29.9.2007 | 00:21
Íslenskar kvikmyndir og San Diego
Er ekki kominn tími til ađ blogga...?
Ţar sem frá var horfiđ ... Veđramót er sumsé einhver besta íslenska mynd sem ég hef lengi séđ. Ţađ var ótrúlegt ađ sjá svona góđan leik hjá ţessum ungu óvönu krökkum. Ţar kemur auđvitađ til frábćr leikstjórn. Ţađ er nú einu sinni svo ađ ef ţađ á ađ ná ţví besta fram í leikurum - tala nú ekki um ólćrđum - ţá ţarf fantagóđa leikstjórn.
Ég sá ađra íslenska mynd, sem ég ćtla ekki ađ nefna á nafn , ţar sem óvanur leikstjóri var ađ takast á viđ kvikmyndaleikstjórn og hafđi valiđ amatöra í öll ađalhlutverkin. Kvikmyndaleikstjóri sem hvorki hefur leikstjórnarţjálfun né menntun og árangurinn var satt ađ segja skelfilegur. Amatörarnir voru svo vondir ađ ég ţurfti áfallahjálp ţegar ég kom heim - og unglingarnir mínir líka. Ţessir sömu amatörar hefđu kannski skánađ töluvert - jafnvel skilađ sínu prýđilega - ef ţetta vesalings fólk hefđi fengiđ einhverja leikstjórn.
Mér hefur alltaf ţótt jafn undarlegt ađ upplifa vanmátt margra kvikmyndaleikstjóra sem ţora ekki ađ velja atvinnuleikara af ótta viđ ađ koma upp um vankunnáttu sína í faginu. Oft hef ég heyrt unga kvikmyndaleikstjóra tauta "atvinnuleikarar eru bara svo óeđlilegir í bíómyndum" sem sannfćrir mig endanlega um vangetu viđkomandi leikstjóra. Tilfelliđ er ađ ALLIR eru frekar óeđlilegir fyrir framan kvikmyndavélar - ţangađ til ţeim er leikstýrt! Ţá verđa atvinnuleikararnir eđlilegir - og oft frábćrir - og sumir amatörar "sleppa" fyrir horn - í besta falli! Flestir góđir leikstjórar lćra af reynslunni - vita sem er ađ amatörar eru oft til friđs í fyrstu töku - hryllilegir í nćstu fimmtán tökum og sleppa svo kannski í ţeirri sextándu. Einn og einn áhugaleikari er auđvitađ náttúrutalent - ţađ er í öllum listgreinum - en ţeir líđa gjarnan fyrir lélega leikstjórn. Atvinnuleikarar eru auđvitađ misgóđir kvikmyndaleikarar, en í 300 manna félagi er ALLTAF hćgt ađ finna leikara viđ hćfi í kvikmyndahlutverk. Sannleikurinn er sá ađ amatör leikstjórar hafa sjaldnast fyrir ţví ađ kynna sér hverjir eru međlimir í FÍL (Félagi Íslenskra Leikara).
Ég er ađ velta fyrir mér hvort ađ styrkveitendur sem láta fé af hendi rakna í íslenska kvikmyndagerđ yrđu himinlifandi ef ég t.d. legđi fram handrit og lista yfir alla atvinnuleikarana sem ég vildi fá til ađ túlka hlutverkin en veldi svo Valla pípara sem kvikmyndatökumann og Baldur smiđ sem hljóđmann og fengi svo Begga lögfrćđing til ađ klippa og hljóđsetja - af ţví ţeir eru allir náttúrutalent sem hafa gert svo ótrúlega góđ heimavídeó! Ég er hrćdd um ađ ég fengi ekki hćsta kvikmyndastyrkinn.
Í myndinni Veđramót ţurfti mjög ungt fólk í stćrstu hlutverkin(sem eđli málsins vegna hafđi auđvitađ ekki leikaramenntun) ţ.e. unglingana sem sagan snýst um og ţar sannast ţađ sem ég tćpti á fyrr í pistlinum, frábćr leikstjórn náđi ţví allra besta út úr góđum atvinnuleikurum og frábćrum náttúru-talentum.
Yfir í ađra heimsálfu - ég er komin til Kaliforníu. San Diego er frábćr borg - ótrúlega falleg, hrein og ţar leynasta perlur sem mig grunađi ekki ađ ţessi borg lumađi á. Er ţađ ekki ótrúlegt ađ ţađ skuli koma betur út fjárhagslega, fyrir fátćkan námsmann ađ flytja fjölskylduna vestur um haf til ađ geta haft í sig og á ţetta fjögurra mánađa launalausa ritgerđartímabil? Segir ţađ ekki allt um dýrtíđina á Íslandi? Dásamlegi lífrćni ÓDÝRI maturinn hér er efni í sér pistil. ... Lifi "Wholefoods"!
Athugasemdir
Öfund! Ég vćri alveg til í ađ fara út til BNA í smá tíma, til ađ sinna verkefni og fá smá hvíld og lengja sumariđ. Njóttu ţín sem best bara! En já, ég er sammála ţér í ţessari skođun ţinni á leikstjorn, reynslu og leikara. En kannski bara afţví ađ pabbi minn var á sínum tíma leikstjóri, leikari og ţ.h. Ekki afţví ađ ég hafi nokkra reynslu af ţeim hlutverkum sjálf. Hef bara fengiđ smá innsýn inn í alla vinnuna, ćfingarnar og fíníseringuna sem fer í einföldustu hluti, eins og t.d. ađ kveikja á eldspýtu á eđlilegan hátt, á sviđinu. Eitt augnatillit, í vissum tón, hvernig manneskja ber sig sem er stolt, eđa međ lélega sjálfsmynd. Allt ţetta skiptir máli, hvort sem er á sviđi eđa fyrir framan myndavélar. Ţađ fer mikil vinna og ćfing í hverja sekúndu ef vel á ađ vera.
Gangi ţér vel ţarna úti.
Bjarndís Helena Mitchell, 29.9.2007 kl. 13:21
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.