24.6.2007 | 16:44
Hvað er að Lúðvík??
Ég beini þessu til þín, Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Fór það fram hjá þér að meirihluti Hafnfirðinga er með "fulde fem" (eins og amma mín sagði) og greiddi atkvæði gegn stækkun álversins? Við greiddum ekki atkvæði gegn einhverju deiliskipulagi heldur GEGN STÆKKUN ÁLVERSINS!!!!!
Ætlið þið - svarti blettur Samfylkingarinnar - að láta okkur íbúa Hafnarfjarðar ganga í gegn um allt bullið og vitleysuna einu sinni enn? Eigum við aftur að rífast og gráta í öllum fjölskylduboðunum og kjósa svo enn einu sinni gegn stækkun þessa mengunarskrímslis? Þetta stóriðju-ferlíki sem bráðum verður í miðjum Hafnarfjarðarbæ og eyðileggur ekki bara heilsu okkar heldur líka þetta fallega umhverfi . Hvað á þessi vitleysisumræða eiginlega að þýða?
Þarf maður að kjósa Sjálfstæðisflokkinn til að koma einhverju vitrænu í gang þarna á bæjarskrifstofunum?
Ég vona að þú fáir þessi skilaboð Lúðvík og sjáir að þér og steinhættir við þetta bull. Mundu að Hafnfirðingar eru líka með heila - við getum látið okkur detta ýmislegt annað í hug en umhverfismengandi álframleiðslu í garðinum okkar til að framfleyta okkur. Ég minni þig á að aðeins agnarlítill hluti teknanna sem þú færð í bæjarsjóðinn kemur frá þessu álveri.
Að lokum ætla ég að bjóða mig fram sem bæjarlistamann Hafnarfjarðarbæjar árið 2008 - því verður áreiðanlega tekið fagnandi á næsta fundi hjá ykkur.
Athugasemdir
Er það að sannast á bæjarstjórann að hann hafi ekki manndóm í sér til að taka ákvörðun í þessu máli og þess vegna lét hann kjósa um málið?
Hann virðist halda að það sé ekki meira mál að halda íbúaatkvæðagreiðslu en að versla í Bónus!
Theódór Norðkvist, 24.6.2007 kl. 17:06
Ég bý ekki í Hafnarfirði, en ég hef fulla samúð með ykkur að þurfa að standa í þessu álstappi. Þessi endalausa álveravæðing er algjörlega glórulaus. Ég er líka á móti því að eyðileggja Urriðafoss - mér skilst að það hangi saman. Baráttukveðjur.
Guðrún Markúsdóttir, 1.7.2007 kl. 22:38
Ég er hafnfirðingur sem tekur undir hvert orð.
Ragga (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 15:51
Þið eigið mína samúð líka......Takk fyrir að vera bloggvinur minn
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 6.7.2007 kl. 02:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.