Þá er haustið komið

Sumarið er bara allt í einu búið! Haustið er að vísu yndislegt hér á Bifröst en hvað varð um sumarið? Ég man að það var sól og hiti dögum saman, fyrir skömmu síðan og ég ætlaði einmitt að fara að drífa mig í stuttbuxurnar - þá var bara komið haust!

Við getum auðvitað ekki kvartað hér á suðvestur horninu, veðurguðirnir hafa leikið við okkur - en tímaguðirnir er í einhverju kasti held ég - mér finnst allavega mínútur, klukkustundir, dagar og mánuðir fljúga frá mér á einhverjum ofsahraða. Finnið þið líka fyrir þessu?

Ég er t.d.nýfermd - en allt í einu farin að fíflast með barnabörnum! Ég átta mig ekki alveg á þessum ofsahraða - en sem betur fer breytist ég ekkert - þó allir jafnaldrar mínir verði hundgamlir.

Nú hætti ég að stela tíma frá kvikmyndafræðinni og slekk á blogginu ... lesa, lesa og lesa meira!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Já skrítið Edda, hef oft verið að pæla í því hvað jafnaldrar mínir eru orðnir HUNDGAMLIR ég sem er rétt nýfermd og einkasonurinn fermdist í vor, svona rétt á eftir gömlu ( okkar eiga sama ammælisdag, 9.apríl) kveðja úr HAUSTINU fyrir austan

Bjarney Hallgrímsdóttir, 15.8.2007 kl. 13:27

2 Smámynd: Hugarfluga

Já, er ekki merkilegt hvað tíminn líður, tíminn flýgur, sælan sólskinsdag? Ynd'er út'á grundum, yndi heim þá skundum ..... hmm ... já ... en allavega, vá hvað maður er alltaf að eldast mikið á stuttum tíma. Gæti verið efni í málshöfðun! En allavega, þá langar mig að þakka þér fyrir að bjóða mér bloggvináttu hér fyrir einhverju síðan og er búin að senda þér beiðni. (If you still want me). Er annars í smá bloggpásu og mæti vonandi fersk á bloggið innan tíðar.

Hugarfluga, 16.8.2007 kl. 20:04

3 Smámynd: Garún

Þú verður aldrei gömul Edda mín, þökk sé hunangsristuðu hveitbrauðsnjólunum sem þú kreystir yfir ómalað hveitklíðið.  Einnig er ekki möguleiki á því að þú eldist útaf frelsaða gulrótarsafanum í lífrænt ræktaðri glerflösku sem þú drekkur á sex mínútna fresti.  Ég hringdi í 118 um daginn og var að leyta að heilsuhæli, þá var mér gefið upp síminn þinn.  

Garún, 16.8.2007 kl. 23:32

4 Smámynd: Túrilla

Ekki veit ég hvernig í ósköpunum mér tókst að villast inn á þetta blogg. Eitt bloggið leiddi líklegast af sér annað og það síðan eitt enn og allt í einu var ég búin að fara inn á jafnmörg blogg og blaðsíðurnar eru í kollinum á mér. Allt í einu rifjaðist síðan upp fyrir mér að ég hafði byrjað að blogga í febrúar, en því lauk jafnskyndilega og það hófst. Ég ætla að blása lífi í líkið.

Annars heillaðist ég af færslunni um draslið. Þar er ég á heimavelli og við erum þjáningarsystur. Einhvern veginn virðist draslið fjölga sér eins og kanínur á fengitíma. Þær vinkonur mínar sem vilja helst ráðast á haugana hjá mér fá ekki leyfi hjá mér. Ég fæ það ekki af mér að leggja þetta á aðra, en ég er þeim þó þakklát fyrir boðið. Góðar vinkonur vaxa ekki á trjánum. Það væri kannski möguleiki að múta þínum tveimur bjargvættum til að leyfa mér að sitja í makindum á meðan þær moka út hjá mér? ;-)

Aldurinn, já! Mér líður alltaf eins og ég sé 18 ára og skil ekkert í því að gráu hárunum fjölgar á hausnum, húðin slappast og frændur og frænkur sem ég hef ekki séð í fjölda ára eru allt í einu farin að verpa. Börn að eignast börn. Þegar ég legg svo saman árin uppgötva ég að ég hef elst jafnmikið og þessi börn, mér til mikillar mæður. Kannski ég bæti gulrótarsafa, hveitiklíði og öðrum yngingarmeðulum við Aloa Vera djússkammtinn. Þá hlýt ég að verða 16 ára innan tíðar :)

Já, að lokum verð ég að nefna að ég er skírð eftir „þér“, enda mikill aðdáandi þessarar snilldarpersónu á yngri árum.
Gangi þér vel á Bifröst, sem og annars staðar.
Kær kveðja, Túrilla.

Túrilla, 21.8.2007 kl. 17:27

5 Smámynd: Garún

Heyrðu...á ekkert að hringja í son sinn og fá nýjustu fréttir eða ertu bara komin með gleymskuna af öllum þessum glúteinfría osti sem þú drekkur í gegnum rör tvisvar í viku og kallar það næringu!!!!!!!!!!!!!!!!

Garún, 21.8.2007 kl. 17:57

6 Smámynd: Fararstjórinn

Málið með þetta sumar er, að maður var alltaf að fresta hlutum sem þurfti að gera, til að "nota veðrið" þar sem maður vogaði sér ekki að halda að sólin yrði lengur en þrjá daga meðal vor. Það endaði með því að manni varð ekkert úr verki, og dagarnir læddust einhvern veginn frá manni! Ég skil alveg fullkomlega ef suður-Evrópubúum verður eitthvað frekar lítið úr verki stundum... 

Fararstjórinn, 27.8.2007 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband