Það er kominn 17. júní!

Er eðlilegt að fá alltaf sömu tilhlökkunartilfinninguna gagnvart skrúðgöngum, blöðrum og skemmtiatriðum, þegar maður er komin þetta mikið yfir 25 ára aldur?

Ég er m.a.s. alltaf jafn spennt að sjá hver verður fjallkonan - var að heyra að það hefði verið hin stórglæsilega vinkona mín Sólveig Arnarsdóttir þetta árið - excellent choice - eins og þjónninn sagði þegar ég bað um maukaðar sveskjur með salatinu mínu í LA á dögunum.

Mér eru minnisstæð  þrjú prinsipp sem ég lagði upp með þegar ég útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1978 (fyrir utan þau prinsipp að leggja ævinlega sál mína í hvert einasta verkefni sem ég tækist á hendur) þau voru: 1) Aldrei að leika í auglýsingum (það tók 5 ár að brjóta það prinsipp, ég stóðst ekki tilboð uppá 500.000 íslenskar krónur fyrir eina sjónvarpsauglýsingu árið 1983!) 2) Aldrei að birtast nakin á leiksviði eða í kvikmyndum (svolítill bömmer að hafa aldrei þurft að hafna svoleiðis tilboði) 3) Aldrei að fara á samning hjá atvinnuleikhúsunum heldur reka eigið leikhús fram í rauðan dauðann! (braut það prinsipp fyrst fyrir uppáhaldsleikstjórann minn Þórhildi Þorleifsdóttur þegar hún var leikhússtjóri Borgarleikhússins og aftur fyrir ljúfmennið Magnús Geir hjá Leikfélagi Íslands) 4)Aldrei að vera fjallkonan! Ég er að hugsa um að brjóta þetta prinsipp núna og býð mig hér með fram sem Fjallkona Íslendinga árið 2008 (þá verða jafnöldrur mínar á fimmtugasta og sjötta aldursári en ég 35 ára)

Gleðilegan þjóðhátíðardag!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Líst vel á þig sem fjallkonu!!! Já, og takk fyrir síðast, verst hvað ég var á mikilli hraðferð.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.6.2007 kl. 14:04

2 identicon

Heyr heyr....mæli eindregið með því að þú verðir fjallkonan 2008, viss um að þú tækir þig vel út í skautbúningi.  

Willa Garunarfrækna (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 00:03

3 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Stórskemmtilegur pistill hjá þér Edda.

Gaman að fylgjast með skrifum þínum. 

Gangi þér vel 

Sigríður Jónsdóttir, 18.6.2007 kl. 01:43

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mér hefur alltaf fundizt fólk sem brýtur prinsippin sín bera af öðru fólki, - það þorir að skipta um skoðun og hangir ekki í sömu gardínustöngunum allt sitt líf!

Velkomin á bloggið Edda. Gaman verður að fylgjast með þér!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.6.2007 kl. 18:37

5 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Þú verður örugglega mjög góð sem fjallkona 2008.

Jens Sigurjónsson, 19.6.2007 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband