29.11.2007 | 06:16
Jólin
Allt í einu eru jólin mætt hér í San Diego. Skreytingar og jólatónlist allsstaðar. Einu sinni hélt ég að það væri ekki hægt að upplifa raunverulega jólastemmningu nema í kulda og snjó - en hér er hlýtt á daginn og sólin skín og við erum samt komin í jólaskap. Eina sem vantar er fjölskyldan. Ég vildi gjarnan að öll börnin mín og þeirra fjölskyldur væru hérna hjá okkur. Nokkrir fjölskyldumeðlimir eru að vísu væntanlegir - dásamlegt!
Ég hef aldrei heyrt jafn mikið af bráðskemmtilegum jólalögum eins og hérna úti. Ótrúlega fjölbreyttar útsetningar. Unglingurinn varð allt í einu meyr og vildi endilega fá send íslensk jólalög - það er í vinnslu. Ég hugsa hlýlega til ykkar allra á Fróni og vona að þið slakið á og njótið þess að undirbúa jólahátíðina.
Öndunaræfing: Dragið djúpt andann (alveg niðrí neðri maga) á meðan þið teljið upp að fjórum - haldið andanum í ykkur á meðan þið teljið upp að sjö - andið rólega út á meðan þið teljið upp að átta. Endurtakið fjórum til sex sinnum.
Athugasemdir
Já, fínt! veitir ekki af góðum öndunar-slökunar-æfingum. Hér á Fróni geysar dimmur blautur hroll vetur. Ekki svo kaldur samt. Hálsbólga og ýmislegt þaðan af verra sem herjar á fjölskyldurnar í landinu Gott að fá svona hlýju og vermandi fréttir. Skil ekkert í því að Ísland sé ennþá byggt, það er hægt að fara á svo marga aðra staði í heitum löndum til að búa á
Samt langar mann nú alltaf að fá hvíta þykka snjóinn á jólunum
Svala Erlendsdóttir, 29.11.2007 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.