14.6.2007 | 12:17
Steina er svo fyndin
Skruggu góður penni hún Steinunn Ólína vinkona mín. Ég las allt bloggið hennar í morgun og hlakka alltaf til að lesa pistlanna hennar í Morgunblaðinu þ.e.a.s. þegar blaðburðaraðilinn ratar hingað í Kinnarnar. Get ekki beðið eftir framhaldi af lækna sápunni
Ég er að velta fyrir mér hvort ég eigi að reyna að ráðast á fatahrúgurnar sem hylja allan húsbúnað hér í íbúðinni eða hvort ég eigi að byrja á pappírsflóðinu og reyna að finna skrifstofuna mína undir sneplafjallinu. Hvernig er þetta hægt? Hvernig getur ein fullorðin manneskja dreift einhverjum óskilgreindum hryllingi í kring um sig á örskömmum tíma og breytt tiltölulega venjulegri íbúð í vígvöll? Ég þrái skipulag og ég hata óreiðu! Af hverju er umhverfi mitt þá svona? Ég þrái auðvitað líka að geta sungið eins og engill og dansað eins og Ginger Rogers, en svona er gjöfunum misskipt í þessum heimi.
Ég sparkaði upp hurðinni inn í þvottahús og kramdi 3 kassa sem höfðu dottið úr hillu og gerðu það að verkum að ég þurfti að beita ofbeldi til að ná að stinga höfðinu inn um gættina. Ég ætti kannski bara að gera eins og gamanleikkonan Phyllis Diller sagðist gera: grafa óhreina þvottinn minn í bakgarðinum!
Skilaboð til Garúnar: Ertu búin að fá þér hveitigrasvél? Elsku drífðu í því - ég er ekki vöknuð fyrr en ég er búin að skella í mig staupi af hveitigrassafa og fá mér Alóa Vera safann (sem bragðast eins og fíflamjólk) og hella svo ofan í mig olíunni hans Údó, áður en ég set alla ávexti sem ég finn í blandarann og bý mér til hressandi heilsudrykk til þess að ég geti hent mér til Lindu í Hress og dansað eins og vitleysingur ug sungið með Dave Clark Five .. af hverju mætir þú aldrei elsku Garún mín? Eða þið hinar? Drífið ykkur til mín á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum og fáið ykkur snúning. Ótrúlega hressandi og mikill endorfín gleðigjafi.
Athugasemdir
Edda mín svarið við þessu er á blogginu mínu.... Farðu síðan varlega í tiltektinni
Garún, 14.6.2007 kl. 13:18
Endilega líka fara varlega í að storka blaðberum - það hefur sínar afleiðingar og enginn vinnur þann slag!
Halldóra Halldórsdóttir, 14.6.2007 kl. 16:07
Þetta setningar að grafa óhreina þvottinn minn í bakgarðinum og ertu búin að fá þér hveitigrasvél eru bara fyndar þó ég viti ekki hvað hveitigrasvél er:) Það er mér mikill heiður að vera bloggvinur þinn Edda. Kv, Bjarki Tryggvason
Bjarki Tryggvason, 15.6.2007 kl. 00:31
Segðu mér meira frá þessu hressingardæmi þínu á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Hvar ertu að sveigja búkinn og hrista á svona heilsusamlegan hátt?
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 15.6.2007 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.