20.11.2007 | 18:56
Sætar kartöflur
Ég fyllist alltaf stolti þegar ég fæ tækifæri til að gauka mataruppskriftum að fólki (ég var nefnilega afleitur kokkur til margra ára en er búin að koma mér upp örfáum fjöðrum í kokkahúfuna mína).
Sætar kartöflur í ofni er mitt "specialité" - og svona fer ég að:
Ég kaupi nokkrar sætar kartöflur (Róbert sonur segir reyndar að þær séu frekar ófríðan, hehe) - sker þær í bita - stundum í þykkar sneiðar og stundum í litla bita - og ef það er mjög fínt boð set ég líka nokkrar venjulegar kartöflur með og nokkur stykki rósakál. Því næst tek ég olíu sem má hitna (kaupið þær endilega í heilsubúðunum) eða kókósfeiti (þá þarf að bræða hana eða mýkja vel í potti) - krem mikið af hvítlauksbátum og blanda saman við feitina og helli yfir kartöflurnar (og grænmetið) hita allt í ofni þangað til það er orðið fallega gyllt á litinn. Þegar rétturinn er tilbúinn tek ég hann út úr ofninum og helli alvöru ólívuolíu (með svakalega miklu hvítlauksmauki útí) yfir réttinn og "dryssa" svo ristuðum sesamfræjum og rifnum parmesan osti yfir: SÆLGÆTI!! Ef einhverjir eru viðkvæmir fyrir ostinum má hafa hann sér og þeir sem vilja bragðbæta réttinn að vild.
Verði ykkur að góðu!
Athugasemdir
Takk fyrir þetta, líst rosa vel á. Prufa þetta með næsta veislumat.
Svala Erlendsdóttir, 20.11.2007 kl. 19:55
Takk fyrir þessa, mér finnst hún girnileg og virkilega gott að sjá að gert er ráð fyrir að nota ólífu olíuna rétt, frekar en að eyðileggja hana. Mmmm, alltíeinu fæ ég vatn í munninn og verð að prófa þessa sem fyrst.
Bjarndís Helena Mitchell, 20.11.2007 kl. 20:13
Nami, takk, prófa þetta.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.11.2007 kl. 21:28
Ég elska sætar kartöflur.
Fjóla Þorsteins (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 09:40
Sæl Edda, fann slóðina þína hjá henni Siggu Sig. Og ég ætla svo sannarlega að prófa þessa uppskrift.. hljómar mjög vel. Gaman að lesa bloggið þitt. Bestu kveðjur úr sveitasælu á Íslandi
Ragna (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 01:03
Nammi namm ; )
Takk fyrir þetta.
kv Sirry
Sigríður Jónsdóttir, 22.11.2007 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.