Er eitthvað að frétta?

Ég er fullkomlega einangruð hérna í ritgerðarvinnunni minni - veit ekkert hvað er að gerast heima. Fletti aldrei uppá neinum fréttasíðum og spyr fjölskyldu mína og vini eingöngu um veðrið (það geri ég auðvitað bara í kvikinsku - til að geta lýst fyrir þeim hitanum hérna og stuttbuxunum sem ég er alltaf í). Ég held að þetta sé ástæðan fyrir því að taugakerfi mitt er í svona góðu lagi. Það er sennilega bráðóhollt að hlusta, horfa á eða lesa of mikið af fréttum. Það er ákveðin fíkn að vera alltaf með alla fjölmiðla inni í lífi sínu og ég hef hreinlega upplifað fráhvarfseinkenni stundum við að hverfa burtu frá spennu daglega lífsins heima á Fróni. Þetta rólega líf hér í San Diego er ótrúlega notalegt .... allavega í bili.

Þið sendið mér kannski línu ef það gerist eitthvað sem ég VERРað vita...?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Þú verður auðvitað að vita af friðarsúlunni sem Yoko Ono tendraði í Viðey í gærkveldi. Þú þarft hins vegar alls ekki að heyra af ógæfumanni sem barði annan til dauða á Hringbrautinni á sunnudaginn.

Svo þarftu ekkert endilega að vita af rigningunni sem staðið hefur stöðugt í nokkrar vikur, nema í þau skipti sem ég fórna mér fyrir fjöldann og fer að heiman í gúmmístígvélum. Þá bregst það ekki, að það er komið glampandi sólskin áður en ég legg af stað heim. Það vill til að stígvélin mín eru falleg; rauð með hvítum doppum.

Ertu nokkuð að verða uppiskroppa með sólarvörn? 

Laufey B Waage, 10.10.2007 kl. 10:42

2 identicon

Stormviðvörun er í gangi. Sá það í fréttunum áðan. Annars bara allt Jollý...mikið að gera í Fjarðarkaup í dag og svo var líka eitthvað vesen í Reykjavík með borgarstjórann. Já, já. síðan er líka búið að vera einhver salmónella eða eitthvað hægðalosandi í útlenska salatinu sem selt er í pokum. Fékk senda aðvörum frá vinkonu minni sem keypti sér svona salat. Annars allt í lagi hjá mér, græjaði kjötsúpu með vænum grænmetisskammti. Engin kvartað yfir óþægindum í maga yfir þeirri súpunni. Haltu þér bara við stuttbuxurnar og njóttu lífsins í Ammeríku. kv. úr Hafnarfirði

Jóna Jóns (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband