Kuldi

Ég átti nú ekki von á þessu - snjór og frost! Hvað á þetta að þýða? Eins gott að ég er að fara aftur til San Diego - í hitann! Við erum orðin svo góðu vön hér á Íslandi. Ár eftir ár er auð jörð og hlýtt alveg fram að áramótum - þá kemur smá hret - og svo fer bara að vora fljótlega upp úr því!

Kvikmyndin Veðramót fær allar Eddurnar - engin spurning. Það er líka tími til kominn að Guðný Halldórsdóttir fái viðurkenningu fyrir allt það sem hún hefur afrekað í íslenskri  kvikmyndagerð. Undarlegt hvað stelpunum er seint hampað í þessari listgrein - eins og öðrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl frábæra, dásamlega, fyndnasta og flottasta kona.  Alveg hreint er ég sammála þér. En við konurnar þurfum oft að vinna ansi mikið til að verða hampað

alva (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 00:15

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ég vinn nú líka eins og skepna og er ekkert hampað.

Markús frá Djúpalæk, 1.11.2007 kl. 09:50

3 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Meiri snjó meiri snjó meiri snjó....  Ég verð allaf svo glöð þegar það snjóar, kanski ekki eins glöð þegar það kemur hret og slabb, en hvíti snjórinn er svo yndislegur svona eins og hvítt teppi yfir öllu og svo bjart og fallegt

Svala Erlendsdóttir, 1.11.2007 kl. 18:39

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mannkynið hefur alltaf verið hrætt við snillinga. Og karlmenn yfirleitt eru svolítið litlir í sér og eru því yfirhöfuð hræddir við kvensnillinga.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.11.2007 kl. 00:37

5 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Ég vil nú bara snjó og meiri snjó, finnst æðislegt að hafa nóg af honum og tala nú ekki um að hafa fullt af honum í Oddskarði svo ég komist sem fyrst á skíði, just love it

Og ég vona einnig að Guðný fái Edduna, hún á það nú þokkalega inni...

kv. Badda úr snjóleysinu fyrir austan

Bjarney Hallgrímsdóttir, 4.11.2007 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband