Halla áður en hún tók við sem forstjóri Byko?
Það hefur svo sem ekki farið fram hjá neinum að það er nokkurnvegin alveg sama hvað leikhússtjórar gera og hvaða ákvarðanir þeir taka, það er alltaf ákveðinn hópur sem gerir aðsúg að þessum stjórnendum einfaldlega vegna þess að það sem ræður ferðinni við val leikhússtjóra á listamönnum og leikverkum, er smekkur viðkomandi og það er ákaflega algengt að þessir listrænu stjórnendur séu svívirtir opinberlega fyrir að velja og hafna samkvæmt eigin smekk.
Jón Viðar hefur t.d. ekki sama smekk og Gíó á því hvernig reka skuli leikhús og leyfir sér þ.a.l. að rífa opinberlega niður átta ára starf þessa ágæta leikhússtjóra. Mörgum FINNST Gíó hafa staðið sig frábærlega vel Jóni Viðari FINNST eitthvað annað. Rök þeirra sem eru ánægðir og þeirra sem eru óánægðir með störf (smekk) leikhússtjóra vega alveg jafnþungt. Ég hlýt að hafa rétt fyrir mér vegna þess að minn smekkur er hinn eini rétti fyrir mig.
Það nákvæmlega sama er uppi á teningnum þegar um er að ræða leikhúsgagnrýni. Gagnrýnendur hafa einungis eigin smekk og skoðanir að styðjast við þegar þeir fjalla um leikverk þau sem eru á fjölunum hverju sinni. Almenningur áttar sig sjaldnast á því ægivaldi sem þeir einstaklingar hafa , sem fá það vald að opinbera eigin listrænu skoðanir í fjölmiðlum undir því yfirskini að vera stóridómur viðkomandi fjölmiðla.
Það vegur jafnþungt það sem mælir með og það sem mælir gegn einhverri tiltekinni listrænni leið sem leikstjóri hefur ákveðið að velja við uppsetningu leikverks. Gagnrýnendur eru oftar en ekki að gera lítið úr viðkomandi listamönnum einfaldlega vegna þess að þeir hafa ekki sama smekk og þeir listamenn sem lenda í hakkavélinni hverju sinni (hér á Íslandi er því miður margt annað sem spilar inní þegar um listgagnrýni er að ræða t.d. persónuleg óvild gagnrýnenda sem gerir það að verkum að stundum eru heilu leiksýningarnar troðnar í svaðið og allir aðstandendur vita hvað um er að ræða - en almenningur hefur ekki hugmynd um hvað býr að baki)
Vinkona mín lauk samtalinu með því að segja - uppörvandi Annars skaltu ekki hafa neinar áhyggjur af því að þú fáir leikhússtjóra starfið er ekki löngu búið að ráðstafa þessari stöðu...?
Ég ætla að leyfa mér að sofa á þessari umsókn um starf Borgarleikhússtjóra næstu tvær nætur.
Eftir að hafa eytt sl. tveimur árum í að stunda meistaranám í Stjórnun Mennta- og Menningarstofnana er ég allavega sannfærð um eitt:
Það að stjórna fyrirtæki hvort sem það er leikhús eða fjármálastofnun byggist á því að vera þjónustuaðili allra þeirra sem að viðkomandi stofnun standa.
Ef ég er tilbúin til að þjóna leikhúslistamönnum og tryggum leikhúsgestum Borgarleikhússins næstu fjögur árin þá sæki ég um leikhússtjóra stöðuna. Ef ekki þá sleppi ég því.
Athugasemdir
Endilega vertu bloggvinur minn :)
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir, 2.12.2007 kl. 04:32
Þú tækir þig nú bara vel út sem leikhússtjóri. Það efast ég ekki um. Þú með þitt bros og hlýju. Ég bara trúi ekki öðru :)
Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 18:36
já og tala nú ekki um gáfur :) Ýtti allt of snöggt á senda :)
Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 18:37
Elsku Edda ...
Þetta snýst allt um að láta drauma sína rætast...... svo stökktu ef þetta er það sem þig dreymir um.....
Við fáum bara þetta líf........Edda notaðu það....
KV
úr Lindarbaenum......með fullt af knúsi og kossum og kærleik...
Sigga sig (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 08:48
Jahá, gamanleikari getur orðið Borgarleikhússtjóri. Þú yrðir hreint aldeilis frábær í því starfi og ég styð að þú sækir um.
Við hjónin höfum verið dugleg að sækja grínleikritin og höfum verið það í fjölda ára.
Næst á dagskrá er að skella sér til Akureyrar til að sjá Fló á skinni. Það verk hef ég tvisvar séð áður; fyrst á unglingsárunum og svo þegar það var sett upp síðast fyrir ca. 15 árum. Maðurinn minn hefur aldrei séð það svo hann hlakkar mikið til.
Þú tekur þetta bara með trompi eins og þér einni er lagið.
Það verður síðan metaðsókn í Borgarleikhúsið næstu fjögur árin :)
Túrilla, 3.12.2007 kl. 12:27
Skemmtilegar vangaveltur við erum jú alltaf svo upptekin af þessum gagnrýnendum en þú þarft nú ekki að hafa áhyggjur af þeim því ég held að þú værir mjög flott í Borgarleikhússtjórastólinn. Öllu gamni fylgir einhver alvara og ég held að þú myndir punta skemmtilega uppá Borgarleikhúslífið. Kómísk kveðja frá Ísó.
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 15:30
Edda, ég styð þig heilshugar í þetta starf. Ég held einfaldlega að þú hafir allt sem þarf í það. Ég er viss um að margir koma til með styrkja þig, innan bransa og utan! Go girl!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.12.2007 kl. 23:34
Edda mín. Það er nú bara þannig að það er nákvæmlega sama hvað þú tekur þér fyrir hendur, þú munt gera það vel. Þannig ert þú bara. Mér finnst mjög skynsamlegt í sambandi við allt í lífinu að sofa stundum á erfiðum ákvörðunum. En ég verð að segja, ég myndi sækja um ef ég væri þú, í versta falli færðu Nei og það er það sama og ef þú sækir ekki um. Í besta falli færð þú já og þá kallarðu bara til fólk sem þú treystir og vilt starfa með, þannig er maður farsæll í samstarfi alltaf... Ég styð það að þú sækir um. Reyndar finnst mér að þú eigir að sækja um öll störf sem eru tengd þessum geira, ég sé fyrir mér þig sem sérlegan menningarmálaráðherra Íslands og stjörnuþokunnar sem við búum í. En hvenær kemur þú heim elsku móðir...
Garún, 4.12.2007 kl. 10:02
Er-þakkibara????? Engill ertu og ég verð komin heim 10.jan til að knúsa ykkur afleggjarana mína.
Ekkert vesen með herbergið sem ég fæ hjá ykkur - bara smá ilmjurtir og lífræna köngla..... :)
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir, 4.12.2007 kl. 20:40
Edda, endilega sækja um, ég er einlægur aðdándi þinn og treysti þér fínt í þetta pottþett best í starfið
Guðrún Jóhannesdóttir, 6.12.2007 kl. 01:37
Takk fyrir að vera orðin bloggvinur minn! Stöndum saman - styðjum hvert annað!
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir, 6.12.2007 kl. 18:24
var á bloggvinayfirreið, vildi bara kvitta
Guðrún Jóhannesdóttir, 10.12.2007 kl. 00:02
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir Borgarleikhússtjóri.
Hljómar ekki illa. Edda kýldu á starfið.
Jens Sigurjónsson, 11.12.2007 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.