Nýr heimur

Ég er svolítið eins og lítið barn í leikfangaverslun - þetta er alveg nýr heimur, fullt af fólki að spjalla saman og ég þekki m.a.s. ótrúlega marga í þessu blogg partýi.

 Mér finnst ég hafa verið svolítið eins og Palli var einn í heiminum þennann veturinn. Ég hef nánast ekki gert neitt annað en að vinna og læra, skrifa ritgerðir, vinna og læra meira .... og vinna. Þegar ég var búin að skila síðustu vorritgerð minni hafði ég mestar áhyggjur af því að ég ætti hvorki fjölskyldu né vini lengur. Hvar er allt fólkið mitt?

Hvað tekur nú við? Jú - undirbúningur fyrir sumarönnina á Bifröst og tiltekt í ruslahrúgunni sem einu sinni var íbúðin mín.

Ég er með tvær íbúðir, fullbúnar húsgögnum, til leigu í nokkra mánuði. Ef þið þekkið heiðarlegt og traust fólk, sem þarf tímabundið húsnæði, megið þið endilega láta það hafa samband við mig.

Íbúðirnar eru í sama húsinu á yndislegum og rólegum stað í Hafnarfirðinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Voðalegur svakalegur dugnaður er þetta kona. Það er verst að maður verður svo húkt á að fylgjast með bloggvinum sínum í bloggheimum að maður fer að vanrækja vini sína í manna-heimum. Velkomin á bloggið.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.6.2007 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband