20.7.2007 | 23:30
Heimavist á Bifröst
Þá er ég komin í litla unglingaherbergið á heimavistinni á Bifröst - dálítið einmanalegt.
En kúrsinn er skemmtilegur - Markaðsfræði Menningar hjá Halldóri Guðmundssyni - tveggja vikna törn - þá tekur næsti kúrs við í aðrar tvær vikur og að lokum hinn þriðji - eins gott að halda vel á spöðunum. Í september hefst svo masters-ritgerðar vinnan.
Þá er nú að ákveða hvað maður ætlar að verða þegar maður verður stór!
Áður en ég sest niður við ritgerðaskrifin ætla ég að fara í síðustu kvennaferðina mína í bili. Við Sóley Jóhanns ætlum að fara með 20 konur til Frankfurt 3. - 8.sept. á ótrúlega fallegt hótel í yndislegu umhverfi.
Gleði- og sjálfsstyrkingarnámskeið! Svo verður gert hlé á kvennaferðum - þangað til ég opna ferðaskrifstofuna - kvennaferðir.is.
... Og stofna kaffileikhúsið með lífrænu veitingunum - þar sem einnig verður boðið upp á fjölbreytt námskeið - og lagður grunnur að stofnun kvennabanka ... og alþjóðlegu heilsusetri í Hveragerði ... og ...
Nú eða kannski tek ég bara við Borgarleikhúsinu ... eða Listahátíð... eða Icelandair... ?
Ég ætla aðeins að velta þessu fyrir mér fram að áramótum þegar ritgerðin er í höfn.
Athugasemdir
Þetta eru flott plön hjá þér.
Það eru víst breytingar hjá Actavis ... eigendaskipti ... hmm vantar ekki nýjan forstjóra þar?
Marta B Helgadóttir, 21.7.2007 kl. 00:00
Nóg að gera, flott plön.
gangi þér vel á Bifröst.
Ragga (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 00:02
Má ég vera memmmmmmmm?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.7.2007 kl. 00:49
Sendi þér bros og hlátur inn í daginn, eigðu góðan dag.
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.7.2007 kl. 15:29
PS: Edda. Hvað með að inklúdera geðráðgjöf inní business-planið....?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.7.2007 kl. 22:39
Mér finnst þú ættir að gera þetta allt saman og það fyrir hádegi. En hvað ertu að gera í vikunni. Er að reyna að plana pílagrímsför til þín með grænsápu og lífrænt dautt jógúrt.
Garún, 22.7.2007 kl. 16:28
Vá, þig skortir ekki hugmyndirnar. Ég held satt að segja að það sé nú stundum ekkert spennandi að vera búin að ákveða hvað maður ætlar að verða þegar maður verður stór mikið fyrir sjötugt. Pældu í því, myndi manni þá nokkuð detta svona í hug? Held bara ekki. Sköpunin er svo flæðandi og ef búið er að ramma hana inn of fljótt þá verður hún bara í rammanum og maður getur bara hengt hana í stofuna hjá sér. Hún sómir sér vel þar en ekki síður í lífinu. Hver veit nema maður skelli sér á námskeið hjá þér til að tengjast þessu yndislega kvenlega í sjálfum sér.
Áfram Edda,
Kveðja,
Ragnhildur
Ragnhildur Birna Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 00:09
Hey hvað með að fara bara í forsetaframboð
Flott að geta sagt "móðir mín forsetinn"
En elsku fyndnasta og skemmtilegasta konan í lífi mínu, hlakka til að sjá þig næst þegar þú kemur til byggða veit ekki hvernig ég fer að þegar þú ferð til USA...!!!
Love júúúú tú píses
knús
Frumbi
Eva (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 17:55
Eva! Hvað með "móðir mín forseti Bandaríkjanna"?
Garún, 25.7.2007 kl. 18:26
Nú hrindum við þess a hugmynd af stað í bloggheiminn - Edda skvísa - næsti forseti!!!
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir, 25.7.2007 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.