19.6.2007 | 13:19
Þegar álverið fer
Ég var að aka frá Keflavíkurflugvelli í morgun og ók þá í gegn um þykkt mengunarský frá álverinu í Hafnarfirði (bráðum í miðbæ Hafnarfjarðar!) og það rifjaðist upp fyrir mér reynslusaga vinkonu minnar í Hvalfirðinum sem lætur reglulega mæla búfénað sinn til að kanna eiturefnaáhrif nábýlisins við Járnblendiskrímslið á Grundartanga. Á síðustu 5 árum hafa eiturefnin í litlu lömbunum hennar margfaldast. Og við megum vart mæla af stolti þegar við tölum um "hreina" lambakjötið okkar! Verði ykkur að góðu.
Hvað verður um alla sem missa vinnuna þegar álverið fer úr Hafnarfirði? Þeir sem meta stóriðju meira en hreina náttúru og góða heilsu spyrja gjarnan þessarar spurningar og horfa ásökunaraugum á okkur sjálfselskupúkana sem berum hag starfsmanna álversins ekki fyrir brjósti.
Svarið er t.d.: Bjóða þeim vinnu við stóra skemmtigarðinn og menningarsvæðið sem mun rísa þar sem álverið stendur núna! Og spyrja svo á móti: Hvað varð um alla Íslendingana sem misstu vinnuna þegar herinn pakkaði saman og fór? Svarið er: Reykjanesbær brást skjótt við - allir lögðu hönd á plóg og hugmyndir í púkk og síðustu fréttir herma að allir sem unnu hjá Bush hafi fengið vinnu í sinni heimabyggð.
Þetta með skemmtigarðinn í Straumsvík er ein af fjölmörgum frábærum hugmyndum sem fyrir liggja í hugmyndabankanum og verður gaman að skoða þegar skipuleggja á landsvæðið þar sem álverið stendur nú.
Ég minni svo landsmenn á þá staðreynd að sú verðmætasköpun sem verður til í hagkerfinu á einu ári, vegna menningar og lista, skilar um 5% til landsframleiðslunnar, fjórfalt meira en landbúnaður og þrefalt meira en stóriðjan! Vefst það fyrir einhverjum hvað þarf að efla í þessu þjóðfélagi?
Athugasemdir
Svo sammála, sammála alla leiðina sammála. Hátíðarkveðjur á 19. júní, bloggvinkona góð
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2007 kl. 13:42
Ég er sammála því að við verðum að fara að hugsa um eitthvað annað en stóriðjur. Hugmyndin um stóran skemmtigarð í kapelluhrauni er ekki svo galin.
Jens Sigurjónsson, 19.6.2007 kl. 14:34
Þetta álver er bara allt of nælægt byggð og það sést svo vel eftir að vallarhverfið kom. Vonandi þurfum við ekki að bíða í 50 ár þar til það verður fjarlægt því eins og spaugstofumenn gerðu grín af því þegar þeir voru að reyna láta útlendingar sem voru að koma til landsins til þess að horfa ekki til hægri svo þeir sæju ekki þetta skrímsli sem er þarna við veginn og svo er þetta svo fallegt svæði þarna í kring:)
Bjarki Tryggvason, 20.6.2007 kl. 01:16
Til hamingju með 19. júní, Edda mín góð!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.6.2007 kl. 20:57
Hvar ertu Edda. Ertu nú loksins orðin meðvitundarlaus af grasáti. Er fennelstautarnir fastir í þér. Ertu á aspargífílus kojufylleríi. Hvar er Edda Bjö? ekki láta mig þurfa skrifa sakamálaleikrit um þig, mín kæra
Garún, 22.6.2007 kl. 20:00
Er það að sannast á bæjarstjórann að hann hafi ekki manndóm í sér til að taka ákvörðun í þessu máli og þess vegna lét hann kjósa um málið?
Hann virðist halda að það sé ekki meira mál að halda íbúaatkvæðagreiðslu en að versla í Bónus!
Theódór Norðkvist, 24.6.2007 kl. 17:04
Afsakið, þetta komment átti að fara undir næstu færslu á eftir.
Theódór Norðkvist, 24.6.2007 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.