Er allt að verða vitlaust?

Átti að halda þessu leyndu fyrir mér??? Búið að skipta um borgarstjórn og snúa landinu á haus og enginn segir manni neitt?? Hvurslags er þetta eiginlega er allt að verða vitlaust þarna hjá ykkur? Hér gerast hlutirnir líka mjög hratt - unglingurinn fer í skólann á morgnana og kemur heim töluvert hærri í loftinu en þegar honum var skilað á skólalóðina, með aðeins fleiri hormónaspírur og þarf að fá skó sem eru tveimur númerum stærri en þeir sem hann fór í um morguninn. Þetta gerist dag eftir dag. Að öðru leyti sit ég tiltölulega róleg við sama borðið með sömu tölvuna og reyni að skrifa eitthvað gáfulegt um húmor í stjórnun - á milli þess sem ég graðga í mig tófúböggla og grænmeti (sem er að sjálfsögðu svo lífrænt að sniglarnir bera það inn sjálfir!). Látið mig endilega vita þegar næstu stórfréttir eiga sér stað á Íslandinu góða. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Já helduru að það sé nú.  Ég missti nú bara af einum hádegisfréttatíma og þegar maður heyrði svo fréttir 3 tímum seinna, kviss bang búng, ný borgarstjóri...

En gangi þér rosalega vel að skrifa ritgerðina þína og vonandi verður guttinn nú ekki komin í skóstærð 56 þegar þið komið heim

kv. Badda

Bjarney Hallgrímsdóttir, 14.10.2007 kl. 03:08

2 Smámynd: Garún

Edda mín...ok hér eru nýjustu fréttirnar...Vonandi siturðu niðri.....Ok..

ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ BANNA "MAÐUR LIFANDI" BÚÐINA Á ÍSLANDI OG ALLT SEM HEITIR SPÍRUR OG SMAKKAST EINS OG MOLD.    Svo sorry ég get ekki farið í hádegismat með þér á laugardaginn!  Við gerum bara gott úr þessu og förum á Kentucky...ok..


Garún, 19.10.2007 kl. 09:27

3 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Sunnudagur til sælu fyrir þig

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.10.2007 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband